Bændablaðið - 16.11.2017, Qupperneq 4

Bændablaðið - 16.11.2017, Qupperneq 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Ráðstefna um kolefnisbindingu Ráðstefna um möguleika í kolefnisbindingu verður haldin í Bændahöllinni 5. desember nk. Þar mun meðal annarra írski sérfræðingurinn Eugene Hendrick halda erindi um aðgerðir sem Írar hafa farið út í til þess að binda kolefni með breyttri landnotkun og aukinni skógrækt. Eugene hefur verið einn af aðalsamningamönnum Íra í samskiptum við ESB varðandi samninga um kolefnisbindingu með skógrækt. Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, mun fjalla um losun kolefnis frá mismunandi gerðum þurrlendis og Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir frá nýrri skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá sauðfjárbúum á Íslandi og aðgerðum sem sauðfjárbændur hyggjast fara í til þess að draga úr losun. Þá munu þeir Jóhann Þórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins og Arnór S n o r r a s o n , sérfræðingur á Mógilsá, segja frá möguleikum Íslands með kolefnisbindingu með landgræðslu og skógrækt. Að lokum gefst tími til fyrirspurna og umræðna. Það eru Landgræðsla ríkisins, Landbúnaðarháskóli Íslands, Skógræktin og Bændasamtök Íslands sem standa að ráðstefnunni. Markmiðið með henni er að draga fram lausnir við bindingu kolefnis hér á landi í því augnamiði að uppfylla skyldur sem m.a. felast í Parísarsamkomulaginu. Ráðstefnan verður sem fyrr segir haldin þriðjudaginn 5. desember í ráðstefnusölum Hótel Sögu frá kl. 13.00 til 16.00. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en krafist er skráningar á vefsíðunni bondi.is. /TB Tollasamningar við ESB taka gildi 1. maí 2018 Samningar Íslands og Evrópu- sambandsins um viðbótarfríðindi í viðskiptum með landbúnaðarvörur munu öðlast gildi 1. maí 2018 en þá verður málsmeðferð ESB endanlega lokið. Snýst samningurinn annars vegar um viðurkenningu og vernd landfræðilegra merkinga á landbúnaðarafurðum og matvælum hins vegar, sem undirritaðir voru árið 2015, og mun öðlast gildi 1. maí 2018 en þá verður málsmeðferð ESB endanlega lokið. Á vef Stjórnarráðs Íslands segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra: „Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur og útflytjendur. Með samningunum myndast aukin sóknarfæri fyrir útflytjendur auk þess sem tollalækkanirnar munu auka vöruúrval og skila sér í vasa neytenda í gegnum lækkað matvöruverð.“ Allir tollar á unnar landbúnaðarvörur eru felldir niður nema á jógúrt Samningarnir fela í sér að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Almennt gerir ESB slíkt hið sama. Niðurstaðan felur í sér að allir tollar á unnar landbúnaðarvörur eru felldir niður nema á jógúrt. Sem dæmi munu tollar falla niður á súkkulaði, pitsum, pasta, bökunarvörum og fleiru. Auk þessa eru tollar felldir niður eða lækkaðir á óunnum landbúnaðarvörum eins og til dæmis villibráð, frönskum kartöflum og útiræktuðu grænmeti svo dæmi séu tekin. Jafnframt er samkomulag um að báðir aðilar auki verulega tollfrjálsa innflutningskvóta, meðal annars fyrir ýmsar kjöttegundir og osta og kemur aukningin til framkvæmda á tilteknum aðlögunartíma. Á móti fær Ísland verulega hækkun tollfrjálsra innflutningskvóta fyrir skyr, smjör og lambakjöt og nýja kvóta fyrir alifugla- og svínakjöt og ost. Landfræðilegar merkingar á matvælum viðurkenndar Samhliða öðlast gildi samningur milli Íslands og ESB um viðurkenningu og vernd landfræðilegra merkinga á landbúnaðarafurðum og matvælum. Í meginatriðum felur samningurinn í sér að íslensk stjórnvöld og ESB skuldbinda sig til að vernda á yfirráðasvæði sínu afurðarheiti sem eru vernduð á yfirráðasvæði hins aðilans. /VH EFTA-dómstóllinn kvað upp dóm í dag í máli sem fjallar um frystiskyldu við innflutning á hráu kjöti og að hingað til lands megi ekki flytja inn ógerilsneydda mjólk og mjólkurafurðir sem og ógerilsneydd egg og afurðir úr þeim. Niðurstaða dómsins var á þá leið að dómstóllinn telur Ísland ekki geta bannað innflutning á hráu kjöti og ógerilsneyddum eggjum og hráum eggjavörum en fellst þó á að áfram sé óheimilt að markaðssetja ógerilsneydda mjólk og afurðir úr henni. Um er að ræða þýðingarmikið hagsmunamál íslensks landbúnaðar en fjölmargir hafa bent á þá áhættu sem felst í auknum innflutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddum mjólkurvörum og hráum eggjum. Þrátt fyrir mótrök fjölda aðila úr heilbrigðisgeiranum, bænda og búvísindamanna og fleiri sem vara við óheftum innflutningi þá kemst EFTA-dómstóllinn að annarri niðurstöðu. Bændasamtökin harma niðurstöðuna Bændasamtök Íslands harma niðurstöðu dómstólsins en þau hafa um árabil barist gegn innflutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddum mjólkurvörum