Bændablaðið - 16.11.2017, Qupperneq 24

Bændablaðið - 16.11.2017, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Hinn 26. október sl. er frétt í Skessuhorni þar sem vitnað er til þess að aðalfundur Landssambands smábátaeigenda taki undir þá ályktun Sæljóns, smábátafélags Akraness, að felld verði úr gildi þau friðunarákvæði, þ.e. tímamörk, sem gilda um grásleppuveiðar og verndun æðarvarps við Faxaflóa og víðar. Minnt skal á að æðarrækt er mikilvæg búgrein víða um land. Við Faxaflóa eru fjölmargar jarðir sem hafa hlunnindi af æðarvarpi sem skila bændum og þjóðarbúinu tekjum en æðardúnn er eftirsótt útflutningsafurð. Auk þess er allt Faxaflóasvæðið mikilvægt „beitar- og uppeldissvæði“ fyrir æðarfugl og fleiri fugla sem þar eiga athvarf sitt. Tíminn snemma vors og fram á sumar er sérstaklega viðkvæmur fyrir varpfugla. Þekkt er að æðarfugl frá öðrum svæðum leiti inn á Faxaflóasvæðið bæði fyrir og eftir varp, enda er þetta svæði kjörlendi fyrir uppeldi og athvarf bæði æðarfugls og annarra fugla. Því eru það ekki eingöngu hagsmunir æðar bænda á svæðinu að vernda æðarfuglinn yfir viðkvæmasta tímann, heldur einnig annarra bænda sunnan og norðan við flóann. Þá er það einnig þekkt að netaveiðar á grunnslóð eru æðarfugli og öðrum fuglum hættulegar, bæði hvað varðar fugla sem farast í netum og einnig sú truflun og rask sem netabátum fylgir. Í könnun sem Haf rannsókna stofnun gerði á sínum tíma á Breiðafirði og Húnaflóa kom fram að umtalsverður fjöldi fullorðinna fugla (varpfugla) á svæðunum fórst í grásleppu- netum. Í ljósi þessara stað reynda voru núgild andi reglur settar. Með slíkum umgengnis reglum fæst nauðsyn leg vernd fyrir æðarfugl og jafnframt sátt á milli aðila sem nýta mismunandi hlunninda. Einnig skal bent á skýrslu nefndar um vernd , velferð og veiðar villltra fugla og spendýra frá 2013 en þar kemur fram að hér við land eru lagnet fyrir þorsk, ýsu og grásleppu sennilega þau veiðarfæri sem hafa hvað neikvæðust áhrif á fugla og bent á að grásleppunet drepi helst teistu og æðarfugl. Jafnframt er þar tekið fram að grásleppuveiði hafi aukist og verði að líta á þær sem vaxandi vandamál, sérstaklega fyrir teistu og æðarfugl. Í þessu máli vegast á ólíkir mikilvægir hagsmunir. Það hlýtur að veikja samþykkt aðalfundar Landsambands smábátaeigenda að halda því fram að „lobbyismi“ hafi ráðið banninu þegar það liggur fyrir hversu mikilvæg þessi verndun sé fyrir æðarfuglinn og viðkomu hans. Í þessum orðum felst að ráðherra hafi látið annað en málefnaleg rök ráða við setningu reglugerðarinnar. Er þessi málflutningur ekki síður vafasamur í ljósi þess að á sínum tíma stóðu yfirvöld, í samráði við viðkomandi aðila, að því að setja umræddar reglur til þess að ná sátt um hlunnindanýtingu ólíkra greina og að öll hlunnindi séu nýtt í sem mestri sátt við viðkvæma náttúru. Svanur Steinarsson, formaður Æðarræktarfélags Vesturlands og Guðrún Gauksdóttir, formaður Æðarræktarfélags Íslands Varað við afléttingu banns við netaveiði í friðuðum hólfum við Faxaflóa: Hlunnindi verði nýtt í sem mestri sátt við viðkvæma náttúru – Formenn hagsmunasamtaka í æðarrækt senda frá sér yfirlýsingu um málið HLUNNINDI&VEIÐI Netaveiðar á grunnslóð eru æðarfugli og öðrum fuglum hættulegar, bæði hvað varðar fugla sem farast í netum og Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Vetrarundirbúningur Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ S805-10D 135cm ál snjóskófla 2.595 S805-4L 170CM ál snjóskafa 2.190 Hálkusalt 5 kg 585 Rúðuvökvi -18°C 4 lítrar 740 S805-2Y ál snjóskófla L:110cm 2.190 Dali Snjóskafa/ kústur 59cm 440 Rafmagnshita- blásari 3Kw 1 fasa 8.890
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.