Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 20186 Í síðustu viku féll dómur í Hæstarétti í áfrýjunarmáli ríkisins gegn Ferskum kjötvörum. Málsatvik eru í stuttu máli þau að í nóvember 2016 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem íslenska ríkið var dæmt til að greiða fyrirtækinu bætur vegna þess að því var bannað að flytja inn ferskt hrátt kjöt. Í síðustu viku staðfesti Hæstiréttur framangreindan héraðsdóm. Málið er hluti af langvarandi ágreiningi um þær skorður sem settar voru við innflutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og ógerilsneyddum eggjum sem lögleiddar voru, þegar matvælalöggjöf ESB var innleidd árið 2009. Um er að ræða þýðingarmikið hagsmunamál íslensks landbúnaðar en fjölmargir hafa bent á þá áhættu sem felst í auknum innflutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddum mjólkurvörum og hráum eggjum. Þrátt fyrir mótrök fjölda aðila úr heilbrigðisgeiranum, bænda og búvísindamanna og fleiri sem vara við óheftum innflutningi þá hafa dómstólar haft þau sjónarmið að engu. Niðurstaðan getur að óbreyttu valdið íslenskum landbúnaði miklu tjóni og ógnað bæði lýðheilsu og búfjárheilsu. Vegna aldalangrar einangrunar íslenskra búfjárstofna hafi dýrin lítið ónæmi fyrir fjölmörgum smitefnum sem algeng eru erlendis, en aldrei hafi orðið vart við hér á landi. Ísland er ekki aðili að evrópskum tryggingarsjóðum sem bæta tjón ef upp koma alvarlegar sýkingar í landbúnaði og þyrfti ríkisvaldið ásamt bændum að bera slíkar byrðar. Vald markaðarins virðist trompa vísindaleg rök Niðurstaðan dregur skýrt fram að vísindaleg rök hafa ekkert gildi gegn markaðslegum rökum að mati dómstólanna. Allt víkur fyrir þeim, bæði heilsufarsleg, umhverfisleg og almenn sanngirnisrök. Í 13. grein EES-samningsins eru að vísu ákvæði um að taka megi tillit til sjónarmiða sem snerta heilsu manna og dýra en í þessum niðurstöðum er hún að því má segja, túlkuð út af borðinu en ekki færð mikil efnisleg rök fyrir af hverju ekki er tekið tillit til hennar. Hún heldur greinilega ekki gegn valdi markaðarins. Stóraukinn innflutningur á búvörum hingað til lands síðustu ár er staðreynd eins og fjallað er um hér í blaðinu. Milliríkjasamningar og minni tollvernd hafa gert það að verkum að markaðir eru opnari en áður var. Þessu fylgja óhjákvæmilega auknar líkur á því að hingað til lands berist ýmis smit með matvælum, s.s. salati eða kjötvörum, sem ógnað geta heilsu manna og dýra. Frystiskylda á kjöti er varúðarráðstöfun sem minnkar líkur á að óværa berist hingað til lands. Munum áfram verja okkar stöðu Hvað sem öðru líður þá munum við áfram verja okkar stöðu sem er einstök. Það hefur komið skýrt fram í umræðu um þessi mál að okkar færustu vísindamenn í sýklafræði og bæði manna- og búfjársjúkdómum hafa varað sterklega við innflutningi á ófrosnu hráu kjöti og öðrum þeim vörum sem geta borið með sér smit. Við eigum hreina og heilbrigða búfjárstofna og erum heppin að því leyti að matvælasýkingar eru fátíðar hérlendis. Það er beinlínis skylda okkar að viðhalda þeirri góðu stöðu. Sérstaða felst í góðri búfjárheilsu Sérstaða íslensks landbúnaðar felst meðal annars í því að hér er búfjárheilsa góð og sýklalyfjanotkun í landbúnaði í algjöru lágmarki. Þar sem notkunin er mest er hún mörgum tugum sinnum meiri en hér. Sýklalyfjaónæmi er talið ein helsta lýðheilsuógn mannkyns á næstu áratugum en það hefur aukist hratt samhliða ofnotkun sýklalyfja í nútímalandbúnaði. Sjúkdómastaða íslensks búfjár er í algerum sérflokki jafnvel svo að aðrar þjóðir hafa sótt hingað þekkingu í sinni baráttu svo sem til að takast á við kampýlóbaktersýkingar í kjúklingum – sem eru ein algengasta orsök matarsýkinga víða um lönd. Hér er skimað fyrir þessari sýkingu reglulega allt árið og skylt er að frysta eða hitameðhöndla afurðir ef sýking kemur upp. Það er ekki gert annars staðar nema í Noregi en þar eru afurðir ekki skimaðar nema yfir sumarmánuðina. Það eru vissulega viðbótartryggingar í boði gegn salmonellu í matvælalöggjöf ESB og sjálfsagt er að sækjast eftir þeim en það er ekkert slíkt í boði þegar kemur að kampýlóbakter. Þar hefur ESB gefist upp og ábyrgðinni varpað yfir á neytendur. Beitum sérstökum aðgerðum til að vernda heilsu manna og dýra Bændasamtök Íslands telja eðlilegt og sanngjarnt að íslensk stjórnvöld fari fram á það við ESB að áfram verði heimilt að beita sérstökum aðgerðum til að vernda heilsu manna og dýra, enda standa til þess full rök sem ekki hafa verið hrakin. Viðræður eru í gangi við ESB en