Bændablaðið - 01.11.2018, Síða 18

Bændablaðið - 01.11.2018, Síða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 201818 „Á þessum merku tímamótum getum við svo sannarlega verið stolt af okkar félagi. Það hefur vaxið og dafnað í áranna rás og heilmargt sem við höfum afrekað undanfarna áratugi sem við njótum góðs af bæði í nútímanum og til framtíðar litið,“ segja þeir Björn Jóhann Jónsson, formaður Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri, og Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri þess, en Léttir fagnar 90 ára afmæli sínu með veglegri afmælishátíð um komandi helgi, dagana 2. til 4. nóvember. Stofndagur Léttis er 5. nóvember 1928 og er félagið þriðja elsta hestamannafélag landsins, Glaður í Dalasýslu var stofnaður fyrr á sama ári og Fákur í Reykjavík árið 1922. Fyrsti formaður þess var Pálmi Hannesson, síðar rektor Menntaskólans í Reykjavík. Um 500 félagsmenn Þeir Björn og Sigfús segja að strax í upphafi hafi félagið markað sér stefnu sem enn, 90 árum síðar, sé í heiðri höfð, þ.e. að Léttir sé hagsmunafélag og málsvari hestamanna á öllum sviðum. Hæst beri þar að hafa milligöngu um að útvega félagsmönnum beitarhaga fyrir hross sín, leggja og útvíkka reiðvegi út frá Akureyri, styðja við og efla hrossarækt sem og að koma upp völlum og góðri aðstöðu fyrir keppni í hestaíþróttum. „Það var mikill kraftur í starfsemi félagsins strax eftir stofnun og unnið að ýmsum málum sem til hagsbóta voru fyrir félagsmenn, en svo gerist það þegar áhrifa kreppunnar fór að gæta á fyrstu árum fjórða áratugarins þá lagðist félagið í dvala, en tók svo við sér með endurnýjuðum krafti þegar kom fram á fimmta áratuginn. Jón nokkur Geirsson, læknir á Akureyri, ásamt fleiri góðum mönnum átti stóran hlut í að endurreisa félagið. Það hefur allar götur síðan starfað af miklum krafti, félögum hefur fjölgað jafnt og þétt en félagsmenn eru um 500 talsins nú þegar við fögnum 90 ára afmælinu,“ segir Björn. „Á níu áratugum hefur auðvitað mikið breyst, bæði hvað varðar hestamennskuna sjálfa og eins líka alla umgjörð um hestinn,“ bætir Sigfús við. „Hér á árum áður var hestahald víða um bæinn, hér og hvar um Akureyri og ekkert sérstakt skipulag í gildi hvar slík hús mátti reisa, né heldur voru til staðar reglugerðir um hvaða skilyrði þau þurftu að uppfylla. Hesthús og eða kofar voru víða í bakgörðum íbúðarhúsa og afskaplega misjöfn að gæðum.“ Sigfús nefnir að fyrir 50 árum, árið 1968 hóf að rísa fyrsta eiginlega og skipulagða hesthúsabyggðin á Akureyri, á mýrunum ofan Miðhúsaklappa, á svæði sem í daglegu tali nefnist Breiðholt. Nú eru þar um 100 hesthús og þar eru haldin um 1500 hross á fóðrum yfir veturinn. Tíu árum síðar, 1978, var hafist handa við byggingu annars hesthúsahverfis, í Hlíðarholti í Lögmannshlíð, en þar eru um 20 hesthús sem rúma um það bil 350 hross. Þar er einnig keppnissvæði félagsins með hringvöllum, kynbóta- og kappreiðabraut. Árið 2008 reis á svæðinu reiðhöll, sú næststærsta á landinu í dag. Hlíðarholtssvæðið í heild sinni er glæsilegt mótssvæði og getur tekur við flestum af stærstu mótum sem haldin eru hér á landi. Þeir félagar Björn og Sigfús segja tilkomu reiðhallar fyrir áratug hafa breytt heilmiklu til batnaðar fyrir hestamennsku á Akureyri. Það er jafnan líf og fjör í höllinni, mótahald er umfangsmikið, um 20 mót haldin árlega auk námskeiða ýmiss konar, m.a. eru knapamerkjanámskeið haldin þar. Þá hafa fleiri notið góðs af reiðhöllinni, en námskeið fyrir hunda og sýningar eru þar af og til. Glæsilegur salur sem rúmar um 180 manns er á efri hæð og er hann sömuleiðis vel nýttur fyrir allra handa viðburði. Bættar samgöngur efst á óskalistanum „Því er ekki að neita að efst á óskalista okkar hestamanna er að Akureyrarbær gefi félaginu í afmælisgjöf lagfæringar á samgöngum að svæðinu og að ljúka við þau verkefni hér umhverfis svæðið sem enn hafa ekki verið kláruð, svo sem að malbika bílastæði við reiðhöllina,“ segja þeir. Vegurinn að hesthúsahverfinu við Hlíðarholt er afskaplega lélegur, þolir enga bleytu og verður þá oft og iðulega ófært upp í hverfið þegar veður er með þeim hætti. „Aðkoman að hverfinu getur verið skelfileg og ekki á hvers manns færi að komast þangað. Það er eitt af brýnustu verkefnunum sem við stöndum frammi fyrir að gera þarna verulega bragarbót á. Það má segja að reiðhöllin og sú starfsemi sem þar fer fram sé miðpunktur hestamennsku í Eyjafirði og renneríið er mikið, það er því afskaplega leiðinlegt að neyðast til að bjóða upp á þessar lélegu samgöngur.“ Hestamannafélagið Léttir hefur um árin lagt gjörva hönd á margt sem til hagsbóta er fyrir félagsmenn og segja þeir Björn og Sigfús að þó svo að félagið sé í aðra röndina öflugt íþróttafélag sinni það líka af kostgæfni hinum almenna félaga sem ekki endilega er í hestamennsku til að keppa og eða sýna. „Við sinnum öllum þáttum, hvort heldur sem er þessum íþróttatengdu eða hinum almennu en á því sviði höfum við sem dæmi látið vel til okkar taka þegar kemur að reiðvegamálum,“ segja þeir. HROSS&HESTAMENNSKA Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Hestamannafélagið Léttir á Akureyri fagnar 90 ára afmæli: Traustur bakhjarl, frábærir félagsmenn, miklar eignir og engar skuldir er gott veganesti til framtíðar Hestamannafélagið Léttir var fyrst hestamannafélaga á Íslandi til að taka upp félagsbúning, það gerðist árið 1974. Hér er höfðinginn Ingólfur Ármannsson fánaberi Léttismanna á landsmóti hestamanna á Vindheimamelum sama ár. Mynd / Léttir Björn Jóhann Jónsson, formaður Hestamannafélagsins Léttis, og Sigfús Ólafur Helgason framkvæmdastjóri í Mynd / Léttir

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.