Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2018 33 Þá seldu þau Jónasi heitnum Helgasyni í Æðey Sóma 1000 bátinn sem er reyndar enn á Ísafirði. Báturinn sem þau keyptu frá Húsavík seldu þau svo í selaskoðun á Hvammstanga. Kom í ljós að Guðrún Kristjáns var of stór til að verjandi væri að vera með þann bát í póstflutningum og minni háttar verkefni. Var því farið í það strax 2001 að láta smíða annan bát sem tók um 22 farþega og var nefndur Bliki. Geta nú flutt 116 farþega á þrem bátum Árið 2004 var Bátagerðin Samtak ehf. [samkvæmt skipaskrá] svo fengin til að smíða nýjan Blika sem er 21,32 brúttórúmlestir að stærð og fékk hann leyfi fyrir 38 farþega. „Eldri Blikann frá 2001, seldum við til Ístaks sem notaði hann í verkefnum á Grænlandi. Þá létum við smíða enn einn bát fyrir okkur árið 2007 og er það nýjasti báturinn okkar og tekur 30 farþega. Hann var smíðaður hjá Trefjum ehf. í Hafnarfirði og er 19,15 brúttórúmlestir. Hann fékk nafnið Ingólfur. Þessa þrjá eigum við í dag, Guðrúnu Kristjáns sem smíðuð var 2000, Blika sem var smíðaður árið 2004 og Ingólf sem smíðaður var 2007. Samtals getum við flutt 116 farþega á þessum bátum.“ Allt gengið slysalaust „Þetta hefur allt gengið slysalaust alla tíð og við höfum verið mjög farsæl hvað það varðar. Við höfum aldrei misst mann í sjóinn eða neitt slíkt. Að vísu hef ég farið sjálfur í sjóinn nokkrum sinnum, en ég er vanur því,“ segir Hafsteinn. Fyrir borð með hakanum í Veiðileysufirði „Einu sinni fór ég einn á bát í Veiðileysufjörð í Jökulfjörðum að sækja tvo farþega sem þar sátu uppi í hlíð. Ég fór frammá að húkka í legufærið með lítinn krókstjaka. Um leið og ég húkkaði í var það eitthvað fast og ég fylgdi þá bara með hakanum í sjóinn. Farþegunum sem horfðu á þetta úr landi leist þá ekkert á blikuna. Báturinn sem þeir ætluðu að fara með til Ísafjarðar var orðin mannlaus og rann bara áfram með ströndinni. Ég synti þá bara að bátnum og klifraði um borð. Mér fannst þetta frekar pínlegt.“ – Þegar þið hófuð þessa farþegaflutninga fyrir nær 30 árum, var þetta ekki talin mikil bjartsýni? „Það má vel vera, en þá voru alltaf einhverjir að flytja fólk í Aðalvík og á fleiri staði. Það var þó meira á hæggengum skakbátum, fyrir utan að Fagranesið fór líka á þessa staði. Þannig byrjaði þetta smátt og smátt með siglingum í víkurnar hér fyrir norðan og í Jökulfirðina og inn í Djúp. Við hófum siglingar á Hesteyri árið 25. júní 1997. Þær siglingar hafa undið dálítið upp á sig, en þar geta farþegar farið í land og þegið veitingar. Þetta hefur líka aukist mjög með siglingar þangað á farþegum af skemmtiferðaskipum sem koma til Ísafjarðar. Það varð algjör bylting þegar við settum upp flotbryggju á Hesteyri, en áður þurftum við að ferja farþega í land á gúmmíbát. Bryggjuna er að vísu ekki hægt að nota nema það sé í það minnsta hálffallið að. Bryggjan eykur þó þægindin til muna, sér í lagi fyrir fólk sem orðið er aldrað og á erfitt með gang.“ Koma skemmtiferðaskipanna skiptir miklu máli – Þú vilt þá meina að koma skemmti- ferðaskipa á stað eins og Ísafjörð skipti miklu máli fyrir rekstur eins og þið erum með? „Bæði Ísafjarðarhöfn og við sem erum í þessum rekstri njótum mjög góðs af komu skemmtiferðaskipanna. Sama má segja um rútuútgerðir. Þetta skapar töluverðar tekjur á staðnum. Við sátum eiginlega ein að þessum viðskiptum við skemmtiferðaskipin þegar þau byrjuðu fyrst að koma og þetta hefur því skipt okkur verulegu máli,“ segir Hafsteinn. Hann segist þó heyra þær raddir líka að það séu ekki allir ánægðir með þann mikla fjölda ferðamanna sem komi með skipunum. Menn gleymi því þá um leið hversu mikilvægir þeir eru fyrir ýmsa ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Það skapi nauðsynlegar tekjur inn í samfélagið. Hafsteinn segir að þegar þau voru að koma rekstrinum á laggirnar hafi öll fjölskyldan meira og minna tekið þátt í þessu. Nú séu tveir synirnir flognir á braut og sá þriðji starfar sem smiður á Ísafirði. Aðrir hafa tekið við þeirra hlutverkum. Mikil tryggð starfsmanna „Reyndar erum við yfirleitt búin að vera með sama fólkið ár eftir ár og það kemur til okkar sumar eftir sumar. Það segir kannski að það sé ekki mjög leiðinlegt að vera hér með okkur.“ Frábært starfsfólk „Við erum þrír skipstjórar og sá sem hefur verið lengst hjá okkur er Stígur Sófusson. Hann hóf störf um borð í okkar bátum sautján ára gamall. Þá er reyndur skipstjóri úr Bolungarvík kominn til okkar líka, en það er Reimar Vilmundarson. Þetta er þriðja sumarið hans hjá okkur, en áður gerði hann sjálfur út bát til farþegaflutninga frá Bolungarvík. Þá er þetta fjórða sumarið sem sonur hans, Vilmundur, er hjá okkur. Þetta eru hörkukarlar úr Bolungarvík. Þá erum við með einn Bolvíking í viðbót sem heitir Gunnar Hildimar Halldórsson svo Víkararnir eru drjúgur hluti af okkar starfsliði, enda harðduglegt og samviskusamt fólk. Auk þeirra erum við með fjórar stúlkur sem leiðsögumenn, allt Ísfirðingar. Sem sagt allt frábært starfsfólk og ekkert undan því að kvarta og án þeirra gætum við ekki verið,“ segir Hafsteinn Ingólfsson skipstjóri. Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is Hefur þú kynnt þér Smávirkjanaverkefni Orkustofnunar? Smærri virkjanir geta verið lyftistöng fyrir bæði bændur og fleiri aðila Þær geta stuðlað að auknu orkuöryggi í landinu Geta verið svar við orkuskorti víða um land Geta tryggt vaxtarmöguleika í dreifðari byggðum landsins Kynntu þér málið á vef Orkustofnunar: https://orkustofnun.is/raforka/smavirkjanir/ Aflvélar ehf. • Vesturhrauni 3 • 210 Garðabær Sími: 480 0000 • aflvelar.is • sala@aflvelar.is Bylting í hreinlæti! i-mop XL - Gólfþvottavél sem auðveldar þrif, sparar tíma og léttir lífið. Hafðu samband og pantaðu kynningu fyrir þitt fyrirtæki Sjá nánar á: i-teamglobal.com PON Pétur O. Nikulásson ehf. | Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • Meira útsýni • Þægilegra innstig • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu • Hnappur sem losar glussaþrýsting á tengjum • Og margt fleira Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.