Bændablaðið - 02.08.2018, Page 4

Bændablaðið - 02.08.2018, Page 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 20184 FRÉTTIR Eggjaframleiðsla hefst á Hranastöðum í byrjun næsta árs: Hollt að takast á við nýjar áskoranir – segir Ásta Arnbjörg Pétursdóttir bóndi „Við höfðum áhuga á því að takast á við eitthvað nýtt, nýjar áskoranir,“ segir Ásta Péturs- dóttir á Hranastöðum, en hún og eiginmaður hennar, Arnar Árnason, bóndi og formaður Landssambands kúabænda, hafa látið hendur standa fram úr ermum undanfarið. Við Hranastaði eru að rísa tvö ný hús og með haustinu hefjast þau handa við eggjaframleiðslu. Þann búskap munu þau reka samhliða kúabúi sínu. Fer að mörgu leyti vel saman Ásta segir að þau hafi velt vöngum og rætt sín á milli um margar hugmyndir að einhverju nýju. „Það var ýmislegt sem við mátuðum við okkur á þeim tveimur, þremur árum sem við gengum með þessa hugmynd í kollinum. Niðurstaðan var sú að fá okkur varphænur og hefja eggjaframleiðslu,“ segir hún. „Við byrjuðum á því að viða að okkur þekkingu, afla okkur upplýsinga um allt sem þessum búskap viðkemur.“ Eggjaframleiðsla henti vel með núverandi kúabúskap, m.a. verði hægt að nýta skítinn til áburðar og þá eigi þau landið, vélar og nægt rými sé til staðar þar fyrir viðbótarbyggingar. „Þetta tvennt fer að mörgu leyti vel saman,“ segir hún. Og bætir við að þau Arnar séu ekki ókunnug hænum, hann hafi alist upp með fiðurfénaði í sinni barnæsku og þau hafi ævinlega haldið nokkrar hænur á Hranastöðum, sér til gamans, og nýtt eggin til heimabrúks. Von á fyrstu ungunum í haust Tvö hús eru nú að rísa að Hranastöðum, 200 fermetra hús fyrir ungauppeldi og annað stærra, 900 fermetrar í allt, og mun það hýsa tvær aðskildar varpdeildir, pökkunaraðstöðu, kæli og starfsmannaaðstöðu. Grunnur var tekinn í vor, en í liðinni viku var steypuvinnu við húsin lokið. Einingum sem mynda húsið sjálft verður svo raðað saman á næstu dögum og stefnt að því að ljúka verkinu í ágúst. Næsta skref er þá að setja upp innréttingar, en fuglarnir munu flögra frjálsir um rýmið svo sem gert er ráð fyrir í nýrri aðbúnaðarreglugerð um velferð dýra. „Við leggjum mikla áherslu á að aðbúnaður fuglanna sé sem allra bestur og samræmist öllum nútímakröfum, þær eiga svo sannarlega að hafa það gott hjá okkur. Við trúum því að það muni alltaf skila sér að vanda vel til verka og það er réttur neytandans að geta með öruggum hætti gengið að vöru sem framleidd er við bestu aðstæður. Þannig viljum við hafa það hjá okkur,“ segir Ásta Gert er ráð fyrir að ungarnir komi í haust, um mánaðamótin september-október, og hefja þeir varp um 20 vikna gamlir þannig að von er á fyrstu eggjunum frá Hranastaðabúinu á nýju ári, eða þegar kemur fram í febrúarmánuð. Þau Ásta og Arnar áætla að halda ríflega 7.000 varphænur, 3.600 í hvorum hluta hússins. Að mörgu þarf að hyggja „Það er vissulega krefjandi að takast á við verkefni af þessu tagi, að byrja á einhverju nýju alveg frá grunni og að mörgu þarf að hyggja, ekki bara hönnun húsanna og aðbúnaði manna og dýra. Við höfum mikið velt fyrir okkur umbúðum og markaðsmálum en það skiptir miklu að koma vörunni frá sér á góðan hátt, við viljum að umbúðirnar séu fallegar og umhverfisvænar. Þá þarf líka að ná samningum við ábyrga og metnaðarfulla aðila sem leggja sig fram um að selja góðar vörur. Við erum að vinna í þessu öllu samhliða því að reisa húsin, svo það er mikið um að vera, en þetta er fjölbreytt og skemmtilegt og gaman að takast á við þetta nýja verkefni. Það er öllum hollt og nauðsynlegt að takast á við eitthvað nýtt í lífinu af og til, svo lengi lærir sem lifir eins og þar stendur,“ segir Ásta. /MÞÞ EmmEssís ehf. flytur lífrænan skyrís til landsins frá Danmörku: Vilja kanna hvort markaður sé fyrir hendi hér á landi Það varð uppi fótur og fit á Facebook-þræði á dögunum þegar í ljós kom að Emmessís ehf. flytur inn Skyrís unninn úr lífrænni mjólk og lífrænum berjum frá Danmörku