Bændablaðið - 01.11.2018, Side 35

Bændablaðið - 01.11.2018, Side 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 2018 35 Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Marg i t l augu Umgjörð og gler Aflvélar ehf. • Vesturhrauni 3 • 210 Garðabær Sími: 480 0000 • aflvelar.is • sala@aflvelar.is Bylting í hreinlæti! i-mop XL - Gólfþvottavél sem auðveldar þrif, sparar tíma og léttir lífið. Hafðu samband og pantaðu kynningu fyrir þitt fyrirtæki Sjá nánar á: i-teamglobal.com Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG VERSLUN EHF 544-4656 - MHG.IS Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018 Aflvélar kynna öfluga norska snjóplóga fyrir hraða keyrslu Ægir Sævarsson hjá Aflvélum kynnti norska snjóblásara og plóga frá Tokvam á sýningunni Íslenskur landbúnaður 2018. Sagði hann þennan norska búnað henta mjög vel á Íslandi, enda þrautreyndur og jafnvel við erfiðari aðstæður en hér þekkjast og oft mun meira frost. Plógarnir sem Ægir kynnti voru af gerðinni Vigplog, en þeir eru framleiddir í þrem stærðum og heita VT280, VT320 og VT380. Vinnubreiddin á þeim öllum er breytileg frá 280 til 380 cm og kastlengdin mikil. Þótt plógarnir séu V laga er líka hægt að breyta skurði á vængjunum, þannig að þeir séu þverir. Slíka plóga má meðal annars sjá á íslenskum flugvöllum. „Það nýjasta hjá þeim eru snjóplógar með Farnell búnaði, en þeir eru einu plógarnir fyrir dráttarvélar sem heimilt er að nota í Noregi fyrir hraðakstur eða 50 km. Þeir eru með fljótandi beisli sem gerir það að engin hætta verður á að þeir stingist niður við misfellur á veginum, heldur lyftast þeir yfir þær og fylgja landslaginu. Snjóplógar sem ekki eru með svona búnað verða oft fyrir miklu höggi og skemma kantsteina og annað sem verður á vegi þeirra. Þá eru hraðahindranir mjög slæmar fyrir slíkan búnað, sem þessi nýi plógur ræður mun betur við. Þá gerir hallinn neðst á blaðinu það að verkum að snjórinn fer fyrr að velta þannig að höggið verður minna og notkun plógsins léttari.“ Ægir segir að Tokvam-plógar henti vel verktökum sem eru að ryðja snjó á mishæðóttum og holóttum íslenskum vegum á löngum vegalengdum. Plógurinn sem var til sýnis á sýningunni var þegar seldur, en hann keypti sveitarfélagið Árborg og var búið að setja hann á Valtra dráttarvél sveitarfélagsins. /HKr. Tokvam VT380 plógur sem beitt er með þversniði á akstursstefnu. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.