Bændablaðið - 25.02.2016, Síða 53

Bændablaðið - 25.02.2016, Síða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 miðtaugakerfi, ofþornun og skerta meðvitund. Hratt fituniðurbrot leiðir einnig til uppsöfnunar á fitu í lifur (fitulifur) sem getur tekið langan tíma að jafna sig og veldur almennri truflun á starf- semi lifrarinnar og þar með ýmsum mikilvægum efnaskiptaferlum. Glúkósaskortur (blóðsykurfall) veldur truflunum í heila/miðtauga- kerfi. Ærnar verða daufar, fjarlægar, drepast innan 10 daga án meðhöndl- unar. Meðhöndlun felst í því að gefa propylen glycol og saltlausn, einnig getur verið ráð að kalla til dýralækni til að fjarlægja lömb með með keisaraskurði. Ær sem hafa verið vel feitar á miðri meðgöngunni en leggja hratt af á síðustu vikum meðgöngunnar eru hvað líklegastar til að verða fyrir meðgöngueitrun. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að geta gefið betra fóður á síðasta hluta meðgöngunnar til að dempa fallið í orkujafnvæginu eins og hægt er. Ef orku-/glúkósaskortur er jafn og langvinnur, eins og líklegt er þegar gróffóðurgæði eru mjög jafn- léleg stóran hluta vetrar, þá er ekki líklegt að fitulifur myndist, vegna þess að fituniðurbrotið er hægara. Glúkósaskorturinn sem slíkur hefur hins vegar sömu afleiðingarnar að öðru leyti, þ.e. truflun á miðtauga- kerfi, mjólkurmyndun o.fl. Það fer svo eflaust eftir því hve langt þetta ferli gengur hvort einstakir gripir ná að jafna sig að fullu þegar betri tíð kemur. Hætt er við að erfið tíð vorið 2015 hafi gert útslagið með að sumar ær náðu því ekki þá þó að þær hefðu átt möguleika á því í betri vorum. Áætlanir og greining vandamála Til þess að koma í veg fyrir tjón af völdum lélegra heyja þarf að beina sjónum að því hvernig við getum gert heyin betri, jafnvel í óþurrkasumr- um. Það er efni í annan pistil. En þegar haustið kemur hverju sinni þá verður að vinna út frá þeim heyforða sem til er. Jafnframt má fullyrða að reglulegt eftirlit og árvekni geti fyr- irbyggt mörg vandamál. Hér verða nefnd nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. Skráning á uppskeru í gegnum vefforritið jord.is sem mjög margir bændur hafa aðgang að er einföld í framkvæmd og gefur gott yfirlit um heyforðann ef skráningin er vönd- uð. Þarna er gert ráð fyrir að flokka heyforðann eftir gæðum. Slíkar upp- lýsingar er síðan hægt að nýta við áætlanir um fóðrun vetrarins. Efnagreiningar á heyinu hjálpa til við að gera sér enn betur grein fyrir gæðum heyjanna heldur en hægt er að gera út tilfinningunni einni saman, þó hún skuli ekki vanmetin. E.t.v. má líka segja að efnagreiningarnar hjálpi mönnum smám saman til að fá betri tilfinningu fyrir heygæðunum. Til að skráning heyforðans og efnagreiningar komi að sem bestu gagni er mikilvægt að raða heyforð- anum til vetrargeymslu á sem skipu- legastan hátt. Ekki er verra að hafa einhverja hugmynd um það þegar sú röðun fer fram hvaða hey er líklegt að verði gefið hvaða hópi á hvaða tíma. Þegar þessi röðun fer fram væri gott ráð að taka til hlið- ar t.d. 2 rúllur af hverri heytegund og hafa aðgengilegar til að taka úr þeim sýni að haustinu, til að senda í efnagreiningu. Jafnvel mætti prófa að gefa þessar prufurúllur fljótlega að haustinu til að fá betri tilfinningu fyrir því hvort heygæðin standast væntingar. Ótvíræðasti mælikvarðinn á fóð- urgildi heyjanna er hvernig féð þrí- fst af þeim. Glöggt fjármannsauga meðtekur töluverðar upplýsingar