Bændablaðið - 19.07.2018, Side 32

Bændablaðið - 19.07.2018, Side 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 201832 Sérsýning í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri: Konur í landbúnaði í 100 ár Sýningin „Konur í landbúnaði í 100 ár“ var opnuð á fjósloftinu í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyrarhátíð laugardaginn 7. júlí. Kveikjan að sýningunni var að á haustdögum 2017 voru auglýstir styrkir til verkefna vegna 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Landbúnaðarsafn Íslands sótti um og hlaut styrk til þess að setja upp sýningu um konur í landbúnaði í 100 ár. Sýninguna prýðir fjöldi mynda af konum við ýmis störf í landbúnaði sem er bæði fróðlegt og skemmtilegt að skoða. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands, segir að nokkrar hugmyndir um sérsýningu hafi kviknað í tengslum við fullveldisafmælið. „Fljótlega var það hugmyndin um konur í landbúnaði í 100 ár sem þróaðist áfram. Ástæða þess var ekki síst að Kvenfélagið 19. júní, sem starfar í Andakíl og Skorradal, verður 80 ára á árinu 2018 og því var því velt upp hvort þessir tveir aðilar gætu ekki unnið saman að þessu verkefni. Það var síðan á fundi hjá Kvenfélaginu sem hugmyndin var borin upp og samþykkt. Jafnframt kom Landbúnaðarháskóli Íslands að undirbúningi. Þetta verkefni fékk styrk úr Fullveldissjóði, sem við erum mjög stoltar af, og gerði okkur kleift að gera alvöru úr þessu verkefni.“ Konur ekki sýnilegar út á við Ragnhildur Helga segir að konur í landbúnaði hafi lengst af ekki verið sýnilegar út á við, þótt flestir viti að í raun hefur landbúnaður byggst á mikilli vinnu bæði karla og kvenna. „Því fannst okkur rétt að skoða í hverju störf kvenna í landbúnaði hafa falist, hvernig verkaskipting er og hefur verið á milli kvenna og karla og ekki síður að skoða þær breytingar sem orðið hafa á síðustu 100 árum,“ segir hún. Í vetur var myndaður hópur sem stýrði verkefninu og var Anna Heiða Baldursdóttir, doktorsnemi í sagnfræði, ráðin sem sýningar- stjóri, auk þess sem Þórunn Edda Bjarnadóttir var fengin að verkinu sem sýningarhönnuður. „Tekin voru viðtöl við þó nokkrar konur á öllum aldri, sem búsettar eru í Borgarfirði; elsta konan er meira en 100 ára en sú yngsta liðlega tvítug. Með þessari aldursdreifingu vildum við skoða hvort upplifun kvenna á þessum þáttum sé ólík eftir aldri þeirra og þar með reyna að sjá hvort breytingar hafi orðið á þessari öld sem liðin er síðan Ísland varð fullvalda. Jafnframt var leitað eftir myndum frá íbúum héraðsins og aflaðist vel hvað þær varðar. Þó voru það helst að yngri myndir vantaði, myndir sem sýna konur dagsins í dag við ýmiss konar landbúnaðarstörf,“ segir Ragnhildur Helga. Fjölbreytt verk kvenna Uppbygging sýningarinnar er þannig að henni er skipt í nokkra efnis- flokka, svo sem vinna inni á heim- ilinu, útiverkin, verk sem unnin voru til búdrýginda, menntun kvenna og félagsstörf. „Einn hluti sýningarinnar er að börn á grunnskólaaldri voru beðin um að teikna myndir sem sýna þeirra skynjun á konum í landbúnaði. Sá hluti er skemmtileg viðbót við aðra þætti sýningarinnar.“ Ragnhildur Helga segir að fleiri en Fullveldissjóður hafi gert Landbúnaðarsafninu kleift að setja sýninguna upp. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Uppbyggingarsjóður Vesturlands og Menningarsjóður Borgarbyggðar auk Safnahússins hafi þar komið að málum. „Einnig lögðu fjölmargir hönd á plóg varðandi öflun muna, mynda, viðtöl, frásagnir, uppsetn- ingu sýningar og annað það sem gerði okkur kleift að hrinda þessu í framkvæmd,“ segir Ragnhildur Helga. Sýningin „Konur í landbúnaði í 100 ár“ í Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri er opin daglega fram í miðjan september. /TB Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands, segir að með sýningunni um konur í landbúnaði í 100 ár vilji safnið kasta ljósi á fjölbreytt störf þeirra í gegnum tíðina. Mynd / TB Konur hafa löngum sinnt fjölbreyttum verkum í sveitinni og fataskápurinn á fjósloftinu á Hvanneyri endurspeglar það. „Það spyrja sumir hvort ég sé búin að vera hér í 100 ár!“ sagði Rósa Marinósdóttir, formaður kvenfélagsins 19. júní, sem klæddi sig upp að gömlum sið og ræddi við gesti sýningarinnar. S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta Startarar og Alternatorar í flestar gerðir véla og tækja Ungar stúlkur moka heyi á hestvagn. girðingarvinnunni. Anna Lísa Hilmarsdóttir tekur nú- í heyskap.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.