Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2018 25 Gamlar íslenskar fram yfir nýjar innfluttar Sigurgeir er einlægur aðdáandi kartöflunnar; bæði sem vísindalegt viðfangsefni en einnig sem matvöru. „Ég bara verð að hafa hana með öllum mat. Í mörgum löndum þar sem ræktuð eru mörg yrki er oft litið á sum þeirra sem fágæti eða „delicatessen“, sem notuð eru við sérstök tilefni. Nefna má Möndlu og Gullauga í Skandinavíu, Asparges í Danmörku og Ratte í Frakklandi sem dæmi. Menn gera sér sjálfsagt ekki grein fyrir því að hér geta menn farið í næstu matvörubúð og keypt slíkt fágæti í þessum íslensku yrkjum. Á vorin og fram á sumar tek ég hiklaust gamlar íslenskar fram yfir nýjar, innfluttar, útlitsfallegar en oft vatnskenndar kartöflur og læt útlitið ekki blekkja mig því oft er flagð undir fögru skinni. Ég legg að jöfnu Gullauga, Helgu og Rauðar íslenskar,“ segir Sigurgeir. Átta hundruð plöntur verða að 100 tonnum „Við upptöku á haustin í Eyjafirði eru valin nokkur móðurhnýði af hverju yrki; Gullauga, Helgu, Premiere og Rauðum íslenskum. Valið er eftir lit, lögun og þrótti plöntunnar. Þetta úrval er geymt í kæli fram yfir næstu áramót. Samtímis eru klónar af úrvali fyrri ára geymdir sem plöntur í vefjaræktun í ræktunarklefa,“ segir Sigurgeir spurður um hvernig starf hans gangi fyrir sig frá hausti til hausts. Eftir áramót eru móðurhnýðin látin spíra og vaxtarbroddar teknir úr spírum og fengnar fram vefjaræktaðar plöntur. Annað hvert ár er gert veirupróf á öllum móðurplöntum til að tryggja að þær séu enn lausar við X- og S-veiru. Vefjaræktuðum plöntum er síðan fjölgað með græðlingum í ræktunarklefa þar til um 800 plöntur eru tilbúnar til pottunar í gróðurhúsi 7.–15. maí. Miðað er við að ræktun í gróðurhúsi sé lokið 1. ágúst og grös visnuð áður en nokkur hætta er á að smit kartöflumyglu fari að berast í lofti. Uppskeran úr gróðurhúsinu, smáhnýðin, eru síðan sett niður í Eyjafirði næsta sumar. Útiræktunin í Eyjafirði var lengi á Möðruvöllum í Hörgárdal en var flutt vorið 2018 að Fífilgerði í Eyjafjarðarsveit. Ástæða þess að útiræktunin er höfð í Eyjafirði er sú að þar er minni hætta á kartöflumyglu en á Suðurlandi. Í maímánuði eru smáhnýðin úr gróðurhúsinu frá fyrra ári sett niður í garð í Eyjafirði og uppskeran sem fæst sett niður aftur þarnæsta ár. Sett er niður með höndum í hryggi og tekið upp með höndum. Tveggja ára útiræktun skilar á bilinu tveimur til þremur tonnum að jafnaði og fara þær kartöflur til þriggja stofnræktarbænda; að Eyrarlandi og Fífilgerði í Eyjafjarðarsveit og að Dilksnesi í Hornafirði. Stofnræktarbændurnir fjölga útsæðinu í tvö sumur og selja afraksturinn til þeirra sem rækta matarkartöflur. Eftir fjögur ár í útiræktun hafa plönturnar 800 úr gróðurhúsinu þannig skilað tæpum 100 tonnum til þeirra sem rækta matarkartöflur; um 60 tonnum af Gullauga, 20 tonnum af Rauðum íslenskum, 10 tonnum af Premiere og 2 tonnum af Helgu,“ segir Sigurgeir og bætir við að uppskeran úr stofnræktun hans hafi alltaf selst upp. Framleiðslumagni úr stofnræktun viljandi haldið niðri Að sögn Sigurgeirs er magni stofnútsæðis haldið innan þeirra marka sem eftirspurn er frá ræktendum matarkartaflna. „Ef umframmagn verður er hætt við að því magni verði að farga. Ekki er æskilegt að stofnræktendur fari í samkeppni við kaupendur sína með því að setja umframmagn á almennan markað sem útsæði eða matarkartöflur. Fram að þessu hefur eftirspurn verið góð og allt selst sem er ánægjulegt því það er vísbending um að kaupendur sjái sér hag í að kaupa stofnútsæðið. Oft hefur verið rætt um hvort ekki sé hægt að rækta hér útsæði til útflutnings. Það er ekki einfalt. Skilyrði fyrir útflutningi til Evrópusambandslanda er að hér séu aðgerðir til útrýmingar á hringroti sem er mjög dýrt dæmi.“ Sem fyrr segir líður brátt að starfslokum Sigurgeirs í þjónustu gömlu íslensku kartöfluyrkjanna og kartöflubænda. Hann hefur tilkynnt Sambandi garðyrkjubænda um þá ákvörðun sína að hann hyggist hætta á næsta ári. „Nú þegar styttist í að ég skili þessu verkefni af mér vil ég síður hafa mótandi áhrif á hvernig þessu verður háttað í framtíðinni. Það tel ég að aðrir eigi að gera. Ég hef unnið við þetta síðustu 40–50 ár, mótað reglugerð um kartöfluútsæði og annast alla framkvæmd – ef til vill með nokkurri sérvisku. Ég hef sem dæmi tekið allt upp með höndunum til að skaða kartöflurnar sem minnst. Nú vil ég að hlutaðeigandi aðilar noti komandi vetur til að ræða framhaldið og komist vonandi að niðurstöðu um framtíð stofnræktar,“ segir Sigurgeir. /smh HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Smáhnýði úr gróðurhúsi. Vefjaræktaðar plöntur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.