Bændablaðið - 01.11.2018, Page 2

Bændablaðið - 01.11.2018, Page 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 20182 Undanfarin misseri hefur talsvert borið á umræðu um lagaumgjörð eignarhalds á bújörðum, gjarnan í tengslum við kaup erlendra auðmanna á fjölda íslenskra jarða á undanförnum árum. Starfshópur um eignarhald á bújörðum hefur skilað skýrslu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem fram kemur að nauðsynlegt sé að tryggja efnahagsleg tengsl þeirra við Ísland, sem eiga bújarðir hér á landi. Einnig að tryggja tengsl eignar- halds á bújörðum við hlutaðeigandi byggðalög, svo og að bújarðir séu nýttar til landbúnaðar í þágu matvæla framleiðslu. Í skipunarbréfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var starfshópnum falið að bera kennsl á og gera tillögu um úrræði til að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum landsins. Var vinna starfshópsins nánar afmörkuð við þau úrræði sem væru til þess fallin að ná því markmiði og unnt væri að lögfesta í ábúðarlög og jarðalög. Hægt að ráðast í lagabreytingar til að ná markmiðunum Starfshópurinn telur fært að ráðast í lagabreytingar í því skyni að ná markmiðum skipunarbréfsins. Tillögur starfshópsins til ráðherra eru eftirfarandi: • Lögfesta búsetuskilyrði í ábúðarlög; skilyrði um byggingu lands í landbúnaðarnotum á þann veg að landeigandi eða ábúandi skuli hafa þar lögheimili (fasta búsetu), og/eða að lögfesta þar skilyrði um nýtingu lands í landbúnaðarnotum. • Lögfesta búsetuskilyrði í jarðalög; skilyrði um að einstaklingar sem öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir landi í landbúnaðarnotum skuli hafa lögheimili hér á landi eða hafi áður haft hér lögheimili um tilgreindan tíma, til dæmis fimm ár. • Lögfesta takmarkanir á stærð lands og/eða fjölda fasteigna (lands í landbúnaðarnotum) í jarðalög. • Að áskilnaður um fyrirfram samþykki hins opinbera fyrir aðilaskiptum að landi í landbúnaðarnotum verði lögfestur í jarðalögum. • Að víðtækari forkaupsréttur ábúenda og/eða bænda verði lögfestur í jarðalög. • Að verðstýringarheimild verði lögfest í jarðalög. • Að lögfest verði í jarðalög reglur um sameignarland til að treysta fyrirsvar og liðka fyrir ákvarðanatöku. • Að breyta reglum jarðalaga um stjórnsýslu við landskipti og lausn lands úr landbúnaðarnotum og skilgreina í lögum eða s t j ó r n v a l d s f y r i r m æ l u m hlutlæg viðmið í þágu slíkrar ákvarðanatöku. Í skýrslunni kemur fram að starfshópurinn hafi kannað eldri og gildandi ábúðarlög og jarðalög – auk löggjafar í Danmörku og Noregi – í því skyni að bera kennsl á þau úrræði sem væru til þess fallin að ná áðurgreindu markmiði og samræmdust jafnframt skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES- rétti. Hafði starfshópurinn meðal annars hliðsjón af leiðbeiningum sem Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hefur gefið út varðandi aðilaskipti og eignarhald á landbúnaðarlandi. Starfshópurinn leggur áherslu á að við val á takmörkunum og nánari útfærslu þeirra, til breytinga á jarðalögum nr. 81/2004 og ábúðarlögum nr. 80/2004, verði að gæta að sjónarmiðum um eignarréttarvernd og skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-rétti, svo og að takmarkanir taki til einstaklinga, lögaðila og raunverulegra eigenda þeirra. Starfshópurinn leggur einnig áherslu á að við útfærslu einstakra takmarkana þurfi að huga að því að tengja þær raunhæfum og virkum réttarúrræðum og eftirlitsheimildum. Nýr starfshópur til að meta lögmæti leiða Eftir að tillögum starfshópsins var skilað, gaf forsætisráðuneytið út tilkynningu um að í framhaldinu yrði nýr starfshópur skipaður um endurskoðun laga og reglna er varða eignarhald á landi og fasteignum. Meginmarkmið þeirrar endurskoðunar yrði að meta lögmæti mismunandi leiða til að setja almennar takmarkanir á stærð landareigna og/eða fjölda fasteigna sem einn og sami aðili, sem og tengdir aðilar, geta haft afnotarétt yfir. Þá er verkefni hópsins að skoða leiðir til að sporna gegn því að land í landbúnaðarafnotum sé tekið til annarra nota og tryggja að búseta á jörð haldist, ef ekki telst vera grundvöllur fyrir áframhaldandi landbúnaðarafnot, í því skyni að hamla gegn íbúafækkun og viðhalda byggð á viðkomandi svæði. Starfshópurinn mun vera skipaður