Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 1
24 14. tölublað 2018 ▯ Fimmtudagur 19. júlí ▯ Blað nr. 519 ▯ 24. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Sauðfjárbændur eru uggandi um sinn hag þar sem fá svör virðast liggja fyrir um verð á afurðum þeirra í haust. Norðlenska gaf snemma í sumar út verðskrá fyrir sauðfjárinnlegg fyrir komandi haust. Þar er um að ræða lágmarksverð en verði afkoma með þeim hætti að unnt sé að greiða uppbætur á útgefna verðskrá verður það gert líkt og gert hefur verið á innlegg frá árinu 2017. Norðlenska hefur í tvígang greitt bændum um 3% uppbót eftir sláturtíð. „Við förum að vinna í því máli hvað úr hverju,“ segir Eiður Gunnlaugsson, stjórnarformaður Kjarnafæðis, sem á SAH-Afurðir á Blönduósi, en hann gerir ekki ráð fyrir að verðskrá félagsins verði tilbúin fyrr en í ágúst. Steinþór Skúlason, framkvæmda- tjóri SS, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvenær félagið birti sína verðskrá, „en ég á von á því að það verði seinni hlutann í ágúst,“ segir hann. Steinþór segir að fyrir liggi sú stefna félagsins að greiða samkeppnishæft verð miðað við aðra sláturleyfishafa. Ágúst Andrésson, forstöðumað- ur hjá KS, segir að fyrirtækið muni gefa út verð þegar eitthvað fréttist af niðurstöðum endurskoðunarnefndar búvörusamninga. „Meðan óvissa ríkir þá hinkrum við aðeins leng- ur með að gefa út verðskrá,“ segir Ágúst. /MÞÞ – Sjá nánar á bls. 2. Vandræðagangur á Íslandi og hræðsla við ESB gerir kaup auðmanna á jörðum og miklum landsvæðum stórundarleg: Í Danmörku fær enginn að kaupa jörð nema hafa þar sjálfur fasta búsetu – Væntanlegir kaupendur verða auk þess að geta sýnt fram á að hafa haft búsetu í Danmörku í fimm ár áður en kaup eru gerð Kaup erlendra auðmanna á jörðum víða um land hefur valdið áhyggjum og miklum umræðum. Kveikjan var viðtal Bændablaðsins nýverið við Jóhannes Sigfússon, bónda á Gunnarsstöðum í Þistil- firði, en hann gagnrýndi þar harðlega linkind Íslendinga í þessum málum. Íslensk stjórnvöld hafa greinilega verið afskaplega lin við að setja skorður við kaup útlendinga á fasteignum og jörðum á Íslandi. Skýla menn sér þar á bak við kröfur og reglugerðir Evrópusambandsins og EES, og virðast um leið ganga mun lengra í þeim efnum en sum aðildarríki ESB. Hafa stjórnvöld látið m.a. nema úr gildi reglugerð sem átti að hemja slík kaup. Var það gert vegna ótta við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, sem gerði þó ekki annað en efast um lögmæti reglugerðarinnar. Danir standa fast á sínum rétti Þrátt fyrir að Danir séu hluti af Evrópusambandinu þá hafa þeir sett ströng skilyrði fyrir kaupum á bújörðum þar í landi. Um þetta kerfi er ritað á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar. Þar kemur fram að kaupandi þurfi að vera búsettur í Danmörku, eða hafa verið búsettur í Danmörku í samtals 5 ár, samfellt eða samanlagt á fleiri tímabilum megi hann kaupa heilsárshúsnæði án sérstaks leyfis frá danska dómsmálaráðuneytinu. Það er skýrt tekið fram að hver sá sem kaupir bújörð í Danmörku, skal hafa fasta búsetu á viðkomandi jörð. Þannig er komið í veg fyrir að eignarhald jarða sé fært yfir á fáar hendur. Regluverki breytt en breytingar síðan afturkallaðar Árið 2013 setti þáverandi innanríkis- ráðherra, Ögmundur Jónasson, reglugerð sem fól í sér takmarkanir á eignarhaldi erlendra aðila á jörðum hér á landi. Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem skömmu síðar tók við embætti innanríkisráðherra, felldi reglugerðina úr gildi. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafði áður gert athugasemdir við setningu reglugerðarinnar og dró lögmæti hennar í efa. Stofnunin taldi að reglugerðin væri ekki í samræmi við 40. gr. EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns og búsetutilskipun ESB. Engar fregnir hafa hins vegar verið um að Danir hafi þurft að bakka með sínar reglur að kröfu ESA varðandi ströng skilyrði um kaup útlendinga á jörðum þar í landi. Það sama gangi yfir alla Árið 2017 var settur á fót starfshópur af þáverandi landbúnaðarráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni, til að endurskoða lög um kaup erlendra aðila á bújörðum. Þó að nefndin hafi ekki skilað lokaniðurstöðu segist Einar Ófeigur Björnsson, fulltrúi Bændasamtakanna í nefndinni, leggja áherslu á að ræktunarland sé ekki tekið undir aðra starfsemi. Það eigi við um byggingar, golfvelli, vegi og fleira. Hann, og stjórn BÍ, vilji fyrst og fremst stuðla að því að það sé ábúð á sem flestum jörðum og þar sé stunduð einhvers konar starfsemi sem kallar á að fólk sé á staðnum sem tekur þátt í samfélaginu á svæðinu. Taka þurfi á þeim málum á sviði sveitarstjórna. Ekki sé hægt að setja sérreglur um þá sem eru aðilar að EES og því verði sömu reglur að gilda fyrir alla, sama hvort þeir eru Íslendingar, Evrópubúar eða búa í öðrum heimsálfum. /BR/HKr. – Sjá nánar á bls. 4 Evrópusambandsríkið Danmörk virðist mun harðara í að standa á sínum rétti gagnvart ESB en Ísland sem á þar ekki aðild. Óvissa um afurðaverð Heyskapur er hávísindaleg vinna 28 Konur í landbúnaði í 100 ár 32–33 Vakrir gæðingar á Landsmóti hestamanna Þessi mynd var tekin af heyskap við Ketubjörg á Skaga í síðustu viku. Hefur heyskapur gengið með ágætum víðast norðanlands öfugt við glímu bænda á vestan- og sunnanverðu landinu við mikla bleytutíð. Þá hafa miklir þurrkar á Austurlandi sums staðar orsakað mjög rýra uppskeru. Mynd /HKr. Pálína Axelsdóttir Njarðvík heldur úti síðu á Instagram undir heitinu #Farmlifeiceland þar sem hún sýnir frá daglegu amstri á bænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Instagram-síða hennar hefur slegið í gegn og rúmlega 34 þúsund manns fylgjast með reglulega. Hér er Pálína ásamt kindinni Skoppu og hvolpinum Kvísl, en hún er nefnd í höfuðið á Innri-Múlakvísl í Þjórsárverum. –Sjá nánar á bls. 10. Mynd / #FarmlifeIceland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.