Bændablaðið - 18.10.2018, Síða 22

Bændablaðið - 18.10.2018, Síða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 201822 Sérverkað lambakjöt fyrir kokkana í Hörpu Kokkarnir í Hörpu með Bjarna Gunnar Kristinsson í fararbroddi vilja auka virði lambakjötsins sem kröfuharðir gestir þeirra fá á sinn disk. Með það að markmiði hafa kokkarnir hafið samstarf við Kjötsmiðjuna um sérverkun á lambahryggjum með fulla meyrnun að markmiði. Kjötiðnaðarmenn Kjöt smiðjunnar fá lambið ferskt í heilum skrokkum í sláturtíðinni og taka hryggina frá fyrir Hörpu, láta standa á grind í kæli í eina viku, að því loknu eru hryggirnir úrbeinaðir og hryggvöðvanum pakkað. Hryggvöðvarnir fá síðan aðra viku í meyrnun áður en kokkarnir í Hörpu taka við vörunni og nýta ferska í sláturtíðinni auk þess sem hluti er frystur til síðari nota. Í samstarfi við Hörpu frá byrjun Sigurður Gunnarsson er fram- kvæmdastjóri Kjötsmiðjunnar. „Kjötsmiðjan hefur átt í samstarfi við Hörpu frá byrjun, þar sem vörur hafa verið þróaðar í samstarfi við veitingamenn þar. Núna erum við að sérvinna lambahryggi eftir forskrift Bjarna Gunnars Kristinssonar, matreiðslumeistara í Hörpu. Kjötsmiðjan var stofnuð árið 1990 og var fyrst til húsa að Smiðjuvegi 24 í Kópavogi, en þar ráku þeir feðgar Gunnar Snorrason og Sigurður Gunnarsson kjötvinnsluna Kjöt og álegg í tengslum við Kjörbúðina í Hólagarði. Árið 1996 var starfsemin flutt að Fosshálsi 27 í Reykjavík, þar sem kjötvinnslan er starfrækt í dag. Eins og í byrjun eru viðskipta- vinir aðallega veitingahús og hótel, einnig rekur fyrirtækið verslun með framleiðsluvörur sínar á sama stað. Kjötsmiðjan sérhæfir sig í að þjónusta veitingahús og hótel þar sem áhersla er lögð á gæði og góða þjónustu. Finnum stóran mun á því að vinna með fullmeyrnað lambakjöt Bjarni Gunnar Kristinsson, matreiðslumeistari í Hörpu, segir: „Við vorum að fá fyrsta skammt úr haustslátrun 2018, sem við notum í veislur og á Kolabrautinni, og finnum stóran mun á því að vinna með fullmeyrnað lambakjöt. Það er einfaldlega ekki hægt að líkja þessu kjöti við annað lambakjöt, því áferðin er allt önnur við steikingu, með stökkri fitu og safaríkara. Margir líkja þessu lambi við villibráð eins og þekkist með hreindýr sem eru oft ótrúlega mjúk undir tönn. Þessi aðferð byrjaði á mínum tíma í Kokkalandsliðinu og tilraunum á Hótel Sögu þegar ég starfaði þar. Að mínu viti eru lambahryggirnir fullkomnir í þessa verkun vegna einangrunar sem kemur af fitunni og er þá lágmarks rýrnun úr vöðvunum við sjálfa eldunina. Vissulega verður ákveðin rýrnun við sjálfa verkunina og uppgufun en ég tel það vera réttlætanlega rýrnun þegar gæðin margfaldast á móti. Oft eru kokkar pirraðir að hella dýrmætum kjötsafa úr vacumpokum og ofnbökkum við eldun á kjöti sem hefur ekki fengið fulla meyrnun fyrir frystingu. Það réttlætir hærra verð fyrir betri vöru sem er tilbúin og fullmeyrnuð og hefur aukið virði fyrir mína kröfuhörðu gesti,“ segir Bjarni. FÉLAGS–&MARKAÐSMÁL Starfsmenn Kjötsmiðjunnar við kjötskurð. „Hin gömlu kynni gleymast ei“ – Vettvangur fyrir fyrrum virka bændur í félagsmálum „Hin gömlu kynni gleymast ei“ er yfirskrift samveru sem efnt verður til hjá Lamb Inn, ferðaþjónustu á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit dagana 16. til 18. nóvember næstkomandi. Tilgangurinn er að skapa vettvang fyrir þá sem voru virkir í félags málum bænda, afurðastöðva og stofnana landbúnaðarins á árunum 1980 til 2010 og gefa þeim sem áður stóðu í framlínunni færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. „Það er tvennt sem fyrst og fremst vakir fyrir okkur með þessari samkomu,“ segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson hjá ferðaþjónustunni á Öngulsstöðum, „í fyrsta lagi að gefa fólki sem var virkt á þessum vettvangi áður tækifæri til að hittast og í öðru lagi að búa til vettvang þar sem þeim gefst kostur á að viðra hugmyndir sínar og sjónarmið hvað varðar stöðu landbúnaðarins um þessar mundir.