fulltrúum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, dómsmálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra auk fulltrúa forsætisráðherra sem mun stýra vinnu hópsins /smh FRÉTTIR Skýrsla starfshóps um endurskoðun eignarhalds á bújörðum: Tengsl jarðaeigenda við Ísland og byggðalögin verði tryggð Tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt stefnir í að verða stærri en í Noregi sem er með 5,3 milljónir íbúa Noregur líkt og Ísland hefur samið um tollfrjálsa kvóta fyrir búvörur í ýmsum viðskipta- samningum. Löndunum tveim svipar um margt hvað varðar rekstrarumhverfi landbúnaðarins og tolla á búvörur. Nú stefnir tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt hins vegar í að verða stærri en til Noregs, sem er 15,5 sinnum fjölmennara ríki. Samkvæmt Norrænu ráðherra- nefndinni var íbúafjöldi Íslands árið 2017 338.349 manns en Noregs 5.258.317 manns, eða um það bil 15,5 sinnum fleiri en Íslendingar. Það er áhugavert að skoða magn tollfrjálsra kvóta fyrir búvörur í þessu ljósi í gagnkvæmum samningum landanna tveggja við ESB. Taflan sýnir annars vegar núgildandi tollfrjálsa kvóta inn til Noregs frá ESB og hins vegar til Íslands bæði fyrir gildistöku samningsins frá 2015 og í lok innleiðingar hans. Þarna sést greinilega að ekkert samband er á milli fólksfjölda og stærðar tollkvóta. Tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt stefnir jafnvel í að verða stærri en til Noregs, jafnvel þó ekki sé miðað við stærðarmismun þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum frá forstöðumanni Agri Analyse, norskrar rannsóknarstofnunar í landbúnaði, lætur nærri að innflutt nautakjöt sé um 16% af heildarneyslu í Noregi (árið 2017). Heildar innflutningskvótar (ESB, WTO og aðrir kvótar) fyrir nautakjöt eru 6.184, þar af 3.700 tonna nýir kvótar fyrir Namibíu og Botswana. Svínakjötskvótar nema alls um 2.500 tonnum, eða um 2% af heildarneyslu. Samsvarandi er kvóti fyrir alifuglakjöt alls 1.500 tonn, eða um 3% af norska markaðnum. Það er síðan einfalt reikningsdæmi að skoða þessar tölur í samhengi við íbúafjölda. /Erna Bjarnadóttir Ísland eftir innleiðingu Afurð Noregur** Ísland nú samnings* Alifuglakjöt 900 200 1.056 * Ísland að lokinni innleiðingu samingsins við ESB frá 2015 ESB kvóti í tonnum Tillögur starfshópsins um endurskoðun eignarhalds á bújörðum gera meðal annars ráð fyrir að landeigandi skuli hafa þar lögheimili (fasta búsetu) eða haft hér á landi um tilgreindan tíma og að lögfest verði skilyrði um nýtingu lands í landbúnaðarnotum. Mynd / smh Þögn um fund í ráðuneytinu Á þriðjudag fór fram fundur á vegum landbúnaðarráðherra sem snerist m.a. um framtíðarskipan stjórnsýslu landbúnaðarins. Á fundinn var stefnt fjölda fulltrúa ráðuneytisins auk stjórnar Bænda samtaka Íslands en trúnaður var tekinn af fundar- mönnum um það sem þar fór fram. Kristján Skarphéðinsson, ráðu- neytisstjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, vildi í samtali við Bændablaðið ekkert gefa upp um viðræður fundarmanna. Hann sagði einungis að þetta hafi verið góður fundur og að ýmislegt hafi þar verið rætt. Sem kunnugt er auglýsti ráðu- neytið eftir umsóknum fyrr á þessu ári um starf skrifstofustjóra landbúnaðarráðuneytisins. Alls sóttu 26 manns um starfið og tók hæfisnefnd til við að leggja mat á umsækjendur og skila Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra greinargerð um það mat. Í september var svo tilkynnt að hætt hafi verið við ráðninguna. Þótti sú ákvörðun mjög undarleg og mótmæltu Bændasamtök Íslands, ásamt fleiri félagasamtökum í landbúnaði og sveitarfélögum þessari ákvörðun. Samkvæmt heimildum Bænda- blaðsins kom ekkert fram á fundinum sem beinlínis útskýrði þessa ákvörðun landbúnaðarráðherra. Hins vegar hefur komið í umræð- um manna á milli á liðnum misserum að hugmyndir séu uppi um að steypa landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytunum saman í eitt matvælaráðuneyti. Ákvörðun ráðherra um að hætta við ráðningu skrifstofustjóra hefur m.a. verið tengd þessum vangaveltum. Ekkert hefur þó fengist staðfest í þeim efnum. /HKr. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fundaði á þriðjudag með stjórn BÍ og ráðuneytisfólki um framtíðarskipan stjórnsýslu landbúnaðarins.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.