Bændablaðið - 01.11.2018, Page 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 201850
Á útgáfudegi Bændablaðsins
þessa vikuna, fimmtudaginn
1. nóvember kl. 19.30, verður
opnuð í Hallsteinssal í Safnahúsi
Borgarfjarðar sögusýning um
Hvítárbrúna við Ferjukot, en
vígsla hennar fer fram þennan
sama dag árið 1928.
Um er að ræða veggspjalda-
sýningu með fróðleik um ýmislegt
tengt brúnni og byggingu hennar
á sínum tíma. „Hvítá í Borgarfirði
er með straumharðari vatnsföllum
á Íslandi og brú yfir hana á sínum
tíma skipti sköpum í samgöngum,
bæði innan héraðs í Borgarfirði og
á leiðinni norður í land. Hönnun
brúarinnar og smíði voru afrek
miðað við þá verktækni sem þá
var til staðar og hún þykir með
fallegri mannvirkjum“, segir
í fréttatilkynningu um 90 ára
vígsluafmælið. Sýningarstjóri er
Helgi Bjarnason frá Laugalandi í
Stafholtstungum.
Heiður Hörn Hjartardóttir er
hönnuður sýningarinnar, sem er
hluti af dagskrá Menningararfsárs
Evrópu 2018 og unnin í samvinnu
við Minjastofnun Íslands og
Vegagerðina.
Verkefnið er helgað minningu
Þorkels Fjeldsted, fyrrum bónda í
Ferjukoti sem lést fyrir aldur fram
árið 2014.
/MHH
LESENDABÁS
Að snúa orsök yfir í lausn
Nú hefur ríkisstjórn Íslands sett
af stað aðgerðaráætlun í lofts-
lagsmálum. Tilgangurinn er að
koma böndum á gróður húsa-
lofttegundir (GHL) sem hér sleppa
út í andrúmsloftið vegna atferla
mannsins og annara ástæðna,
en þær eru taldar ábyrgar fyrir
hlýnun andrúms loftsins á jörðinni.
Fram kemur í aðgerðaráætluninni
að landbúnaður sé ábyrgur fyrir
allt að 12,9% útsleppingu á GHL
hér á landi. Losunin er að mestu
talin vera frá tilbúnum áburði og
búfjáráburði og frá iðragerjun í
jórturdýrum.
Í aðgerðaráætlun eru tilgreind
nokkur atriði sem skipta máli
(fyrir utan skógrækt og endurheimt
votlendis) til þess að árangur náist í
minnkun GHL frá landbúnaði.
Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir
samstarfi við sauðfjárbændur um
kolefnisbindingu, þá er lagður til
urðunarskattur og bann við urðun
lífræns úrgangs og minni notkun
tilbúins áburðar og bætta meðferð
búfjáráburðar. Allt eru þetta góð
og gild markmið og ber að fagna
þeim. Undirritaður hefði þó viljað
sjá markvissari tillögur í þá átt
að laga íslenskan landbúnað að
lífrænum landbúnaðarháttum, en í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
er einmitt lagt til eftirfarandi: „að
ráðist verði í aðgerðir til að þróa
lífhagkerfið enn frekar, leitað
verði grænna lausna og aðferða
til að draga úr umhverfisáhrifum
matvælaframleiðslu með hvötum og
stuðningi sem miði meðal annars
að kolefnisjöfnun greinarinnar.
Að efla þurfi sérstaklega lífrænan
landbúnað.“ (Tilvitnun lokið)
Lífræn ræktun getur bundið
mikinn koltvísýring
Rannsóknir hafa leitt í ljós að
lífræn ræktun getur bundið allt að
3,596.6 kg af koltvísýring (CO2) á
ári á hektara og sett það í jörðina í
formi kolefnis.1). Með því að þróa
allan íslenskan landbúnaði yfir í
lífrænt getum við snúið orsök yfir
í það að vera lausn á vandamáli. Í
staðinn fyrir að losa GHL,förum við
að binda meira GHL en við losum.
Ný rannsókn frá The Organic
Center og Northeastern University
í Bandaríkjunum sýna að lífræn
ræktun bindur meira kolefni í
jarðvegi en hefðbundin ræktun.
Ástæðan virðist vera sú að í
hefðbundnum landbúnaði þar
sem notaður er tilbúinn kemiskur
áburður við ræktun virðist sem
jarðvegur tapi eiginleikum sýnum til
að binda og geyma koltvísýring sem
tekin er úr andrúmslofti. Og það sem
verra er. Lífrænt kolefni í jarðvegi
virðist minnka með árunum, en án
lífræns kolefnis í jarðvegi verður
ekki ræktað meir. Niðurstöðurnar
eru byggðar á einni af stærstu
rannsókn á þessu sviði sem gerð
hefur verið. Ein mikilvægasta
niðurstaða hennar er sú að lífrænir
bæir hafa að meðaltali 44% hærra
magn af humic sýru í jarðvegi – en
hefðbundinn jarðvegur. Humic –
sýra er ábyrg fyrir þeim eiginleika
í jarðvegi að geta bundið og geymt
kolefni til lengri tíma.
