Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 201658 Í síðustu viku ók ég fram hjá fyr- irtæki vinar míns og sá að hann var búinn að bæta í flotann hjá sér lítilli hjólaskóflu. Að fá gripinn til að prófa var auð- sótt mál og fór ég á vélinni heim til mín og mokaði snjóinn á bílaplaninu við raðhúsið sem ég bý. Dugleg lítil vél JCB 409-smáhjólaskóflan hentaði vel til snjómoksturs á bílastæðinu. Hraðinn á moksturstækjunum er mjög góður, fljótlegt að hífa og sturta úr skóflunni miðað við aðrar vélar sem ég hef prófað. Vélin var lipur til snjómoksturs og hægt að moka mjög nákvæmt með henni. Snjórinn við raðhúsið var mikið til orðinn að klaka, en vélin var í litl- um vandræðum að skafa og brjóta upp klakann. Vissulega er skóflan frekar mjó og lítil sem snjóskófla, en í staðinn skefur hún vel á því litla svæði sem hún mokar á. Verð og búnaður Vélin heitir JCB 409 og er með 74 hestafla vél, vigtar 5.926 kg, kemur með skóflu og göfflum fyrir vörubretti. Hámarkshraði er 40 km á klukkustund, glussadrifin með tvöföldu glussakerfi þannig að ef auka þarf kraft til vinnutækja framan á vélinni hefur það ekki áhrif á drifbúnaðinn. T.d. ef verið er að vinna með sóp eða snjóblásara framan á vélinni er hægt að auka hraðann á sópnum/snjóblásaranum einum og sér. JCB 409 kostar rétt undir 10.000.000 fyrir utan vsk. Umboðsaðili er Vélfang sem hefur verið með umboðið fyrir JCB síðan 2009. Það eru nokkur ár síðan ný McCormick dráttarvél var flutt til landsins. Sturlaugur Jónsson & Co hefur tekið við umboðinu á McCormick og flutti fyrir skömmu inn McCormick X5 Power Shuttle. Ég skrapp fyrir stuttu í heimsókn í Sturlaug Jónsson & Co og skoðaði vélina áður en vélin var send norður í Aðaldal. Þess ber að geta að ég ók vélinni ekkert, en sat inni í henni með vélina í gangi og skoðaði vel sjáanlega kosti vélarinnar. Hestöflin mörg miðað við stærð vélar Margt er sniðugt og virðist við fyrstu sýn vera jákvætt í hönnun vélarinn- ar samanber að ámoksturstækin eru með þægilegu hraðtengi sem auðvelt er að tengja og aftengja. Aflúrtak er 540, 750 og 1000 snúningar á mínútu, vökva vendigír, rafstýrð innsetning á fjórhjóladrifi, vökva- stýrðar driflæsingar, 230V tengill fyrir rafmagnsverkfæri, vökvaúrtak fyrir vagnhemla. Aðgengi að vél til viðhalds er mjög gott og þrátt fyrir að vélin virðist ekki stór þá skil- ar Perkings-vélin 113 hestöflum. Bremsurnar eru í glussa en ekki á drif eins og í mörgum vélum og því mun minni hætta á að brjóta öxla þegar stigið er á bremsur. Útsýni gott úr stýrishúsi Það fyrsta sem maður sér þegar maður ætlar upp í stýrishúsið er lítill rauður rofi sem er til að slá út öllu rafmagni á vélinni (ætti að mínu mati að vera skyldubúnaður á öllum dráttarvélum). Að sitja inni í vélinni hefur maður gott útsýni til allra átta, en nánast öll stjórntæki eru hægra megin í stýrishúsi þar sem stjórnandi hefur góða yfirsýn á stjórnborðið. Stýrishúsið er ágætlega hljóðeinangrað,ökumannsstóllinn er mjög þægilegur og nefnist Delux ökumannsstóll, loftkæling er í öku- mannshúsi, klappstóll fyrir farþega. Gott verð miðað við stærð og hestöfl Heiti vélarinnar sem ég skoðaði er McCormick X5. 40 4X4 Power Shuttle, 113 hestöfl. Verðið á vélinni er frá 8.760.000 + vsk. Vélabásinn Hjörtur Leonard Jónsson liklegur@internet.isRótgróið dráttarvélanafn komið aftur á íslenska markaðinn: Nýr ódýr McCormick X5 Helstu mál og upplýsingar Þyngd 3.650 kg Hæð 2.600 mm Breidd 2.110 mm Lengd 4.160 mm McCormick X5. Myndir / HLJ Lipur liðstýrð JCB-smáhjólaskófla Mynd / HLJ - -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.