Bændablaðið - 25.02.2016, Page 51

Bændablaðið - 25.02.2016, Page 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Heilskorið korn algengt Sé horft til fóðrunar mjólkurkúnna á Kýpur þá er algengt að bændur slái kornið um skrið og votverki sem svokallað heilskorið korn enda er það úrvalsfóður fyrir mjólkurkýr í lágri eða meðal nyt. Oft er um blöndu af grasi, hveiti og byggi að ræða, saman eða hvort í sínu lagi. Auk þessa gróffóðurs er töluverð kjarnfóðurgjöf stunduð en líkt og í öðrum löndum er heilfóður að verða algengara og algengara en þá er öllu fóðri kúnna blandað í eina blöndu og ekkert kjarnfóður gefið sér. Sé slíkt gert, þ.e. gefið heilfóður, er kúnum sjaldan hleypt út og þeim haldið í kældum fjósum enda svara hinar svartskjöldóttu kýr slíkri fóðurgjöf yfirleitt með miklum afurðum og tilheyrandi lækkun hitastreitumarka. Halloumi osturinn Þó svo að afurðavinnslur landsins vinni margskonar mjólkurvörur þá stendur ein mjólkurvara upp úr en það er Halloumi osturinn. Halloumi osturinn hefur verið framleiddur á Kýpur í hundruð ára en sérkenni þessa osts er að hann er miðlungs stífur og minnir e.t.v. nokkuð á Mozarella osta svo dæmi sé tekið. Halloumi er með frekar hátt bræðslustig og þykir því henta vel til grillunar eða steikingar. Kýpverska ríkisstjórnin hefur sótt um svo- kallaða upprunavernd á Halloumi ostinum en fáist slíkt leyfi tryggir það að enginn annar má framleiða ost og selja með sama nafni innan landa Evrópusambandsins. Halloumi osturinn var hér áður fyrr unninn unnin úr mjólk frá geitum og ám en hefur í seinni tíð einnig verið unninn úr kúamjólk. Þessi ostur er „skyr“ þeirra Kýpverja og er útflutningur á honum gríðarlega mikilvægur bæði kúa- -bændum landsins en einnig landinu sjálfu enda nemur árlegt útflutnings- verðmæti Halloumi ostsins um 10-12 milljörðum íslenskra króna og hefur verið vaxandi á hverju ári undanfarin ár. Það er því ekki að undra að stjórn- völd á Kýpur hafi slegist í lið með þarlendum samtökum afurðastöðva í þeim tilgangi að ná að lögfesta upp- runa Halloumi-ostsins. Snorri Sigurðsson sns@seges.dk Ráðgjafi hjá SEGES P/S Danmörku Grjótháls 10, Fiskislóð 30 og Tangarhöfða 8, Reykjavík Lyngás 8, Garðabæ Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ S: 561 4200 www.nesdekk.is Hjólbarðaverkstæði Bílabúðar Benna, S: 590 2045 www.benni.is FÁÐU AÐSTOÐ VIÐ VAL Á JEPPADEKKJUM HJÁ SÖLUAÐILUM OKKAR UM LAND ALLT RÉTTU JEPPADEKKIN KOMA ÞÉR ALLA LEIÐ! ÞÓR HF Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is 5C serían er hönnuð sem alhliða vél sem vinnur frábærlega með ámoksturstækjum. Við hönnun vélarinnar var þess gætt að hún væri notendavæn og þægileg en jafnframt einföld og laus við óþarfa rafbúnað og tækni. DEUTZ FAHR 5110C - alhliða traktor með nútíma þægindum 5 góðar ástæður til þess að kaupa sér Deutz úr 5C seríunni: Þýskur 3,6L Deutz mótor - 110 hö. Stop&Go (turbokúpling) - hægt að hemla og stöðva án þess að kúpla Vökvaútskjótanlegur dráttarkrókur Eco vökvadæla sem skilar hámarksflæði við aðeins 1.600 snúninga SSD - tvöföld stýrisdæla, fækkar snúningum á stýri Bændur, fáið tilboð í DEUTZ-FAHR 5110C með Stoll FZ20 ámoksturstækjum og skóflu hjá sölumönnum okkar.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.