Rannsóknin leiddi í ljós að að
jafnaði hafði jarðvegur frá lífrænum
býlum:
• 13 prósent meira af lífrænu efni
í jarðvegi
• 150 prósent meira af fulvic sýru
• 44 prósent meira af humic sýru
• 26 prósent meiri möguleika fyrir
langtíma bindingu á kolefni sem
tekið er úr andrúmslofti. 2).
Hér liggja miklir möguleikar.
Nú stendur yfir endurskoðun á
búfjársamningum í sauðfé og
nautgriparækt. Það er því tækifæri
nú til að koma að nýrri hugsun hér
á landi sem miði að því að koma
á sjálfbærum landbúnaði sem
raunverulegri lausn á þeim GHL sem
nú losna út í andrúmsloftið vegna
landbúnaðar.
Mikillar tregðu virðist þó gæta
meðal bænda um að gangast undir
reglur lífrænnar vottunar. Það kann
því að vera nauðsynlegt að bjóða
bændum upp á annan valkost
sem leið að sjálfbærum búskap til
að einhver árangur náist í minni
losun og meiri bindingu GHL frá
landbúnaði.
Byrja mætti á því að bjóða bændum
upp á samning við Bændasamtök,
ríkið eða Rannsóknarmiðstöð
landbúnaðarins til næstu t.d.12 ára
um bindingu kolefnis á sínum búum.
Samningurinn fæli það í sér að allri
notkun á tilbúnum áburði og öðrum
eiturefnum verði hætt á næstu 12
árum. Á þeim tíma verði öll tún
endurræktuð, sett í þau skeljasandur
eftir þörfum og smára og grasfræi
sáð. Enginn tilbúinn áburður verði
notaður eftir endurræktun. Sérstakur
grænn styrkur verði greiddur á
alla endurræktun sem fæli í sér
áðurnefnd atriði.
Slíkur samningur gæti falið í sér
fleiri græna styrki. Niðurfelling á
búfjáráburði við dreifingu á tún er
mikilvægur liður í því að minnka
losun á GHL. Niðurfelling eykur
einnig áburðargildi búfjáráburðar.
Eðlilegt væri að veita bændum græna
styrki til kaupa á slíkri tækni. Þá þarf
að huga að því að bændur hafi nægt
geymslupláss fyrir búfjáráburð allan
veturinn svo að dreyfing geti farið
fram að vori.
Minna kornhlutfall, minni losun
Minna hlutfall korns í fóðri minnkar
losun GHL. Umbuna mætti bændum
sem gefa minna korn, sérstaklega
innfluttu korni, en meira hey eða
það sem væri allra best meira gras,
en góð beitarstjórnun á grasbítum
bindur mikið kolefni. Þannig mætti
t.d. umbuna sauðfjárbóndanum sem
hefði aðstöðu til að taka allt sitt fé af
uppblásnum afréttinum og komi sér
upp góðri aðstöðu til beitarstjórnunar
í heimahögum. Góð beitarstjórnun
jafngildir bindingu á kolefni eins og
í skógi í góðum vexti ef marka má
erlendar rannsóknir. 3),4).
Bann við förgun á lífrænum
úrgangi er hluti af aðgerðaráætlun
ríkisstjórnar og að lífrænum úrgangi
verði breytt í áburð. Það er mjög
áhugavert og rökrétt. Við moltun
(safnhaugagerð) á einu tonni af
lífrænum úrgangi binst um 272 kg af
CO2 úr andrúmlofti svo þarna er til
mikils að vinna. 5) Það er algjörlega
nauðsynlegt að koma þessum áburði
aftur inn í næringarefnahringrásina.
Þetta efni gæti nýst þeim bændum
sem hætta að nota tilbúinn áburð. Til
að örva þessa þróun, þ.e. nýtingu á
lifrænum úrgangi, þyrftu að koma til
grænir styrkir svo sem til að koma
upp aðgerðarsvæði fyrir moltun
með tilheyrandi affallsbúnaði
(gryfju). Þeir gætu nýst bændum,
verktökum og eða sveitarfélögum.
Þá mætti styrkja kaup á vélbúnaði
til moltugerðar.
Greining nauðsynleg
Nauðsynlegt er að fara í greiningu
á því hvar þessi lífræni úrgangur
liggur, magn hans og eðli og gera
áætlanir um það hvar þessum lífræna
úrgangi væri best fyrir komið
með tilliti til uppruna, úrvinnslu,
áburðargildis og bindingu kolefnis.