“ Ramminn er rúmur Jóhannes Geir segir að öllu því sem fram komi á fundinum muni verða haldið til haga og komið á framfæri við Bændasamtök Íslands. Hann segir þann ramma sem settur er um þátttak endur, þ.e. að þeir hafi verið virkir í félags málum bænda og afurðastöðva yfir 30 ára tímabil, frá 1980 til 2010, nokkuð rúman og hann verði að auki túlkaður vítt. „Það eru æði margir sem hafa setið í stjórnum og ráðum, allt frá búnaðarfélögum til landssamtaka og ef út í það er farið þá er það líka virkni að hafa tekið þátt og látið að sér kveða á fundum sem tengjast l a n d b ú n a ð i , “ segir hann. Hann nefndi einnig að þeir sem starfað hafi í fyrirtækjum, stofnunum og skólum land- bún aða rins væru einnig aufúsa- gestir. F u n d u r i n n á Lamb Inn hefst eftir hádegi föstudaginn 16. nóvember næstkomandi og að lokinni dagskrárkynningu verður haldið í heimsóknir til bænda í Eyjafjarðarsveit. Um kvöldið verður boðið upp á hefðbundið jólahlaðborð hjá Lamb Inn þar sem gamli góði andi fyrri ára svífur yfir vötnum. Fróðlegar framsögur Fundur um málefni landbúnaðarins verður á laugardeginum. Framsögu hafa þau Baldur Helgi Benjamínsson búfjárerfðafræðingur, sem fjallar um búfjárrækt árið 2050, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, fagstjóri búfjárræktar hjá RML og fulltrúi í háskólaráði Lbhí, erindi hennar nefnist „Enginn er eyland“ – hugleiðingar um gildi menntunar í landbúnaði. Finnbogi Magnússon, stjórnarformaður Landbúnaðarklasanna, flytur erindi þar sem hann fjallar um stöðu og tækifæri í íslenskum landbúnaði. Að framsögum loknum gefst fundargestum færi á að koma sjónarmiðum sínum um stöðu og horfur í landbúnaði á framfæri. ,,Það er einnig von okkar að Bændablaðið sjái sér hag í að fylgjast með fundinum,“ segir hann. Síðdegis er móttaka hjá afurðastöðvum á svæðinu þar sem forsvarsmenn taka á móti hópnum og fara yfir stöðu mála. Dagskrá lýkur á sunnudegi, 18. nóvember, með því að fundar- lóðsinn, Daði Már Kristófersson, prófessor við HÍ, dregur saman það helsta sem fram kom í fundar höldum helgarinnar. ,,Þá verður í lokin kannað hvort vilji er til að stofna , , Ö l d u n g a r á ð landbúnaðarins“ sem væri þá formlegur vettvangur fyrir gamla jaxla, af báðum kynjum, til þess að viðra skoðanir sínar og eftir atvikum hafa áhrif með því að koma þeim á framfæri: Hvað ungur nemur gamall temur“ segir Jóhannes. Gist verður á Lamb Inn Öngulsstöðum og heimagistingu í nágrenninu ef á þarf að halda. Allar frekari upplýsingar um fyrirkomulag og verð er hægt að finna á www. lambinn.is. „Hin gömlu kynni gleymast ei“ er yfirskrift samveru sem efnt verður til hjá Lamb Inn, ferðaþjónustu á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit dagana 16. til 18. nóvember næst- komandi. Tilgangurinn er að skapa vettvang fyrir þá sem voru virkir í félagsmálum bænda, afurðastöðva og stofnana landbúnaðarins á ár- unum 1980 til 2010 og gefa þeim sem áður stóðu í framlínunni færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Frá vinstri: Framleiðslustjórinn Marteinn Sigurðsson kjötiðnaðarmeistari og Róbert Hannesson sölustjóri. Kjötiðnaðarmenn Kjöt smiðjunnar fá lambið ferskt í heilum skrokkum í sláturtíðinni og taka hryggina frá fyrir Hörpu, láta standa á grind í kæli í eina viku, að því loknu eru hryggirnir úrbeinaðir og hryggvöðvanum pakkað. Hryggvöðvarnir fá síðan aðra viku í meyrnun áður en kokkarnir í Hörpu taka við vörunni.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.