Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2018 45 Eigum hina vinsælu vagna frá þessum þekkta framleiðanda til afgreiðslu Strax BÚFJÁRFLUTNINGAVAGNAR frá Ifor Williams Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is UMHVERFISSTOFNUN Rannsóknir á ágangi álfta og gæsa Grein 2 Á síðasta ári kom út samantekt á rannsóknum um ágang álfta og gæsa á ræktarlönd í tímaritinu Biological Review (Fox, Elmberg, Tombre, & Hessel, 2017). Höfundar greinarinnar leituðust við að safna saman öllum greinum úr vísindalegum gagnagrunni sem taka á þessum málum. Elsta greinin sem fannst var frá árinu 1940. Alls var unnið úr 359 greinum og voru flestar frá Evrópu (N=191) en næstflestar frá Norður-Ameríku (N=150). Fáar rannsóknir voru gerðar fram til ársins 1980 en þeim fjölgaði mjög til ársins 2010. Frá þeim tíma hefur dregið úr tengdum rannsóknum. Fram kemur í greininni að flestar rannsóknirnar birtust í hagnýtum vísindaritum, ritum um fugla- og eða vistfræði, eða tímaritum tengdum verndun. Fáar rannsóknir birtust í tímaritum sem gætu talist hafa mikið vísindalegt vægi og aðeins örfáar í tímaritum sem tengjast félags- og eða atferlisfræði, sem er all sérstakt í ljósi þess hve umfangsmikið vandamálið er. Í greininni er m.a. leitast við að svara hvað ákvarðar hvar þessar fuglategundir kjósa að setjast á beit. Þá er farið yfir magn fóðurinntöku og orkubúskap og áhrif beitar á ræktarland, svo fleira sé nefnt. Þá er einn kafli sem fjallar um hvaða aðgerðir hafa reynst best til að verja ræktarland og fjallað um stjórnunaraðgerðir, þ.e. aðgerðir til að halda fuglum frá ákveðnum svæðum. Helstu niðurstöður eru dregnar saman í handhæga töflu sem gefur til kynna hvernig megi bregðast við ákveðnum aðstæðum. Að öðru leyti voru helstu niðurstöður höfunda þessar: 1. Þrátt fyrir langa sögu rannsókna á þessu efni, eru niðurstöðurnar hlutdrægar bæði landfræðilega og tegundalega. Þar er átt við að rannsóknirnar séu bundnar við of fá svæði og of fáar tegundir og að þess vegna geti reynst erfitt að nýta þær milli ólíkra svæða. Á sama tíma og margir gæsastofnar hafa vaxið gríðarlega hefur rannsóknum á þessu efni fækkað á síðari árum. Þetta, ásamt stöðugum breytingum á loftslagi og búskaparháttum, hefur leitt af sér enn minni skilning á því hvernig megi minnka árekstra þessara fuglastofna við mannfólkið. 2. Margar rannsóknir sína að gæsir og álftir eru mjög vandlátar á fæðu og vega og meta jöfnum höndum eigið öryggi og gæði fæðunnar. Fjölmargar rannsóknir sýna líka að þessar fuglategundir yfirgefa gjarnan náttúruleg heimkynni fyrir næringaríkari fæðu á landbúnaðarsvæðum þar sem oft er minna afrán. Landbúnaður hefur því aukið mjög á árekstra þessara tegunda við menn. 3. Blandaðar stjórnunaraðgerðir eru yfirleitt besta lausnin til að minnka ágang álfta og gæsa. Í töflunni sem fylgir greininni er yfirlit yfir stjórnunaraðgerðir sem hafa verið vísindalega sannaðar og má nýta í baráttunni við ágang þessara fuglategunda. 4. Þrátt fyrir aukinn skilning á hegðun gæsa og þekkingu á því hvernig megi koma í veg fyrir tjón af þeirra völdum, verður vandamálið alltaf háð aðstæðum hverju sinni. Þess vegna ættu rannsóknir að ná yfir breiðara svið, leggja ber meiri áherslu á mismunandi fælingaraðferðir, bragðgæði viðkvæmra plöntutegunda, uppbyggingu og staðsetningar griðarsvæða og síðast en ekki síst, félagsfræðilega þætti sem lítill skilningur er á, en gætu leikið stórt hlutverk í að draga úr vandanum. Hér læt ég staðar numið og vona að þetta verði einhverjum að gagni. Í töflunni kemur margt fram sem nýst gæti bændum þótt sumt eigi frekar við þéttbýli. Í öllu falli eru þetta atriði sem gott er að hafa í huga þegar ákvarðanir eru teknar um skipulag ræktarlands. Bjarni Jónasson bjarni@ust.is Heimild