og þótti ýmsum það skjóta skökku við að fyrirtækið framleiði ekki vöruna sjálft úr íslenskum lífrænum mjólkurafurðum og berjum. Gyða Dan Johansen, hluthafi og stjórnarmaður í Emmessís ehf., segir umræðuna um Skyrísinn eðlilega líkt og að fólk velti því fyrir sér af hverju hann sé fluttur inn. Þess má geta að tollar á ís lækkuðu 1. maí síðastliðinn en samið var um það í tollasamningum við Evrópusambandið í september árið 2015. „Emmessís ehf. er einkafyrirtæki og hefur verið frá 2007. Við erum að keppa á samkeppnismarkaði. Eftir breytingar á tollalögum sem tóku gildi 1. maí voru tollar meðal annars lækkaðir á innfluttum ístengdum vörum sem unnar eru úr mjólkurafurðum, sem margir hafa barist fyrir, og þá harðnar að sjálfsögðu á samkeppnismarkaði, þar sem neytendur horfa oftar en ekki á verð, fremur en uppruna vörunnar,“ útskýrir Gyða Dan og segir jafnframt: „Við hjá Emmessís ehf. fram- leiðum allan okkar rjómaís úr íslenskri mjólk og erum stolt af því. Okkur hefur lengi langað til að þróa skyrís og höfum unnið að því undanfarið. Hjá Hansens Flödeis, þaðan sem þessi Skyr- íspinni kemur, hafa þeir þróað og framleitt til lengri tíma Skyríspinna, sem hefur slegið í gegn á þeirra markaði. Þetta er svona hálfgerð markaðskönnun hjá okkur, að kanna hvort það sé markaður fyrir sams konar vöru hér.“ Framleitt eftir íslenskri uppskrift Hinn umræddi danski skyrís var settur á markað um miðjan júní og hefur verið vel tekið af neytendum, að sögn Gyðu. „Markmiðið er alltaf að koma með á markað sams konar vöru, það er að segja skyrís, hvort sem er í boxi eða pinnaformi, framleitt hér hjá okkur úr íslensku skyri og helst að nota lífræna mjólk ef hægt er. En til gamans má geta að danski skyríspinninn er framleiddur úr skyri frá Thise, sem er framleitt eftir íslenskri uppskrift, gerli og hefð og Hansens Flödeis safnar sinni mjólk sjálfir og geta því valið búið sem þeir sækja sína mjólk til framleiðslu,“ segir Gyða Dan og bætir við: „Vegna mikillar vinsældar á skyri hafa margir framleiðendur í nágrannalöndum okkar verið að þróa skyrís og við hjá Emmessís ehf. einnig. Vegna smæðar getur samt verið dýrkeypt að fara í framleiðslu og dreifingu á vöru sem ekki er markaður fyrir og var því ákveðið að flytja inn hágæða lífrænan skyríspinna frá Hansens Flödeis í Danmörku vegna mikillar þekkingar og þróunar á vörunni. Markmið Emmessís ehf. er alltaf að þróa eigin vöru úr íslenskum afurðum ef markaður er til staðar. Við þekkjum það öll að nú þegar eru neytendur að versla ýmsar innfluttar vörur, til dæmis ísmola og innfluttan ís, eingöngu vegna þess að verðið er lægra. Á endanum eru það alltaf neytendur sem ráða.“ /ehg 32 milljónir króna fara til VOR: Markmiðið að auka lífræna framleiðslu Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðu neyti, Bændasamtök Íslands og Verndun og ræktun – félag fram leiðenda í lífrænum búskap, hafa gert með sér samkomulag um almenn starfsskilyrði land- búnaðarins um lífræna framleiðslu. Samkvæmt samkomulaginu verður komið á verkefni þar sem mark miðið er að aðstoða fram- leiðendur við að uppfylla þær kröfur sem lífræn búvöruframleiðsla hefur í för með sér og auka framboð slíkra vara á markaði. Lífræn ræktun og vinnsla Eygló Björk Ólafsdóttir, bóndi í Vallanesi og formaður VOR, Verndun og ræktun – félag framleiðenda í lífrænum búskap, segir markmið félagsins vera að vinna í þágu þeirra sem rækta eða framleiða landbúnaðarafurðir með lífrænum aðferðum á Íslandi og vinna úr því hráefni. „VOR er lítið félag með milli 10 og 20 félaga en þeim fer nú fjölgandi. Auk þess breyttum við samþykktum um inngöngu í félagið og ætlum ekki lengur eingöngu að höfða til þeirra sem eru í frumframleiðslu heldur einnig vinnsluaðila.