Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 201818 HROSS&HESTAMENNSKA Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, og fjær er Ingólfur Arnarson. Mynd / Herborg Sigríður Sigurðardóttir Stóðréttir í Víðidalstungu Þau voru mörg myndarleg hrossin í réttinni. Stóðréttir í Víðidalstungu. Hér er riðið heim að réttinni. Myndir / Erna Bjarnadóttir Tveir landsþekktir menn að störfum, Jakob Einarsson með örmerkjaskannann á lofti og Gunnar Þorgeirsson á Efri-Fitjum. Landsþing Landssambands hestamannafélaga á Akureyri: Lárus endurkjörinn Lárus Ástmar Hannesson var endurkjörinn formaður Lands- sambands hestamannafélaga (LH) á landsþingi þess sem fór fram í Giljaskóla á Akureyri dagana 12. og 13. október. Lárus bauð sig fram til endurkjörs en hann var kjörinn formaður árið 2014. Fyrrum varaformaður sambandsins, Jóna Dís Bragadóttir, bauð sig einnig fram til formanns. Ný stjórn Landssambandsins til næstu tveggja ára var kosin en hana skipa Ólafur Þórisson, Oddrún Ýr Sigurðardóttir, Stefán Logi Haraldsson, Sóley Margeirsdóttir og Jean Eggert Hjartarson Classen. Varastjórn var skipuð Lilju Björk Reynisdóttur, Þórdísi Arnardóttur, Rósu Birnu Þorvaldsdóttur, Siguroddi Péturssyni og Ómari Inga Ómarssyni. Níu einstaklingar hlutu gullmerki LH, heiðursmerki sambandsins, fyrir ötult starf á sviði félagsmála hestamanna. Gullmerkin hlutu Ármann Gunnarsson, Ármann Magnússon, Áslaug Kristjánsdóttir, Björn Jóhann Jónsson, Hólmgeir Valdemarsson, Jónas Vigfússon, Ragnar Ingólfsson, Sigfús Ólafur Helgason og Þorsteinn Hólm Stefánsson. Þá hlaut hestamannafélagið Hringur á Dalvík æskulýðsbikar LH fyrir framúrskarandi starf í æskulýðsmálum. Stjórn Landssambands hestamannafélaga 2018–2020. Mynd/LH hestar Tólf hrossaræktarbú eru tilnefnd til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins fyrir árið 2018. Fagráð í hrossarækt tilnefndi búin en valið stóð á milli 49 búa sem hafa náð athyglisverðum árangri á árinu, skv. tilkynningu frá fagráðinu Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna á heimasíðu Félags hrossabænda, fhb.is. Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2018 sem haldin verður í Spretti, Samskipahöllinni, laugardaginn 27. október næstkomandi og byrjar kl. 13. Ræktunarbú ársins verður verðlaunað á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður í Gullhömrum um kvöldið. Í stafrófsröð eru tilnefnd bú: • Berg, Anna Dóra Markúsardóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson • Fet, Karl Wernersson • Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius • Hamarsey, Hannes Sigurjónsson og Inga Cristina Campos • Íbishóll, Elisabeth Jansen og Magnús B. Magnússon • Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble • Steinnes, Magnús Jósefsson, Líney Árnadóttir og fjölskylda • Steinsholt, Jakob S. Sigurðsson og Sigurður G. Sigurðsson • Stóra-Vatnsskarð, Benedikt G. Benediktsson • Stuðlar, Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson • Torfunes, Baldvin Kr. Baldvinsson • Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth Kátir sýnendur á ræktunarbússýningu Þúfna á Landsmóti 2018. Mynd/ghp Hrossarækt 2018 haldið 27. október: Tólf bú tilnefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.