Bændablaðið - 16.11.2017, Qupperneq 6

Bændablaðið - 16.11.2017, Qupperneq 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara kostar 5.100 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Segja má að íslenskur landbúnaður hafi legið undir stórskotahríð á liðnum misserum úr ýmsum áttum. Greinin hefur reynt að verjast, en oft virðist vera við ofurefli að etja og nú síðast sjálfan EFTA-dómstólinn. Þrátt fyrir þetta eru íslenskir bændur ekkert á því að gefast upp enda mikið í húfi. Milliríkjasamningar og yfirþjóðlegir viðskiptasamningar hafa tröllriðið alþjóðaviðskiptum á liðnum árum og er mörgum ofboðið. Gagnrýnendur hafa hamrað á því að slíkir samningar séu keyrðir áfram af her lögmanna á vegum fjölþjóðlegra fyrirtækjasamsteypa. Þegar forsvarsmenn lýðræðisríkja sem kosnir eru af almenningi mæta þessum her er mikil hætta á að öll þeirra rök til að verja sína umbjóðendur séu hreinlega skotin í kaf, af flóknum málatilbúnaði þrautþjálfaðra atvinnumanna. Gott dæmi um þetta er viðskiptasamningur sem reynt hefur verið að knýja í gegn í 12 Kyrrahafsríkjum. Hann hefur gengið undir nafninu TPP, eða „Trans- Pacific Partnership“. Inni í þessum pakka voru Bandaríkin sem lykilþátttakandi, en þegar Donald Trump tók við embætti forseta þar í landi var það af einhverjum ástæðum eitt af hans fyrstu verkum að draga Bandaríkin út úr þeim samningum. Samningsgerðin hefur mætt gríðar legri andstöðu meðal almennings og fjöldasamtaka í öllum þessum löndum. Ástæðna er einföld. Þegar upplýst var um samningsdrög sem voru á borði samningamanna kom í ljós að eitt af lykilatriðum þessara samninga var yfirþjóðlegt vald sem færa átti í hendur stórfyrirtækjanna. Þar með átti að ryðja hindrunum úr vegi um alla framtíð sem skapast gætu af hálfu lýðræðislega kjörinna stjórnmálamanna í viðkomandi löndum. Þegar svo er komið er sannarlega ástæða fyrir almenning að fara að óttast um framtíð lýðræðis og sjálfsákvörðunarréttar þjóða. Annar samningur af líkum toga hefur verið í smíðum. Það er svokallaður TTIP-samningur, eða „Transatlantic Trade and Investment Partnership“, á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Sú samningsgerð hefur líka verið harðlega gagnrýnd. Flestir ef ekki allir fjölþjóðlegir viðskipta samningar byggjast á einhvers konar eftirgjöf á sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Þar geta hagsmunir íbúa í viðkomandi löndum vissulega oft farið saman, en hættan á misbeitingu valds er alltaf fyrir hendi í slíkum samningum. Þetta þekkja Íslendingar vel í langvarandi deilum um fiskveiðilögsöguna. Sem betur fer urðu Bretar, og fleiri þjóðir, þar að lúta í lægra haldi. Það var þó alls ekki sjálfgefið, en harðar deilur spunnust strax er landhelgin var færð úr 3 sjómílum í 7 árið 1930. Málið var á endanum orðið mjög vandræðalegt fyrir NATO. Má segja að harðfylgi manna eins og Lúðvíks Jósepssonar hafi skipt þar sköpum, en hann tilkynnti sem sjávarútvegsráðherra þann 24. maí 1958 að landhelgin yrði færð út í 12 sjómílur. Hann fylgdi málinu síðan eftir alla tíð, næst í 50 mílur 1972 og síðan í 200 sjómílur. Þarna þorðu forsvarsmenn þjóðarinnar að standa í lappirnar. Sú staðfesta skilaði Íslendingum ómetanlegum sigri sem hefur síðan skipt sköpum fyrir efnahag þjóðarinnar. Nú horfa Íslendingar upp á afleiðingar EES-viðskiptasamnings (Evrópska efnahagssvæðið) á milli EFTA-ríkjanna, Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss og Evrópusambandsins. Þar er yfirþjóðlegt vald greinilega að hrifsa