Fox, A. D., Elmberg, J., Tombre, I. M., & Hessel, R. (2017). Agriculture and herbivorous waterfowl: a reviw of the scientific basis for improved management. BIOLOGICAL REVIEW, 854-877. Bjarni Jónasson. Rannsóknarniðurstöður Rannsakaðar tegundir Stjórnunaraðgerð Kanadagæs Helsingjar Hnúðsvanir Margæsir Blesgæs Helsingjar Heiðagæsir Margæsir Kanadagæsir Dvergsvanir Helsingjar Heiðagæsir Blesgæs Grágæs Helsingjar Helsingjar Margæsir Blesgæsir Grágæsir Akurgæsir Kanadagæsir Blesgæsir Heiðagæsir Margæsir Hnúðsvanir Álftir Kanadagæsir Heiðagæsir Grágæsir Helsingjar Heiðagæsir Gæsir og álftir forðast staði þar sem þéttleiki rándýra og manna er mikill. Kanadagæsir Ræktun runna og skjólbelta, uppbygging skotbyrgja á túnum. Útsýnisstaðir við vegi, hjóla- og göngustígar. Grasbítar forðast ákveðnar grastegundir. Kanadagæsir Sáning „bragðvondra“ grastegunda þar sem ekki á að uppskera, t.d. við flugvelli, golfvelli og önnur útivistarsvæði. Kanadagæsir Snjógæsir Grágæsir Hnúðsvanir Heimild: Fox, A. D., Elmberg, J., Tombre, I. M., & Hessel, R. (2017). Agriculture and herbivorous waterfowl: a reviw of the scientific basis for improved management. BIOLOGICAL REVIEW, 854-877. Fælingar geta virkað ef þær eru nægilega kröftugar eða síendurteknar og ef fuglarnir hafa aðra staði til að leita á, t.d. uppræktuð griðasvæði. Fælingar gera það að verkum að gæsir þurfa að eyða of mikilli orku í fæðunám og leita að lokum annað. Ræktun griðasvæða og/eða fóðrun með fæðu sem er með hátt próteinhlutfall, er orkurík, hefur mikinn meltanleika og lágt trefjainnihald. Aðlaga að mismunandi næringarkröfum eftir árstíðum (mikið prótein vor og haust, orkuríkt síðla vetrar og snemma á vorin). Gæsir og álftir hafa mikla hæfileika til að finna fæðu sem er prótein- og orkurík (fita, kolvetni) en að sama skapi lág í trefjum. Ræktun griðasvæða með köfnunarefnisríkum áburði til að halda gæsum frá annarri uppskeru. Tún með grasi sem hefur fengið áburð með miklu köfnunarefni dregur að gæsir. Ræktun á þolnari grastegundum þar sem álag er mikið, t.d. nálægt náttstöðum. Sneggri grassvörður laðar að jafnaði að minni tegundir með styttri gogg (heiðagæsir og helsingja), en grágæsir og álftir bíta gjarnan hærri svörð. Hæð grassvarðarins ræður því hvaða tegundir sækja í túnin. Stærri tún og akrar eru ákjósanlegri fyrir gæsir heldur en minni. Minnka tún eða brjóta upp í minni reiti með ólíkri ræktun sem er minni en 5-6 hektarar. Þannig er auðveldara að verjast tjóni. Ræktun griðarsvæða sem eru stærri en 5-6 hektarar. Samstarf milli bænda um ræktun til að koma í veg fyrir stór samliggjandi svæði með ræktun sem dregur að fugla, brjóta upp svæði og girða meðfram vatni. Vissar grastegundir hafa betri eiginleika til að endurnýja sig og þola beit betur. Tún og akrar nærri náttstöðum verða fyrst fyrir valinu hjá gæsum og álftum áður en fuglarnir fara að leggja á sig lengri leiðir til fæðuöflunar. Útbúa griðasvæði eða fóðrunarstaði nær vatnsbólum og náttstöðum til að vernda aðra uppskeru. Útbúa hvíldar og náttstaði fjarri uppskeru sem á að vernda. Örugg fæðusvæði eru meira aðlaðandi fyrir gæsir og álftir. Ræktun griðlanda á opnum svæðum, fjarri vegum og nærri nátt- og hvílustöðum. Að sama skapi má brjóta upp ræktarlönd með skjólbeltum, skurðum og skotbyrgjum. Grasbítar forðast bragðvont gras. Úðun lyktarefna á gras, t.d. methiocarb eða kalk. Mynd / HKr. VIÐSKIPTABLAÐIÐ LESTUR PRENTMIÐLA Á LANDSBYGGÐINNI HEIM ILD : Prentm iðlakönnun G allup. K önnunartím i okt.-des. 2017. BÆNDAHÖLLIN VIÐ HAGATORG Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 0% 10% 20% 30% 40% 50% DV STUNDIN MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ BÆNDABLAÐIÐ 8,0% 11,2% 9,4% 22% 27,3% 43,1%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.