Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2018 49 Þessi skemmtilega húfa heldur hita á þér í vetur. Prjónuð úr Drops Nepal sem nú er á 30% afslætti hjá okkur. Stærðir: S/M (L/XL) Höfuðmál: ca 53/55 (56/58) cm Garn: Drops Nepal fæst í Handverkskúnst Litur grár nr 0501: 100 (100) g Prjónar: Hringprjónn 60 cm nr 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur með perluprjóni verði 10 cm. Tvöfalt perluprjón: Umferð 1 (rétta): *Prjónið 1 L sl, 1 L br*,endurtakið frá *-*. Umferð 2 (ranga): Prjónið sl yfir sl og br yfir br. Umferð 3 (rétta):Prjónið br yfir sl og sl yfir br. Umferð 4 (ranga): Prjónið eins og umf 2. Endurtakið umf 1 til 4. Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. Aðferð: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 80 (88) lykkjur. Prjónið 1 umf slétt, prjónið nú tvöfalt perluprjón – sjá skýringu að ofan – yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 20 (21) cm (stillið af þannig að síðasta umf er frá réttu) er prjónað garðaprjón – sjá skýring að ofan – til loka, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í 4. hverri umf þannig: Umferð 4: Fækkið um 16 (18) lykkjur jafnt yfir (= ca 5. hver L) = 64 (70) lykkjur á prjóni. Umferð 8: Fækkið um 13 (14) lykkjur (= ca 5. hver L) = 51 (56) lykkjur. Umferð 12: Fækkið um 10 (11) lykkjur (= ca 5. hver L) = 41 (45) lykkjur. Umferð 16: Fækkið um 9 (9) lykjur (= ca 5. hver L) = 32 (36) lykkjur. Umferð 20: Prjónið allar lykkjur 2 og 2 slétt saman = 16 (18) lykkjur. Umferð 24: Prjónið allar lykkjur 2 og 2 slétt saman = 8 (9) lykkjur. Klippið bandið frá og dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru. Saumið húfuna saman við miðju að aftan, saumið kanti í kant þannig að saumurinn verði ekki of þykkur. Húfan mælist ca 26 (27) cm. Festið bandið vel og þvoið húfuna. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Perluprjónshúfa HANNYRÐAHORNIÐ Létt Miðlungs Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þung 7 5 3 8 6 2 4 1 5 7 8 6 1 5 9 4 4 2 1 3 9 5 6 8 2 9 8 7 3 6 1 9 6 4 9 5 Þyngst 7 6 9 5 6 3 8 8 4 1 7 8 6 1 5 2 8 4 9 8 4 4 3 2 7 9 2 5 5 9 2 2 6 1 5 4 6 2 4 7 3 6 8 5 7 2 9 4 5 3 8 3 9 1 4 1 9 2 8 5 7 1 3 8 7 6 9 6 5 2 3 4 3 1 6 1 2 4 3 7 Hundurinn Hekla í mestu uppáhaldi FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ „Ég heiti Benjamín Magnús og hef búið í sveit frá 2 ára aldri og finnst það frábært. Við eigum hesta, hænur og einn hund sem heitir Hekla.“ Nafn: Benjamín Magnús Magnússon, fæddur í Reykjavík 16. júní 2006. Aldur: Ég er 12 ára. Stjörnumerki: Tvíburi. Búseta: Ég bý á Hallanda í Flóahreppi. Skóli: Ég er í Flóaskóla sem er um 100 barna skóli í sveitinni. Við erum sótt með skólabíl. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir eru uppáhaldsgreinin mín en mér finnst líka gaman í náttúrufræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundurinn minn, hún Hekla. Uppáhaldsmatur: Lambalæri eins og amma eldar það og svo pitsurnar hans pabba. Uppáhaldshljómsveit: Í dag er það Coldplay en annars finnst mér mjög gaman að hlusta á alls konar tónlist. Uppáhaldskvikmynd: Avengers Infinity Wars finnst mér frábær. Fyrsta minning þín? Þegar ég var 2 ára og bjó í Reykjavík áður en ég flutti í sveitina. Ég man að ég átti leikfangabíl sem ég elskaði. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já ég er að æfa fótbolta með UMFS á Selfossi og er markmaður í 4. flokki. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að sjálfsögðu að verða atvinnumaður í knattspyrnu og kannski verð ég þjálfari líka? Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Einu sinni var ég hjá vinum mínum sem eiga heim rétt hjá mér og þar er stór gámur. Við vorum að leika okkur í kringum hann og við klifruðum síðan upp á hann og hoppuðum alla leið niður. Ég veit að það er smá hættulegt en það var geggjað gaman. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór með mömmu og systur minni ásamt ömmu Svanhvíti og afa Jóni til Spánar að heimsækja frænku mína. Næst » Benjamin skorar á Ólöfu Völu Heimisdóttur að svara næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.