Það væri svo eðlilegt að lífrænir
bændur og þeir sem gangast undir
lífræna vottun hefðu sama aðgang
að grænum greiðslum og þeir sem
gera samning um sjálfbæran búskap
(Kolefnissamning).
Margir eru áhugasamir um
endurheimt votlendis. Undirritaður
vill vara við því að menn gerist of
ákafir í því efni. Bændur sem hætta
að nota tilbúinn áburð kunna að
þurfa meira land þegar til framtíðar
er litið. Menn skyldu því skoða þessi
mál út frá því sjónarmiði. Þornuð
og vel gróin mýri er sennilega farin
að binda mikið til baka það kolefni
sem fyrir löngu tapaðist, sérstaklega
sé hún nýtt til beitar. Hins vegar er
dýrmætt að endurheimta sef og
tjarnir fyrir fuglalífið þar sem það
hentar.
Kristján Oddsson
Höfundur er bóndi í lífrænni
mjólkurframleiðslu.
Heimildir:
1)https://grist.files.wordpress.
com/2009/06/rodale_research_
paper-07_30_08.pdf1.LaSalle
T and Hepperly P (2008).
Regenerative organic farming: A
solution to global warming. The
Rodale Institute, Kutztown, PA,
USA.
2)ht tps: / /doi .org/10.1016/
bs.agron.2017.07.004
3) Machmuller MB, Kramer MG,
Cyle TK, Hill N, Hancock D &
Thompson A (2014) Emerging
land use practices rapidly
increase soil organic matter,
Nature Communications 6, Article
number: 6995 doi:10.1038/
ncomms7995, Received 21 June
2014 Accepted 20 March 2015
Published 30 April 2015
4) Fliessbach et al 1999,Tong et
al 2014
5) Niles, Meredith. “ Sustainable
Soils: Reducing, Mitigating, and
Adapting to Climate Change with
Organic Agriculture.” Sustainable
Development Law & Policy, Fall
2008, 19-23, 68-69
Kristján Oddsson.
Fréttir úr miðbæ Reykjavíkur
herma að þar sé verið að
byggja einhverjar ofuríbúðir og
lúxusverslanir. Ekki nóg með
það. Heldur ofur bílakjallara
undir strætum og torgum, þar
sem gætir sjávarfalla.
Margrét Kristín Blöndal,
formaður Leigjendasamtakanna,
segir að ástandið í leigumálum
hafi aldrei verið verra. Það sé
hreint út sagt skelfilegt. Bíllinn
er náttúrlega númer 1, 2 og 3. Og
forsætisráðherrann okkar horfir
á út um gluggann hjá sér. Og er
ekki borgarstjórinn þarna handan
við húshornið?
Þingeyrarakademíunni
finnst nú eiginlega nóg komið af
bílakjöllurum, verslunarhúsnæði
og hótelum. En við verðum
að byggja hentugar íbúðir yfir
lifandi fólk sem er nánast á
götunni. En hótel skal byggja á
kirkjugarðinum. Það segir sig
sjálft. Þá er vitleysan fullkomnuð.
Íslensk stjórnsýsla er því miður
oft algjörlega úti að aka og
virðist vera að hruni komin. Það
skyldi þó ekki vera að margir
sem stjórna þar á bæ séu orðnir
skaðmenntaðir?
Við flytjum inn erlenda
verkamenn í stórum stíl.
Fjöldi þeirra eru látnir
þræla á smánarlaunum og
búa við hörmungar. Margir
atvinnuveitendur þeirra stela af
þeim öllu steini léttara. Hvað
margir þeirra skyldu hafa fellt
blóð, svita og tár við umrædda
bílakjallara og snobbhýsi beint
fyrir framan nefið á stjórnvöldum
landsins?
Við leyfum okkur að minna á
orð Stefáns Karls heitins leikara:
Dustum vitleysuna burt!
„Stundum held ég að því
lengur sem menn eru í námi
því meira eru þeir úti á þekju,“
segir svo þingmaðurinn Brynjar
Níelsson.
Þingeyrarakademían
Þingeyrarakademían er stór
hópur spekinga á öllum aldri
sem stundar morgunsund og
heita pottinn á Þingeyri. Þar
eru ýmiss konar innanlands- og
heimsvandamál rædd og jafnvel
leyst. Þingeyrarakademían
kemur til dyranna eins og hún
er klædd.
Stjórnsýslan:
Er þetta lið orðið
skaðmenntað?
Þingeyri við Dýrafjörð. Mynd / HKr.
Hvítárbrú er orðin 90 ára. Opnuð hefur verið sýning um brúna
í Safnahúsinu í Borgarnesi. Sýningin stendur til 12. mars 2019 og
verður opin kl. 13.00–18.00 virka daga eða eftir samkomulagi. Ókeypis
aðgangur. Mynd / Guðrún Jónsdóttir
90 ára vígsluafmæli Hvítarbrúar
við Ferjukot í Borgarfirði