Bændablaðið - 19.07.2018, Qupperneq 28

Bændablaðið - 19.07.2018, Qupperneq 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 201828 Bókin Íslenskir heyskaparhættir er komin út eftir rúmlega 50 ára meðgöngu: „Heyskapur er ekkert annað en hávísindaleg vinna“ – segir Bjarni Guðmundsson, fræðimaður á Hvanneyri Ný bók um íslenska heyskap- arhætti er komin úr smiðju Bjarna Guðmundssonar á Hvanneyri. Bjarni hefur verið iðinn við kol- ann í bókarskrifum síðustu ár en samhliða kennslu við LbhÍ og störfum fyrir Landbúnaðarsafn Íslands hefur hann gefið út bækur sem allar tengjast íslenskri land- búnaðarsögu. Árið 2015 gaf Bjarni út „Íslenska sláttuhætti“ en með nýju bókinni kveðst Bjarni vilja kasta ljósi á þær miklu tæknibreytingar og framfarir sem orðið hafa við verkun, með- ferð og geymslu heysins á síðustu áratugum. Bjarni er hættur kennslu fyrir nokkru og stjórnartaumarnir á Landbúnaðarsafninu eru komnir í hendur annarra. Hann segist hafa gengið með hugmyndina að bókinni í maganum í rúm fimmtíu ár. Bændur nýta sér tæknina Bjarni segir að áhugi hans á sögu og verklegum þjóðháttum reki hann áfram við bókarskrifin. „Ég hef fengist við heyskap frá barnæsku og síðar við kennslu og rannsóknir á því sviði. Þegar maður horfir upp á hvað miklar breytingar hafa orðið fannst mér að maður ætti ekki bara að grúfa sig ofan í gamla tímann og fjalla um hrífur og reipi heldur líka að skoða það sem hefur gerst síðar á 20. öldinni. Á þeim tíma tóku bændur tæknina í sína þjónustu, losuðu um mikið vinnuafl og léttu sjálfum sér og fólki sínu störfin í leiðinni. Það má í raun segja að oft hafi heyskapur verið ok þjóðarinnar frá tólftu viku sumars og fram að göngum!“ segir Bjarni sem leggur á það áherslu að með bókinni komi skýrt fram hvað bændur hafa lagt af mörkum til þess að svara kalli tímans. „Bændur hafa hagrætt mikið í gegnum árin og komið til móts við þær kröfur sem samfélagið gerir, t.d. um nýtingu vinnuafls og lægri kostnað við framleiðsluna.“ Gæði umfram magn Bjarni segir að íslenskir bændur hafi um margt gert vel í heyöflun í gegnum tíðina. „Um miðbik síð- ustu aldar vorum við mjög upp- tekin af magni. Við vorum brennd af gömlum minningum um að verða heylaus sem var ein sú mesta hneisa sem menn gátu orðið sér úti um. Síðan kemur þessi gríðarlega fram- leiðsluaukning á sjötta og sjöunda áratugnum með auknum vélakosti og áherslum í ræktun. Framfarir verða miklar í efnagreiningartækni á heyi á sjöunda áratugnum sem gera bændum kleift að meta fóðurgildið með mun nákvæmari hætti en áður. Þá fer í raun af stað sú bylgja sem verður til þess að breyta viðhorfi manna til heysins, úr magni og til gæða. Menn eru að afla heys til til- tekinna fóðurþarfa og eru ákaflega uppteknir af sláttutíma og þroska- stigi, meðferð og vali grastegunda. Fóðurkröfurnar eru orðnar miklar og heyskapur er því ekkert annað en hávísindaleg vinna,“ segir Bjarni. Bókin er komin í dreifingu Íslenskir heyskaparhættir er gefin út af bókaútgáfunni Opnu í sam- vinnu við Hið íslenska bókmennta- félag sem sér um dreifingu, bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum. Verkið naut stuðnings frá Miðstöð íslenskra bókmennta og ýmsum fyrirtækjum sem starfa innan land- búnaðarins. /TB Bjarni Guðmundsson kynnti bókina „Íslenskir heyskaparhættir“ á Hvanneyrarhátíð á dögunum í hópi kaupakvenna. Frá vinstri: Ástríður Guðmundsdóttir, Telma Sól Ísgeirsdóttir, Sólrún Halla Bjarnadóttir, Bjarni Guðmundsson, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Hafdís Ósk Jónsdóttir og Kristín Jónsdóttir. Mynd / Ásdís Helga Bjarnadóttir Bjarni áritaði fyrstu eintökin á Hvanneyrarhátíð 7. júlí. Skagamaðurinn Ingimar Magnússon fornvélaáhugamaður bíður eftir sinni bók. Mynd /TB 1963: Magnús Sigsteinsson snýr heyi með fjölfætlunni Fahr KH4. Faðir hans, Sigsteinn Pálsson bóndi, sá með hrífuna, fylgist með vinnubrögðunum við þriðja mann. hlaða ...“ eins og segir í kvæði Árna G. Eylands. Þarna eru frá vinstri Árni S. Mathiesen og bræðurnir Kolbeinn og Andrés Magnússynir.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.