um það, en til að styrkja það mat og sannreyna er vigtun ágæt aðferð. Í fjárræktarfélögunum var á árum áður gjarnan haft það vinnulag að vigta féð þrisvar á vetri. Slíkar vigt- anir lögðust smám saman af á flest- um bæjum, mögulega hafa menn haft minni áhyggjur af fóðruninni eftir að heygæði bötnuðu almennt með bættri heyskapartækni. Það kann að hafa verið afturför. Hér skal a.m.k. hvatt til þess að nota fjárvigtina oftar en bara að haustinu. Ef vigtað er þrisvar á vetri væri líklega rökrétt að fyrsta vigtun væri við ásetning og flokkun ánna að haustinu, um það leyti sem féð væri tekið inn. Önnur vigtun væri svo hæfilega tímasett í janúar/ febrúar, eftir að fengitíð er vel um garð gengin. Flokkun ánna í fóðr- unarhópa væri endurskoðuð með hliðsjón af þeirri vigtun og með til- liti til niðurstaðna úr fósturtalningu. Þriðja vigtunin væri svo eðlilegt að færi fram u.þ.b. mánuði fyrir burð, þ.e. nógu snemma til að hún valdi ekki óþarfa hnjaski. Þessi vigtun ætti að gefa góðar vísbendingar um áherslur í fóðruninni á síðustu vikum meðgöngunnar. Hvaða aðferðir sem notaðar eru þá er mikilvægt að fylgjast með bæði hjörðinni sem heild og eins- tökum gripum. Fjöldi vandamála- tilfella geta gefið vísbendingar um það í hvaða átt hjörðin í heild er að stefna. Lokaorð Vetrarfóðrun sauðfjár hérlend- is byggist að langstærstum hluta á heimaöfluðu gróffóðri. Ræktunarmarkmið fyrir íslenska sauðfjárstofninn felur í sér að stefnt er að tveimur vænum lömbum eftir hverja fullorðna á og einu slíku eftir hverja lambgimbur. Til að gróffóður og beit standi undir þessum vænting- um þarf árangur í jarðrækt og fóður- öflun að vera framúrskarandi góður. Sveiflur í veðurfari og fleiri þáttum gera þetta reikningsdæmi nokkuð snúið en jafnframt áhugavert. Við höfum í dag ýmsar aðferðir til að búa okkur sem best undir slíkar sveiflur, og við þurfum að nýta þær markvisst til að árangurinn verði sem jafnastur og bestur. Þessi pistill og aðrir sem á eftir koma verða vonandi innlegg í það mál. Jóhannes Sveinbjörnsson, Landbúnaðarháskóla Íslands Helstu heimildir: Árni B. Bragason, 2013. Sjúkdómar og sauðfé. 10. kafli (bls. 192-224) í: Sauðfjárrækt á Íslandi. Uppheimar 2013. Bjarni Guðmundsson, 1996. Verkun heys í rúlluböggum handa ám. Rit búvísindadeildar nr. 17. Bændaskólinn á Hvanneyri. Morgante, M., 2004. Digestive disturbances and metabolic- nutritional disorders. Kafli 10 í Dairy Sheep Nutrition (ritstj. G. Pulina & R. Bencini). Cabi Publishing. Lykkehus - UPD.Denmark Holding ApS, Barritvej 8, 2770 Kastrup, Netfang: upd.denmark@gmail.com, Sími: 0045 5358 1882 /What’sapp (íslenskt starfsfólk) Tvö hús komast í 20ft gám Húsið innpakkað Tvö stærri hús komast í 40ft gám, eða fjögur minni. Fyrsta og annað stig: Húsið tilbúið til uppsetningar Þriðja stig: Veggir og þak reist og gólfflötur stækkaður Fjórða stig: Gaflar reistir Fimmta stig: Göflum lokað Sjötta stig: Þakklæðning sett á Sjöunda stig: Kjölur settur á þakið Húsið tilbúið til notkunar BYLTINGARKENND NÝJUNG! 21m2 og 43m2 hús fullbúin á nokkrum klukkustundum. Sömu húsin fást aðeins breiðari svo þau verða 24m2 og 48m2, án aukagjalds ef óskað er. Verð frá 1920 þús. fyrir fullbúið hús. Verð án vsk, afhent í Reykjavík: Standard hús án skrautklæðningar, kr 1.920.000,- Með PVC skrautklæðningu, t.d. vatnsklæðning í viðarlíki, 2.190.000,- VERÐDÆMI: ASI525-P01 20.85m2

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.