vald og ákvörðunarrétt úr höndum íslenskra stjórnvalda. Eitthvað sem sitjandi landbúnaðarráðherra þykir bara sjálfsagt mál. Er það virkilega sú staðfesta sem íslenskt lýðræði þarf á að halda? /HKr. Mikið í húfi ÍSLAND ER LAND ÞITT Horft úr Ögurnesi og út vestanvert Ísafjarðardjúp. Mynd / Hörður Kristjánsson EFTA-dómstóllinn kvað á þriðjudag upp dóm í máli þar sem deilt var um þá kröfu í íslenskum lögum að hrátt kjöt sem hingað er flutt hafi verið fryst í a.m.k. 30 daga fyrir innflutning. Einnig var deilt um að ekki má flytja inn ógerilsneydda mjólk og mjólkurafurðir sem og ógerilsneydd egg og afurðir úr þeim. Niðurstaða dómsins var á þá leið að dómstóllinn telur Ísland ekki geta bannað innflutning á ófrosnu hráu kjöti, ógerilsneyddum eggjum og hráum eggjavörum. Dómstóllinn segir enn fremur að flytja megi inn ógerilsneydda mjólk, en gerilsneyða verður hana áður en hún eða afurðir úr henni fara á markað, enda má ekki markaðssetja ógerilsneydda mjólk sem framleidd er hér heima. Um er að ræða þýðingarmikið hagsmunamál íslensks landbúnaðar en fjölmargir hafa bent á þá áhættu sem felst í auknum innflutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddum mjólkurvörum og hráum eggjum. Þrátt fyrir mótrök fjölda aðila úr heilbrigðisgeiranum, bænda og búvísindamanna og fleiri sem vara við óheftum innflutningi þá kemst EFTA-dómstóllinn að annarri niðurstöðu. Niðurstaða dómsins getur að óbreyttu valdið íslenskum landbúnaði miklu tjóni og ógnað bæði lýðheilsu og búfjárheilsu. Ísland er ekki aðili að evrópskum tryggingarsjóðum sem bæta tjón ef upp koma alvarlegar sýkingar í landbúnaði og þyrfti ríkisvaldið ásamt bændum að bera slíkar byrðar. Ég geri ekki ráð fyrir að verslunin og innflutningsfyrirtækin sem hæst hafa haft vegna þessa fyrirkomulags ætli að hjálpa til við það. Niðurstaðan dregur skýrt fram að vísindaleg rök hafa ekkert gildi gegn markaðslegum rökum að mati dómstólsins. Allt víkur fyrir þeim, bæði heilsufarsleg, umhverfisleg og almenn sanngirnisrök. Í 13. grein EES-samningsins eru að vísu ákvæði um að taka megi tillit til sjónarmiða sem snerta heilsu manna og dýra en í þessari niðurstöðu er hún að því má segja, túlkuð út af borðinu en ekki færð mikil efnisleg rök fyrir af hverju ekki er tekið tillit til hennar. Hún heldur greinilega ekki gegn valdi markaðarins. Innflutningur á búvörum hefur aukist mikið Stóraukinn innflutningur á búvörum hingað til lands síðustu ár er staðreynd. Milliríkjasamningar og minni tollvernd hafa gert það að verkum að markaðir eru opnari en áður var. Sem dæmi voru flutt inn 3.161 tonn af kjöti á síðasta ári sem umreiknað í kjöt með beini er um 5.300 tonn. Þúsundir tonna af grænmeti eru flutt inn árlega, í fyrra rúm 1.200 tonn af tómötum og tæp 1.500 tonn af papriku, rúm 1.300 tonn af jöklasalati o.s.frv. Þessu fylgja óhjákvæmilega auknar líkur á því að hingað til lands berist ýmis smit með matvælum, s.s. salati eða kjötvörum, sem ógnað geta heilsu manna og dýra. Það var því kaldhæðni örlaganna að sama dag og EFTA-dómstóllinn kvað upp sinn dóm voru sagðar fréttir af aukinni tíðni listeríu- og salmonellusýkinga í fólki hér á landi. Frystiskylda á kjöti er varúðarráðstöfun sem minnkar líkur á að óværa berist hingað til lands. Enn og aftur er augljóst að krafan um frjálst flæði vöru og aukin milliríkjaviðskipti vegur þyngra en varúðarráðstafanir til að verja heilsu manna og dýra. Bændur munu ekki láta staðar numið Hvað sem öðru líður þá munum við áfram verja okkar stöðu