Bændablaðið - 01.11.2018, Qupperneq 41

Bændablaðið - 01.11.2018, Qupperneq 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 2018 41 Aðalfundur Samtaka Selabændaverður haldinn í Heklu 2. hæð, Hótel Sögu laugardaginn 10. nóvember 2018, kl. 9.Aðalfundur Æðarræktarfélagsins hefst kl. 11. Venjuleg aðalfundarstörf.Hin árlega rómaða selaveisla verður haldin í Haukahúsinu 10. nóvember n.k. Húsið opnar kl. 19. Fjölbreyttur matseðill að venju. Miðar verða seldir í veitingahúsinu Laugaási við Laugarásveg. Einnig er hægt að hafa samband við Ingibjörgu í síma 895-5808 sem mun sjá um miðana. Stjórnin. – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | | 20 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 7 0 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Gúmmíbelti - Fyrir smágröfur LESENDABÁS Nú verða bændur að stíga á svið og berjast: „Við stjórnmálamenn að eiga“ Loksins er það að gerast að mótmæli eru hafin vegna framkomu ríkisvaldsins gagnvart landbúnaðinum, þar má nefna Samband garðyrkjubænda, Samband sunnlenskra sveitar félaga, Búnaðarsamband Suðurlands og Hveragerðisbæ o.fl. Það er ekki spurning að málefni bænda og landbúnaðarins eru illa komin í ráðuneytinu og það á reyndar við um alla stjórnsýslu landbúnaðarins. Stjórn Auðhumlu skoraði á dögunum á Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra að endurskoða ákvörðun sína um að hætta við ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu matvæla og landbúnaðar í atvinnuvegavega- og nýsköpunar ráðuneytinu. Síðan sagði: „Fyrir um áratug var landbúnaði og sjávarútvegi skeytt saman undir einu ráðuneyti og það fylgdi jafnframt sögunni að þessi breyting yrði til þess fallin að styrkja stjórnsýsluumhverfi landbúnaðarins. Raunin varð önnur og hefur sá mannauður sem hafði góða þekkingu á landbúnaði nánast þurrkast út í ráðuneytinu. Nú þarf að blása til sóknar því að verkefnin á sviði landbúnaðar eru mörg og mikilvæg og skipta máli fyrir framtíð landbúnaðarins á Íslandi. Það verður ekki gert með því að leggja þau í skrifstofu alþjóðamála.“ Svo mörg voru þau orð en athyglisvert þetta með að þessi breyting átti að styrkja stjórnsýsluumhverfi landbúnaðarins og nú er enginn sérfræðingur eða sérmenntaður maður þar starfandi á sviði landbúnaðarins. Og öll stjórnsýsla og undirstofnanir sem heyrðu til landbúnaðarmála sundurhöggnar hér og þar, úrbeinaðar eða komnar undir MAST, eftirlitsstofnun ríkisins, trúlega brot á lögum, jafnvel stjórnarskrá. Að auki situr ráðuneytisstjórinn í ráðuneytinu bullandi sveittur með tvo ráðherra í fanginu, stundum hvor úr sínum flokknum, sokkinn í verkefnum. Kristján Þór Júlíusson var að henda starfi Ólafs Friðrikssonar í alþjóðlegan fulltrúa. Búvöru- samningar og tollamál og allt sem heyrði undir Ólaf nú vistað í alþjóðadeildinni? Af hverju fór Ólafur ekki með verkefnin með sér í rassvasanum til Brussel? Þaðan koma kröfurnar sem hafa ýtt landbúnaðinum út. Allt sagt og fyrir séð hvernig fara mundi þegar 2007 en það skal viðurkennt að staðan er miklu verri og hættulegri en nokkrum gat dottið í hug. Nú blasir t.d. við að Alþjóða- heilbrigðisstofnunin segir að mesta vá mannkynsins sé lyfjanotkun í landbúnaði og sýklalyfjaóþol. Hér gera alls konar menn lítið úr hættunni sem af þessu stafar. Ásókn ESB-landa er mikil að koma af sér úrgangi, þar með talið