Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Guðjónsdóttur, en hún og maðurinn hennar, bruggmeistarinn Sigurður Bragi Ólafsson, eiga fyrirtækið að stærstum hluta ásamt foreldrum Sigurðar, þeim Agnesi Önnu Sigurðardóttur og Ólafi Þresti Ólafssyni. Gauksmýri er Fyrirtæki ársins Viðurkenningin Fyrirtæki ársins er veitt fyrirtæki sem er búið að slíta barnsskónum og hefur skapað sér sterka stöðu á markaði, fyrirtæki sem hefur unnið að stöðugri uppbyggingu, vöruþróun og nýsköpun og er með höfuðstöðvar á Norðurlandi. Það fyrirtæki sem fær viðurkenninguna í ár er Gauksmýri. Ferðaþjónustan á Gauksmýri er rótgróin og á sér sögu sem teygir sig aftur til síðustu aldar, því hún hófst árið 1999. Árið 2006 var þar opnað nýtt gistiheimili með 18 herbergjum, veitingasal og móttöku. Það voru hjónin Jóhann Albertsson og Sigríður Lárusdóttir sem stofnuðu fyrirtækið á sínum tíma, en Sigríður féll frá árið 2015. Í kjölfarið komu börn þeirra að rekstri fyrirtækisins, þau Hrund Jóhannesdóttir og maður hennar, Gunnar Páll Helgason, sem sjá um reksturinn að mestu leyti. Hestamennska í fyrirrúmi Gauksmýri snýst fyrst og fremst um hestamennsku og öll aðstaða á sveitabænum er til fyrirmyndar. Þar er reiðvöllur með glænýrri stúku sem var byggð í sumar, þar sem kostir íslenska hestsins eru tíundaðir og sýndir á sérstökum sýningum sem vel eru sóttar. Gestum er síðan boðið yfir í flotta aðstöðu í hesthúsinu, þar sem þeim gefst kostur á að kynnast hestunum betur. Gauksmýri er mikilvægt fyrirtæki í ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, og hefur lagt sitt af mörkum og gott betur til að stuðla að bættri byggð. Gott dæmi um það er veitingastaðurinn Sjávarborg á Hvammstanga, sem er í eigu fyrirtækisins. Staðurinn var opnaður árið 2015 og hefur eflt bæði ferðaþjónustu á svæðinu sem og atvinnulífið almennt. Matseðillinn endurspeglar umhverfið vel og eins og nafnið gefur til kynna er áherslan lögð á sjávarfang. Viðurkenning fyrir Störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi Viðurkenninguna fyrir Störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi fær einstaklingur sem hefur haft góð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi í heild sinni og hefur starfað beint eða óbeint fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Ólöf Hallgrímsdóttir hlaut viðurkenninguna í ár, hún hefur undanfarin 18 ár sýnt og sannað að áhugi fólks á fjósum er ekki bara takmarkaður við mjólkurafurðir. Vogafjós í Mývatnssveit er nú með bestu veitingastöðum Norðurlands og þótt víðar væri leitað, og hefur haft mjög jákvæð áhrif á þróun ferðaþjónustu í landshlutanum. Ólöf hefur verið brautryðjandi í ferðaþjónustu lengi og svo sannarlega farið sínar eigin leiðir. Hún var snemma byrjuð að selja mat úr héraði, rétti eins og hverabrauð með silungi úr Mývatnssveit, hangikjöt og heimagerðan mozzarella- og fetaost. Sú áhersla hefur skilað sér því Vogafjós er eitt af þekktari kennileitunum í umhverfi ferðaþjónustu í Mývatnssveit og raunar á Norðurlandi öllu. Auðvitað hefur hin sérstaka samþætting landbúnaðar og veitingareksturs þar einnig áhrif. Hugmyndin, að selja inn á kaffihús til að fylgjast með mjólkun kúa hefur eflaust þótt nokkuð galin á sínum tíma en hún hefur engu að síður slegið í gegn. Gott fordæmi með þjónustu allt árið Það segir nokkuð um hve einstök hugmyndin um Vogafjós er að árið 2003 sá Vegagerðin sér ekki annað fært en að búa til sérstakt skilti fyrir ferðamannafjós, en þá var Vogafjós eini staðurinn á landinu þar sem hægt var að fylgjast með því sem fram fer í fjósi. Slík fjós voru reyndar ekki alveg óþekkt og höfðu bændur opnað fjósin fyrir ferðamönnum bæði í Eyjafirði og Laugarbakka undir Ingólfsfjalli. Í Vogafjósi var hins vegar, og er enn, hægt að fylgjast með mjöltum í gegnum gler og slíkt þótti þá nýstárlegt og snjallt. Ólöf hefur sýnt af sér einstaka þrautseigju í baráttunni fyrir framleiðslu og sölu á mat beint frá býli. Hún hefur rutt brautina fyrir marga og sýnt fram á að með skýrri framtíðarsýn og stefnu má ná frábærum árangri. Hún hefur einnig sýnt gott fordæmi með því að veita þjónustu allt árið og þannig aukið viðskipti við ferðamenn á Norðurlandi auk þess að efla möguleika annarra fyrirtækja á heilsárs starfsemi. /MÞÞ Hópurinn í heimsókn hjá fyrirtækinu Snow Dogs, lengst til hægri er Bergþóra Kristjánsdóttir, annar eigenda, að sýna Husky-hundana sína, en þeir eru landsbankinn.is 410 5000Landsbankinn Pantaðu viðtal hjá sérfræðingum okkar í síma 410 5000 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is. Í öllum fyrirtækjum er nauðsynlegt að geta gengið að ölbreyttum lausnum sem styðja við reksturinn. Við leggjum mikið upp úr persónulegum tengslum og vandaðri þjónustu. Hjá fyrirtækjaþjónustu Landsbankans leggjum við okkur fram við að koma til móts við þarfir fyrirtækja. Við horfum fram á veginn þegar kemur að viðskiptasamböndum og störfum með fyrirtækjum á ólíkum vaxtarskeiðum. Netbanki fyrirtækja er upp- lýsingaveita sem eykur yfir- sýn og auðveldar stjórnendum ákvarðanatöku. Við bjóðum upp á greinargóðar innheimtu- skýrslur, beintengingu við bókhaldskerfi og kortalausnir sem einfalda innkaup. Við bjóðum ýmsar gerðir rekstrarlána, ármögnum tækjakost, veitum árfestinga- lán og aðstoðum við ár- mögnun á verðbréfamarkaði. Við ávöxtum fé og bjóðum virka eignastýringu fyrir eignir fyrirtækisins. Fjármögnun og eignastýring Öflugar netlausnir Vönduð fyrir- tækjaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.