Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 201844 Það skal vanda sem lengi á að standa: Sólpallasmíði í sumarfríinu – Helgi Bersi Ásgeirsson, eigandi Garðaþjónustu Kópavogs, gefur lesendum góð ráð Þrátt fyrir að sumarið hafi heldur látið á sér standa á suðvesturhorni landsins eru margir að huga að pallasmíði við híbýli sín. Gjarnan nýta landsmenn sumarleyfið til að gera fínt í kringum sig og er góður sólpallur liður í því. Margt ber að varast Það kann að hljóma einfalt verk í fyrstu að smíða sólpall en verkið krefst mikillar útsjónarsemi og undirbúnings ef vel á að fara. Þá er gott að hafa í huga hvernig ríkjandi vindáttir muni hafa áhrif á pallinn og hvernig hann er staðsettur með tilliti til aðgengis og skjóls. Helgi Bersi Ásgeirsson, eigandi Garðaþjónustu Kópavogs, segir að þrátt fyrir veðurfarið sé hugur í fólki og margir að smíða sér pall um þessar mundir. Hann segir jafnframt að fólk geri yfirleitt sömu mistökin í pallasmíðinni. „Helstu mistökin sem fólk gerir er að huga ekki að gróðrinum sem lendir undir pallinum. Hann þarf annaðhvort að fjarlægja, eða setja dúk yfir og hylja með sandi. Annars vex gróðurinn í gegnum pallinn með tilheyrandi vandræðum,“ segir Helgi. Tískustraumar eins og í öðru Flestir sem byggja sér palla leitast eftir að gera það með sem hagkvæmustum hætti, og velja þá helst furu eða lerki til að nota í pallinn, en harðviður er sjaldan notaður, enda mun dýrara efni. Helgi segir að viðhaldi sé sums staðar ábótavant og að pallar sem fái góða umhirðu geti haldist fallegir mjög lengi. Sú aðferð sem Helgi notar aðal- lega í sínum smíðum er að grafa hólka rúmlega hálfan metra niður í jörðina og hafa tvo metra á milli. Því næst þarf að ákveða hæð pallsins og taka stólpana í rétta og jafna hæð. Því næst þarf að setja upp burðar- virki pallsins. Huga þarf að burðar- þoli pallsins og til hvers ætlast er af honum. Eins þarf að sjá fyrir mögu- legar framkvæmdir í framtíðinni, s.s. heitan pott, gróðurker, skjólveggi eða stækkun á palli. /BR Endurnýting veiðarfæra: Höldum því til haga sem vel er gert Bændablaðið birti viðtal við framkvæmdastjóra Pure North Recycling í Hveragerði hinn 24. maí. Ekki skal farið ítarlega í saumana á viðtalinu í heild, heldur sjónum beint að niðurlaginu þar sem framkvæmdastjórinn fer illi- lega út af sporinu. Þar heldur hann því fram að ekkert eftirlit sé með því hvar öll veiðarfæri, sem ganga úr sér, endi: „Það er ekkert eftirlit með og enginn veit hvað mikið fellur til af veiðarfærum á Íslandi. Enginn veit hvert þau fara og menn hafa enga yfirsýn yfir hvort þau skili sér yfir- leitt í land, eða endi í hafinu. Samt byggjum við alla okkar útgerð á hreinni ímynd um veiðar í hrein- um sjó. Þarna er mikið tækifæri fyrir Íslendinga að taka forystuna og ganga lengra en ætlast er til.“ Þetta er dapurlegt að heyra frá fram- kvæmdastjóranum vegna þess að hann veit betur. Á Íslandi gilda lög sem ætlað er að vernda hafið og strendur lands- ins gegn mengun og athöfnum sem stofnað geta heilbrigði manna í hættu, skaðað lifandi auðlindir hafsins og raskað lífríki þess, spillt umhverfinu eða hindrað lögmæta nýtingu hafs og stranda, (lög nr. 33/2004). Íslenskar útgerðir hafa í mörg ár komið með veiðarfæri að landi til endurvinnslu. Þetta á ekki bara við veiðarfæri, því komið er með allt rusl og úrgang sem til fellur á skipum, að landi. Til dæmis úrgangsolíu, umbúðir, málma, plast og gler. Markmiðið er að endur- vinna eins mikið og hægt er og draga úr hvers konar sóun. Hvað veiðarfærin varðar, sérstaklega, má benda á það að á árinu 2017 var rúmlega eitt þúsund tonnum af veiðarfæraúrgangi ráðstafað á vegum Samtaka fyrirtækja í sjáv- arútvegi. Til endurvinnslu fóru 1.021 tonn en um 20 tonn voru urðuð. Í nýliðnum júnímánuði var um 450 rúmmetrar af veiðafæra- úrgangi fluttir út til endurvinnslu. Efnið er að mestu endurunnið í Danmörku, en einnig nokkuð í Litháen. Það fer eftir því hvort um er að ræða plast, „Polyethelene“ eða nælon „Polyamid“. Plastið fer til Lemvíkur á Jótlandi en þar er ný endurvinnslustöð, sú fullkomn- asta í Evrópu. Afurðir stöðvarinnar, „granulatið“, fer svo í framleiðslu á ýmsum vörum úr plasti. Nælonið fer til endurvinnslustöðvar skammt frá Vilníus í Litháen. Þaðan fara afurðirnar aðallega í bíl- og raf- tækjaiðnaðinn í Þýskalandi. Árið 2005 var gerð ítarleg úttekt á því magni veiðarfæraúrgangs sem ætla mætti að félli til árlega hér á landi. Úttektin var unnin af ráðgjaf- arfyrirtækinu Útgerðartækni fyrir Úrvinnslusjóð. Úttektin leiddi í ljós að árlegt magn endurvinnan- legs veiðarfæraúrgangs úr gervi- efnum (plast og nælon) gæti verið um 1.100 tonn. Í samningi LÍÚ (nú SFS) og Úrvinnslusjóðs, sem gerð- ur var í ágúst 2005, segir varðandi ráðstöfun og árangur: „Stefnt er að því að á árinu 2006 fari minnst 45% af veiðarfæraúrgangi sem til fellur á landsvísu til endurvinnslu, á árinu 2007 minnst 50% og á árinu 2008 fari minnst 60% af veiðarfæraúr- gangi sem fellur til á landsvísu í endurvinnslu.“ Skemmst er frá því að segja að frá því samningurinn var gerður hefur árangurinn verið langt umfram markmið, eða yfir 90%. Það eru sannanlega tækifæri fólgin í því að Íslendingar taki forystu í þessum efnum, líkt og framkvæmdastjóri Pure North Recycling hvetur til. Þá forystu höfum við raunar þegar tekið og til framkvæmdarinnar hér á landi er oftsinnis litið á erlendum vett- vangi. Má þannig nefna að innan Evrópusambandsins hefur sérstak- lega verið litið til framkvæmdar hér á landi þegar rætt er um hvernig haga beri reglusetningu sambands- ins tengdri endurvinnslu veiðarfæra. Vegna þessa skjóta ummæli fram- kvæmdastjórans skökku við. Gott er að halda því til haga sem vel er gert og hafa það sem sannara reynist. - Guðfinnur G. Johnsen, tækni- fræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. LESENDABÁS Myndir / Helgi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.