niðurstaða þeirra er ekki ljós. Baráttu samtakanna er ekki lokið. Verndun íslensku búfjárkynjanna sem menningarverðmæta og erfðaauðlindar sé mál sem varðar alla. Auk skuldbindinga um varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni er fjölbreytileikinn hluti af aðdráttarafli landsins fyrir ferðamenn og órjúfanlegur hluti af menningu landsbyggðarinnar. Leggjum baráttunni lið Bændur vita sem er að landsmenn vilja styðja við íslenskan landbúnað sem best mátti sjá á aðsókninni að hinni glæsilegu landbúnaðarsýningu í Laugardalshöll um síðustu helgi. Bændur þakka öllum þeim tugþúsundum sem sóttu eða komu að sýningunni fyrir komuna og heita á alla stuðningsmenn landbúnaðarins að leggja baráttunni áfram lið. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.500 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara kostar 5.250 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Sýningin Íslenskur landbúnaður 2018 sem haldin var um síðustu helgi þykir hafa heppnast með afbrigðum vel. Þar gat að líta margvíslegar nýjungar og líka voru þar flutt erindi sem ýttu við ýmsum í þjóðfélaginu. Eitt erindi hefur vakið meira athygli en önnur, en þar skammaði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, ferðaþjónustubændur og þá sem standa fyrir veitingasölu í ferðaþjónustugeiranum fyrir gengdarlaust okur. Hann hefur margsinnis áður skammað verslunareigendur í landinu um það sama við misjafna hrifningu kollega sinna. Þórarinn sagði í ræðu sinni á landbúnaðarsýningunni að okur væri ástæða þess að ferðamenn væru í auknum mæli farnir að versla í Bónus og ferðast um í ódýrum húsbílum, í stað þess að kaupa mat og gistingu landið um kring. „Þetta fólk sefur í bílnum og það eldar í bílnum og skilur þar af leiðandi nánast ekkert eftir. [...] Ef ferðaþjónustuaðilar ætla að ná vopnum sínum til baka, þá hef ég þá ráðleggingu að einbeita sér að heimalöguðu og lækka verð þannig að það sé enginn hagur fyrir ferðamenn að kaupa allan sinn mat í Bónus.“ Þórarinn bætti um betur í samtali við Fréttablaðið: „Ég er löngu hættur að leyfa mér að stoppa nokkurs staðar á leið minni um landið, því mér ofbýður okrið. Ég skammast mín fyrir Íslands hönd þegar ég horfi á túristana með skeifu, nartandi í dýrasta rúnstykki sem þeir hafa séð.“ Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Bjarnheiður Hallsdóttir, svaraði Þórarni fullum hálsi og sagði óþolandi fyrir bæði veitingarekstur og ferðaþjónustu að þau þurfi að sitja undir aðdróttunum Þórarins, um okur ferðaþjónustuaðila. Þegar litið er á þessi mál frá sjónarhóli leikmanns, þá verður að viðurkennast að Þórarinn hefur býsna mikið til síns máls þó ekki sé rétt að setja alla undir sama hatt. Undirritaður hefur margsinnis fundið þetta á eigin skinni hvernig sumir leyfa sér óheyrilega verðlagningu. Erlendir ferðamenn sem rætt hefur verið við segja mjög gjarnan þessa sömu sögu. Undir þetta taka líka ferðaþjónustuaðilar eins og sjá má í Bændablaðinu í dag í viðtali við útgerðarmann í farþegasiglingum á Ísafjarðardjúpi. Samt er líklega hægt að finna á Ísafirði langódýrasta asíska veitingastað landsins. Eigandi hans hefur rekið þann stað á svipaðri hugmyndafræði og Þórarinn Ævarsson nefnir. Hann sagði í samtali við undirritaðan að hann hafi tekið þá meðvituðu ákvörðun að hafa lága verðlagningu á matnum, en fá í staðinn til sín fjöldann. Þannig tókst honum á rúmu ári að borga upp stofnkostnað rekstrarins. Nú eru allir ánægðir, bæði veitingamaðurinn og viðskiptavinirnir. Það sem er erfiðast í þessu öllu saman er að okurstimpillinn er kominn á landið, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Með fjölgun ferðamanna hafa enn fleiri upplifað allt of háa verðlagningu á þjónustu. Margfalt fleiri ferðamenn með slíka neikvæða upplifun hafa því yfirgefið landið og það hefur margfeldisáhrif út í alþjóðasamfélagið. Með okri hefur svörtum sauðum í þjónustugreinum þannig tekist að koma óorði á alla hina. Það kann að verða erfitt að vinda ofan af slíku. Hugmyndin um dýrt Ísland getur hæglega lifað í áratugi nema hart verði tekið á málum. Ef ekkert er gert nema að skamma Þórarin, þá mun staðan bara versna og allir landsmenn munu tapa stórum upphæðum. /HKr Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – augl@bondi.is Vefur blaðsins: www.bbl.is bbl@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands sindri@bondi.is Breiðavík var vígð árið 1964. Mynd / Hörður Kristjánsson Er okrað? Góðri sjúkdómastöðu ógnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.