Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 201848 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Ábúendurnir á Hryggstekk í Skriðdal fluttu þangað 1. október 2015 eftir að hafa séð jörðina auglýsta til sölu. „Það var ekki á dagskránni að flytja í Skriðdalinn þar sem ég var að hefja feril minn sem slordís á Dalvík, en Jónas er þaðan og vann þar í verktöku. Eftir að hafa spurst fyrir um jörðina þá ákváðum við að láta slag standa, buðum í og eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir Bergljót Halla Kristjánsdóttir. Býli: Hryggstekkur. Staðsett í sveit: Skriðdal, Fljótsdalshérað. Ábúendur: Frú Bergljót Halla Kristjánsdóttir og herra Jónas Rúnar Ingólfsson. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Tveir tvífætlingar og tveir ferfætlingar. Stærð jarðar? 800 ha og 35 ha ræktað land ef Hölluflöt er talin með. Gerð bús? Mjög stórt. Fjöldi búfjár og tegundir? 34 nautgripir (og fer fjölgandi), 8 hænsn, tveir hundar og ein kisa. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjum á því að hræra mjólk í kálfana og gefa strákunum okkar, stórum sem smáum. Að því loknu drífa ábúendur sig í dagvinnuna sína á Egilsstöðum sem eru 27 kílómetra frá Hryggstekk. Þegar heim er komið þá er drifið sig í útiverkin og öllu tilheyrandi. Að loknum gjöfum þá bjóðum við strákunum okkar góða nótt og svara þeir yfirleitt með ágætis jórtur-tón til baka. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin eru án efa heyskapur, þegar vel gengur og ekkert bilar. Einnig er hrikalega gaman að hræra mjólk í nýja kálfa og sjá þá uppgötva fóðurbæti. Leiðinlegustu bústörfin eru ugglaust að moka skít, brjóta saman þvottinn og elta hænur sem hafa sloppið. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Eftir fimm ár verðum við vonandi með helmingi fleiri naut og jafnvel svín (fleiri en húsbóndann). Einnig verðum við búin að uppfæra vélakostinn á búinu þó að duddinn (D4506 '80) sé búinn að koma okkur mjög langt með dyggri aðstoð frá Fiat '94. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það mætti vera meiri gróska í þeim málum. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ágætlega, svo lengi sem við erum þar. Nei, létt spaug! Það þarf að vera töluvert meiri hvatning fyrir nýliða til að þeir sjái hag sinn í íslenskum landbúnaði. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Eru ekki flestir ferðamennirnir sem koma til landsins frá Asíu? Er þá íslensk búvara ekki tilvalin til útflutnings þangað? Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, lýsi, egg og rabarbarasulta. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hakkréttir Höllu. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Jólin 2015 gerði hrikalegt hvassviðri og úrkomu um allt land. Á landareigninni er spennuvirki fyrir álverið á Reyðarfirði og í hvassviðrinu þá brotnuðu ein eða tvær staurastæður sem varð til þess að allt Austurland sló út. Þá varð Hryggstekkur mikið í fréttum fyrir að vera í stanslausu (ó)stuði. Kótelettur og súkkulaðikaka Víða í útlöndum er lamb selt ferskt í sláturtíð sem sælkeravara – og þá er kjötið látið meyrna meira en við Íslendingar erum vön að gera. Hér er gjarnan um „verksmiðjuslátrun“ að ræða á mettíma sem getur komið niður á kjötgæðunum. Með því að láta kjötið meyrna lengur, verður kjötið mýkra og bragð mildara. Venjulega eru aðeins hryggir og læri látin hanga. Slík hágæða lömb eru oft dýrari því það er viss uppgufun og þyngdartap sem á sér stað í vinnsluferlinu – og það má gjarnan finna á hágæða erlendum veitingastöðum. Í góðum kjötvinnslum er hægt að stýra hita- og rakastigi til að ná fram réttri verkun. Þurrmeyrnun (dryage) getur tekið allt frá 10 dögum til sex vikna við bestu skilyrði. Meyrnun kjötskrokka – með og án lofttæmingar í vacumpoka Hér að neðan má sjá tímann (fyrir nokkrar kjöttegundir) sem tekur