hænsna- og svínaskít, Hollendingar munu hafa beðið Íslendinga að dreifa sínum skít á sanda og mela hér, verður það kannski leyft? Skyldu stráin við Braggann í Reykjavík frá Danmörku t.d. hafa fengið leyfi frá MAST? Mold getur flutt með sér margt eitrað sem ekki er til í íslenskri náttúru. Bændur vita ekki um vinsældir og styrk sinn Bændur vita ekki hversu vinsælir þeir eru með þjóð sinni sem stétt eða einyrkjar hringinn í kringum landið með fjölskyldubú eða sem matvælaframleiðendur. Það kom best í ljós á nýafstaðinni Landbúnaðarsýningu í Laugardals- höllinni. Þar hitti ég Ólaf M. Jóhannesson sýningarstjóra og spurði svo: „Hvað heldurðu að komi margir gestir yfir helgina?“ „Ja, svona 25–30 þúsund gestir,“sagði hann. Nei, það komu hátt í eitt hundrað þúsund gestir og var algert met á eina sýningu og er þá sjávarútvegur og iðnaður talinn með. RÚV sniðgekk t.d. þessa stærstu sýningu allra tíma, sagði ekki frá henni, en þrír fréttatímar fóru í heræfingar í Þjórsárdal. Stjórnmálamenn sýndu upphafi sýningarinnar heldur engan sóma, þar var aðeins einn þingmaður mættur, enginn ráðherra. Yfirlýsing Auðhumlu er nefnilega tímamótayfirlýsing, bændur eiga að krefjast þess að landbúnaðurinn njóti virðingar, það er hættulegt að vanvirða þann atvinnuveg sem að mestu framleiðir matvælin, það gerir engin þjóð. ESB-þjóðir efla og styrkja alla sína umgjörð vegna baráttu við sjúkdóma og mengun. Við eigum að efla okkar varnir og varðstöðu vegna þess að engin þjóð býr við jafn góð og heilnæm matvæli eða jafn gott heilbrigðisástand búfjárstofna og jarðvegurinn ómengaður af eiturefnum. Landbúnaðurinn - matvæla- framleiðslan er brothætt egg en þar liggur fjöregg þjóðarinnar. Bændur, fylgið þessum ályktunum eftir með drenglyndi og festu, ég trúi að í stjórnmálaflokkunum sé vilji til að taka málin til gagngerrar endurskoðunar. Það getur ekki verið að allir þeir sem gegnt hafa störfum landbúnaðarráðherra frá 2007 hafi viljað fara svona með öryggisnetið eða félagskerfi bændanna. Vert er að minnast þess að Jón Bjarnason ráðherra stóð gegn matvælalöggjöf ESB og aðildarumsókn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að Evrópusambandinu og allri eftirgjöf á tollalöggjöfinni. Honum var vikið úr ríkisstjórninni, eins og menn muna, en barátta hans vakti athygli. Ég verð að setja þessa þróun á embættismenn sem leitt hafa ráðherrana hvern af öðrum þessa götu. Ég trúi að í öllum flokkum sé fólk sem vill sjá landbúnaðinn sterkan og getur hugsað sér að endurbæta að mínu viti afglöp frá liðnum tíma. Þjóðin stendur með ykkur, bændur, sýningin staðfesti það. Hér ætti að setja í lög að allar landbúnaðarafurðir sem fluttar eru inn eða neytt í landinu skuli framleiddar á sjálfbæran hátt og vottaðar á grundvelli gæða, hollustu og hreinleika, umhverfis- og dýraverndar. Bændur og stuðningsmenn bænda, látið nú stjórnmálamenn ekki í friði eða leiðtoga flokkanna, látið þá finna fyrir ykkur. Setjist jafnframt niður og skrifið stefnuna sem þið getið sameinast um í klöpp, ekki sand, hvert skuli halda og hvað beri að gera. Hafið neytendur með ykkur og hugsjónafólk. Með ykkur stendur megnið af fólkinu í landinu. Þetta kostar baráttu en þolir enga bið, landbúnaðarins vegna. Fjöreggið er brákað en ekki brotið. Guðni Ágústsson, fyrrum landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.