og hráum eggjum. Að mati samtakanna mun niðurstaða dómsins að óbreyttu geta valdið íslenskum landbúnaði miklu tjóni og ógnað bæði lýðheilsu og búfjárheilsu. Ísland er ekki aðili að evrópskum tryggingarsjóðum sem bæta tjón ef upp koma alvarlegar sýkingar í landbúnaði og þyrfti ríkisvaldið ásamt bændum að bera slíkar byrðar. Bændur munu ekki gefast upp Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir dóminn valda vonbrigðum en bændur muni ekki gefast upp. „Við höfum barist í þessum málum um árabil og erum núna að skoða næstu skref í samvinnu við okkar lögfræðinga og ráðgjafa. Hvað sem öðru líður þá munum við áfram verja okkar stöðu sem er einstök. Það hefur komið skýrt fram í umræðu um þessi mál að okkar færustu vísindamenn í sýklafræði og bæði manna- og búfjársjúkdómum hafa varað sterklega við innflutningi á hráu kjöti og öðrum þeim vörum sem geta borið með sér smit. Við eigum hreina og heilbrigða búfjárstofna og erum heppin að því leyti að matvælasýkingar eru fátíðar hérlendis. Það er beinlínis skylda okkar að viðhalda þeirri góðu stöðu,“ segir Sindri. Mikil sérstaða Sérstaða íslensks landbúnaðar felst meðal annars í því að hér er búfjárheilsa góð og sýklalyfjanotkun í landbúnaði í algjöru lágmarki. Þar sem notkunin er mest er hún mörgum tugum sinnum meiri en hér. Sýklalyfjaónæmi er talið ein helsta lýðheilsuógn mannkyns á næstu áratugum en það hefur aukist hratt samhliða ofnotkun sýklalyfja í nútímalandbúnaði. Læknar og vísindamenn hafa varað við slæmum afleiðingum Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir Sýklafræðideildar Landspítalans, er einn þeirra vísindamanna sem hafa lagt orð í belg og varað við auknum innflutningi á hráu kjöti og öðrum búvörum. Í erindi sínu sem bar heitið „Stafar lýðheilsu Íslendinga hætta af innflutningi á ferskum matvælum“ á fundi í Iðnó í vor sagði Karl að aukinn innflutningur myndi fjölga sýkingum í mönnum og auka líkurnar á því að nær alónæmar bakteríur nái hér fótfestu. Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir hefur sagt mjög óábyrgt af stjórnvöldum ef þau ætla að taka upp þegjandi tilskipanir frá EFTA-dómstólnum eða Evrópusambandinu sem ganga þvert á þær hagstæðu aðstæður sem eru hér á landi og ganga þannig gegn lýðheilsumarkmiðum. Margrét Guðnadóttir, veiru- fræðingur og fyrrverandi prófessor í sýklafræði við Háskóla Íslands, hefur í ræðu og riti sagt það alvarlegt mál ef hér koma upp nýir dýrasjúkdómar eða ólæknandi mannasjúkdómar. „Ég treysti ekki þeim mönnum sem vilja flytja inn hrátt, ófrosið kjöt til að verja okkur fyrir þeim. Kannski af því að ég er orðin svo gömul að ég hef séð of margt,“ sagði Margrét í viðtali við Morgunblaðið í fyrravetur. Kemur næst til kasta Alþingis Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) rak málið en íslenska ríkið hélt uppi vörnum. Máls- vörn Íslands byggðist aðal- lega á því að þessar takmarkanir væru heimilar skv. 13. grein EES- samningsins, enda séu fullgild lýðheilsurök og búfjárheilsurök fyrir þeim. ESA taldi greinina ekki eiga við og hefur skipt um skoðun frá því á fyrri stigum málsins. Ríkið gerði kröfu um að málinu yrði vísað frá dómi og ESA greiddi málskostnað. Því var hafnað og íslenska ríkið greiðir málskostnað. Niðurstaða EFTA dómstólsins breytir ekki íslenskum lögum, en það mun koma til kasta Alþingis að fjalla um hana og gera þær breytingar sem taldar verða nauðsynlegar. Niðurstaða EFTA-dómstólsins getur valdið miklu tjóni – að mati forsvarsmanna Bændasamtaka Íslands FRÉTTIR Karl. G. Kristinsson. Mynd / VH Eugene Hendrick. Styttist í opnun einangrunarstöðvarinnar á Stóra-Ármóti „Já, nú styttist óðum í opnun hjá okkur þannig að starfsemin geti hafist formlega á Stóra Ármóti í Flóahreppi. Það er verið að klára húsið þessa dagana,“ segir Sigurður Loftsson, formaður stjórnar Nautgriparræktarmiðstöðvar Íslands. „Það er búið að girða landið, sem er um 50 hektarar, með tvöfaldri girðingu sem er 3,2 km að lengd og við erum búnir að kaupa 36 kýr af bændum sem verða á stöðinni.“ Það félag er í jafnri eigu Bændasamtaka Íslands, Búnaðar- sambands Suðurlands og Lands sambands kúabænda. Einangrunarstöðin er 526 m2 og í alla staði vönduð bygging. Veggir uppsteyptir, límtréssperrur og yleiningar í þaki. Húsið skiptist í 3 hluta. Uppeldisfjós vegna sölu á lífgripum, millibyggingu m.a vegna sæðistöku og sóttvarna og kúahluta fyrir 20 kýr. Undir hvoru fjósi eru aðskildir haugkjallarar. Eins og fram kemur á forsíðu eru 40 fósturvísar úr Aberdeen Angus gripum í Noregi komnir til landsins og verða settir upp á næstu vikum. /MHH Margrét Guðnadóttir. Mynd / BBL Sindri Sigurgeirsson. Mynd / TB Mynd / VH Sigurður Loftsson (t.v.), formaður Nautís og Sveinn Sigurmundsson, fram- - Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.