að ná um 80 prósent af hámarks meyrnun, ef miðað er við að skrokkurinn sé látinn þurrmeyrna við eins gráðu hitastig. › Nautakjöt: 9 til 14 daga › Lamb: 7 til 14 daga › Svínakjöt: 4 til 10 daga Athugið: Með því að notast við lofttæmingu er hægt að láta nautakjöt meyrna lengur – eða í allt að 30 daga. Lamb og svínakjöt er einnig hægt að geyma lengur með lofttæmingu, en þó ekki alveg eins lengi og nautakjöt. Bæði aldur gripa og meyrnunin hefur áhrif á bragðgæði. Rafmagnsörvun er aðferð sem notuð er til að flýta fyrir meyrnun svo hægt sé að frysta skrokka sem fyrst. Það er í raun aðferð til að flýta fyrir eðlilegri meyrnun og hafa kokkar skiptar skoðanir á þeirri aðferð. Flestir mæla með náttúrulegum aðferðum sem krefjast tíma auk þess sem nægt kælipláss þarf að vera til staðar. Margir kokkar eru tilbúnir til að borga meira fyrir slíka betri vöru. Margir hverjir hafa reynslu af heimaslátruðu kjöti og segja bragðgæðin meiri af slíku kjöti. Umræða má alveg eiga sér stað um hvort við erum að fara of hratt með kjötið inn í frost, áður en það er fullmeyrnað. Oft þarf að tvífrysta vöruna sem kemur á endanum á borð neytenda með tilheyrandi rýrnun í bragði og þyngd. Lambakótelettur í möndluhjúpi Í þessari uppskrift er brauðhjúpurinn tekinn á alveg nýtt stig með því að bæta möndlum saman við brauðraspinn – eða nota glúteinlaust hráefni, til dæmis kókos- eða maísflögur. Lambakótelettur › 12 lambakótelettur (flott að vera með skorna lambakórónu) › 1/4 bolli hveiti eða annað mjöl › 11/2–2 bollar þurr brauðrasp › 1 egg, pískað með 2 matskeiðum af vatni › 1/4 bolli möndlur, spænir › 1 msk. fínt söxuð steinselja › Olía til steikingar Meðlæti › Sítrónubátar › Gott salat með, til dæmis með baunum, ferskum mozzarella og kryddjurtum. Lamb - aðferð Setjið hveiti á disk, brauðraspinn á annan disk og eggjablöndunni í grunna skál. Hrærið möndlurnar og steinseljuna saman við brauðraspinn og kryddið vel með salti og pipar. Hver kóteletta er sett í hveiti og það sem er umfram er hrist af. Dýfið í eggjablönduna og setjið síðan í brauðrasp og möndlur. Klappið varlega á hvorri hlið til að tryggja að kóteletturnar séu vel húðaðar. Setjið á stóran bakka og þá eru þær tilbúnar til steikingar. Hitið stóra pönnu yfir miðlungs hita. Setjið olíu á pönnuna, rétt þannig að fljóti yfir allan botnflötinn. Um leið og olían er heit (hægt er að ganga úr skugga um það með því að sleppa nokkrum molum í olíuna, sem ættu þá að krauma ef hún er orðin nægilega heit) er helmingurinn af kótelettunum steiktur, í þrjár mínútur eða þar til áferðin er gullin. Snúið þá kjötinu við og eldið í eina mínútu til viðbótar þar til sú hlið er einnig orðin gullin. Setjið á hreinan eldhúspappír. Endurtakið með rest af lambakótelettunum. Berið fram með sítrónubátum og góðu salati. Súkkulaðikaka Mjög góð, smjörlaus og náttúru- lega sæt kaka, sem er svo skreytt með nammi til að uppfylla sykur- skammtinn. › 200 g baksturssúkkulaði (70% kakó) › 1 matskeið kakóduft › ½ tsk matarsódi › 1¼ bolli (200 g) steinlausar döðlur, eða um 10 stykki › 3 stór egg › ¼ bolli (60 ml) kókosolía › 1 tsk vanilluþykkni Aðferð Hitið ofninn í 180 gráður. Í matvinnsluvél, vinnið saman súkkulaði, kakóduft og matarsóda. Saxið eða vinnið saman döðlur, þá egg, kókosolíu og vanillu. Setjið smjörpappír í sílikonform eða bökunarfat (20 x 20 cm) eða form. Bakið í um það bil 25 mínútur, eða þar til tannstöngull sem er stungið í hana kemur hreinn upp úr henni. Látið kólna áður en þetta er borið fram. › Tveir pakkar af ferskum bláberjum. › Hægt er að skreyta með KIT KAT, 17 stykki. Raðið Kit Kat utan um kökuna, alveg þétt eða með bili á milli. Þekið efsta hlutann á kökunni með ferskum bláberjum (þið getið líka notað önnur ber eða ávexti). Bjarni Gunnar Kristinsson Matreiðslumeistari Hryggstekkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.