“ Eygló segir að frumframleiðendur í lífrænni framleiðslu á landinu séu um 30 og og vinnsluaðilar aðrir 30 og hún segist vonast til að sem flestir þeirra gangi í félagið. „Framlaginu sem við fáum samkvæmt samkomulaginu fylgir stórt verkefni sem við þurfum að sinna og munum sinna til ársloka 2021. Sem stendur erum við að móta starfið og gera verkáætlun fyrir þetta ár og leita upplýsinga um kostnað mismunandi verkefna. Við verðum til dæmis með bás á landbúnaðarsýningunni í Laugardal í haust þar sem til stendur að kynna starf félagsins og lífræna ræktun og framleiðslu og eiga samtal við fólk. Annar mikilvægur áfangi í starfi félagsins var innganga VOR í Bændasamtökin á þessu ári,“ segir Eygló. ANR fer með eftirlit Framlag til verkefnisins er tæpar 32 milljónir króna og mun VOR nýta féð til að standa straum af kostnaði við verkefni og vinna skýrslur um gang þess. ANR, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, hefur eftirlit með framkvæmd samkomulagsins og greiðir til VOR umsamda fjárhæð. Markmið verkefnisins Til að uppfylla markmið verkefnisins samkvæmt samkomulaginu mun VOR leggja áherslu á að styrkja framleiðendur í lífrænum búskap til að mæta árlegum vottunarkostnaði, auka aðgengi framleiðenda að ráðgjöf um lífræna landbúnaðarframleiðslu í samvinnu við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og standa fyrir kynningarstarfi um lífrænar framleiðsluaðferðir. Markmiðið sé að hvetja fleiri til að kynna sér hvað felst í lífrænni ræktun og stuðla með því að auknu framboði innlendrar lífrænnar landbúnaðarframleiðslu. /VH Gyða Dan Johansen. Ásta Arnbjörg Pétursdóttir og Arnar Árnason stefna á eggjaframleiðslu auk þess að reka stórt kúabú. Verðhækkanir nauðsynlegar til að mæta launakostnaði Talsmenn afurðastöðva segja nauðsynlegt að hækka matvælaverð til að mæta undangengnum launa- hækkunum. Fram kvæmda stjóri Stjörnugríss segir aftur á móti að í vissum tilfellum hafi verð til neytenda þegar hækkað en að afurðaverð til bænda lækkað á sama tíma. Í frétt Morgunblaðsins fyrir skömmu var haft eftir forsvarmönnum afurða stöðva að fyrirtæki í matvæla- iðnaði geti ekki beðið lengur með að hækka verð á afurðum vegna undangenginna launahækkana. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir fyrirtækin ekki lengur geta tekið á sig tugprósenta launahækkanir. „Í sumum tilfellum leiðir þetta til verðbólgu eða verðhækkana. Í öðrum tilfellum getur þetta kippt grundvellinum undan rekstri fyrirtækjanna. Það er eins og gengur.“ Steinþór segir laun í kjötvinnslu hafa hækkað um 30–40% síðustu ár. Aðeins brot af þeirri kostnaðarhækkun sé komin út í verðlag. Ari Edwald, forstjóri Mjólkur- samsölunnar, segir í Morgunblaðinu að laun hjá MS hafi hækkað um rúm 40% að meðaltali frá maí 2015 og að tímabært sé að endurskoða verðskrár. 2,5% algert lámark Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, tekur í sama streng í samtali við Bændablaðið. Ágúst segist telja að 2,5% hækkunin út á markað sé algert lágmark til að mæta undangengnum launahækkunum. „Verð á matvöru frá afurðastöðvunum er búið að vera of lágt lengi sem sést best á rekstri þeirra undanfarin ár. Þegar framboð er umfram eftirspurn getur reynst erfitt að koma á verðhækkunum til bænda þó svo að brýn þörf sé á. Það verður þó ekki gert öðruvísi en að hækkanir skili sér til neytenda.“ Innkaupsverð til vinnsluaðila hefur lækkað Geir Gunnar Geirsson, framkvæmda- stjóri hjá Stjörnugrís, segist ekki fylgjast með verðlagsmálum einstakra framleiðenda en sé tekið mið af vísitölu fyrir svínakjöt þá sé ekki hægt annað en að draga þá ályktun en að einhverjar hækkanir hafi átt sér stað undanfarna mánuði. Að sögn Geirs Gunnars lækkaði verð til svínabænda um hátt í 6% í maí. Innkaupsverð til vinnsluaðila hefur því lækkað töluvert. /VH Forsvarsmenn afurðastöðva segja verðlagsþróun ekki hafa haldið í við launaþróun. Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR, félags framleiðenda í lífrænum búskap. Mynd / smh Mæðgurnar Þórdís Birta Arnarsdóttir og Ásta Arnbjörg Pétursdóttir leggja drenlagnir. Nýju hænsnahúsin á Hranastöðum í

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.