sem er einstök. Það hefur komið skýrt fram í umræðu um þessi mál að okkar færustu vísindamenn í sýklafræði og bæði manna- og búfjársjúkdómum hafa varað sterklega við innflutningi á ófrosnu hráu kjöti og öðrum þeim vörum sem geta borið með sér smit. Við eigum hreina og heilbrigða búfjárstofna og erum heppin að því leyti að matvælasýkingar eru fátíðar hérlendis. Það er beinlínis skylda okkar að viðhalda þeirri góðu stöðu. Sérstaða íslensks landbúnaðar felst meðal annars í því að hér er búfjárheilsa góð og sýklalyfjanotkun í landbúnaði í algjöru lágmarki. Þar sem notkunin er mest er hún mörgum tugum sinnum meiri en hér. Sýklalyfjaónæmi er talið ein helsta lýðheilsuógn mannkyns á næstu áratugum en það hefur aukist hratt samhliða ofnotkun sýklalyfja í nútímalandbúnaði. Sjúkdómastaða íslensks búfjár er í algerum sérflokki jafnvel svo að aðrar þjóðir hafa sótt hingað þekkingu í sinni baráttu svo sem til að takast á við kampýlóbaktersýkingar í kjúklingum – sem eru ein algengasta orsök matarsýkinga víða um lönd. Hér er skimað fyrir þessari sýkingu reglulega allt árið og skylt er að frysta afurðir ef sýking kemur upp. Það er ekki gert annars staðar nema í Noregi en þar eru afurðir ekki skimaðar nema yfir sumarmánuðina. Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans, segir í forsíðufrétt blaðsins að hann hafi sérstakar áhyggjur af innflutningi á ferskum kjúklingum. Þar segir hann að innflutningur á þeim geti hæglega stefnt í hættu þeim ströngu reglum sem viðhafðar eru í kjúklingaeldi hér á landi. „Kjúklingaeldið hér er nánast kampýlóbakter- laust og mælist undir 5%, en hefur til dæmis mælst 75% í verslunum í Bretlandi og víðar í Evrópu. Það er því nokkuð ljóst að innflutningur á ferskum kjúklingum er líklegur til að fjölga kampýlóbakter-tilfellum í landinu“, svo vitnað sé beint í orð Karls. Annar sérfræðingur, Vilhjálmur Svansson, dýralæknir og veirufræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum, hefur einnig látið til sín taka í umræðunni. Í viðtali í Bændablaðinu í fyrravetur sagði hann að landfræðileg einangrun Íslands sé höfuðástæða þess að húsdýr hérlendis eru að mestu laus við mörg þeirra smitefna sem landlæg eru í húsdýrum utan Íslands. Þessa dýrastofna beri Íslendingum skylda til að verja. Landbúnaðarráðherra ber mikla ábyrgð Starfandi landbúnaðarráðherra fór mikinn í fréttum á þriðjudag og taldi að reglur um innflutning hefðu brotið á neytendum. Hagsmunir neytenda virðast þó ekki alltaf skipta máli þegar grannt er skoðað. Í matvælalögum segir meðal annars: „Matvælaeftirlit skal m.a. byggjast á áhættugreiningu og skal áhættumat unnið á hlutlausan og gagnsæjan hátt á grundvelli vísindalegra upplýsinga og gagna. Í þessum tilgangi skipar ráðherra ráðgefandi nefnd sem veitir vísindalega ráðgjöf um áhættumat að beiðni ráðherra eða Matvælastofnunar.“ Þetta hefur aldrei verið gert. Á því ber starfandi ráðherra vissulega ekki ein ábyrgð, en hún ber ein ábyrgð á því að leggja fram fjárlög þar sem skorið er verulega niður til matvælarannsókna Matís sem eru mikilvægur þáttur í matvælaöryggi landsins. Óhætt er að taka undir orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem hann kallar eftir auknu eftirliti þar sem skimað er fyrir bakteríum í matvælum, hvort heldur sem er í innlendum eða erlendum mat. Þann samanburð óttast bændur ekki. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands sindri@bondi.is Markaðurinn er Guð Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.