Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 201836 Ræktun á alfalfa sem fóður hefur margfaldast undanfarna áratugi. Plantan þykir gott fóður, hvort sem er fyrir nautgripi, sauðfé, hesta eða kanínur. Alfalfa er einnig ræktað til manneldis. Á íslensku kallast alfalfa refasmári. Framleiðsla á alfalfa hefur aukist jafnt og þétt frá síðustu aldamótum og er í dag mest ræktaða fóðurjurt í heimi, auk þess sem plantan er ræktuð til manneldis. Undanfarin ár hafa verið ræktuð um það bil 450 milljón tonn af alfalfa á ári og um það bil 30 milljón hektarar notaðir til ræktunarinnar. Sé ræktuninni skipt niður á heimsálfur er 41% hennar í Bandaríkjum Norður-Ameríku, 25% í Evrópu, 23% Suður-Ameríku og 8% í Asíu, Afríku og í Eyjaálfunni. Ef litið er til landnotkunar er alfalfa ræktað á um 11,9 milljón hektara í Bandaríkjunum, 6.9 milljónum hektara í Argentínu, tveim milljónum í Kanada, 1,8 í Rússlandi, 1,3 milljónum hektara á Ítalíu og í Kína og minna mæli annars staðar í heiminum. Stærstu ræktunarsvæðin alfalfa í Bandaríkjunum eru í Kaliforníu, Suður-Dakóta, Wisconsin Idaho og Montana. Bandaríki Norður-Ameríku eru stærsti útflytjandi alfalfa í heiminum og fluttu út 2,7 milljón tonn af þurru alfalfa sem fóður árið 2017. Kína er stærsti innflytjandinn og flutti inn tæp tvö milljón tonn af þurru alfalfa fóðri. Næststærstu innflytjendurnir er Japan með rúmlega 0,5 milljón tonn. Í þriðja sæti er svo Sádi-Arabía með 0,3 milljón tonn. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru árið 2017 flutt inn rúm 118,4 tonn af refasmára sem mjöl og kögglar til fóðurs, 73,8 frá Danmörk og 44,6 tonn frá Hollandi. Auk þess sem eitthvað er flutt inn af refasmárafræjum bæði til ræktunar og spíra til manneldis. Fóður fyrir kýr í Sádi-Arabíu ræktað í Bandaríkjunum Í grein sem birtist í Bændablaðinu í maí 2016 segir að fjárfestar frá Sádi- Arabíu og fleiri ríkjum við Persaflóa hafi verið að skófla til sín ræktarlandi í suðvesturhluta Bandaríkjanna, einkum í Kaliforníu og Arizona. Eru íbúar sagðir vera farnir að þrútna af bræði út í þessa erlendu fjárfesta. Það er á þeim svæðum sem hafa orðið fyrir hvað mestum áhrifum af langvarandi þurrkum. Þar hefur einnig verið gengið mjög á grunnvatnsbirgðir, meðal annars vegna mikillar ávaxtaræktunar. Á vegum arabísku fjárfestanna er nú ræktað alfalfa í stórum stíl á bandarísku landi og með grunnvatni sem hratt gengur á. Refasmárinn er einstaklega orkuríkur sem fóður fyrir húsdýr og er plantan oft kölluð drottning fóðurjurtanna. Er uppskeran svo flutt þurrkuð sem hey með skipum í stórum stíl til Sádi-Arabíu. Þar er það nýtt til að fóðra mjólkurkýr sem aldar eru þar á gróðursnauðu landi sem býður ekki upp á möguleika til ræktunar á refasmára, né öðru nauðsynlegu fóðri. Ræktun á refasmára tekur til sín hlutfallslega mesta vatnsnotkun í Kaliforníu samkvæmt tölum California Department og Water Resource. Nam vatnsnotkun vegna ræktunar á refasmára í ríkinu á árinu 2013 um 6,2 milljörðum tonna af vatni. Meðaltal þriggja ára vatnsnotkunar vegna refasmáraræktunar var um 6,8 milljarðar tonna. Um 95% af þessu vatni gufar svo upp við þurrkun á refasmáranum til útflutnings. Með öfluga stólparót Alfalfa, eða refasmári, er fjölær belgjurt af ertublómaætt, eins og hvít- og rauðsmári, sem kallast Medicago sativa á latínu. Plöntur innan ættkvíslarinnar Medicago teljast 87 og finnast flestar villtar í löndunum í kringum Miðjarðarhafið. Flestar tegundir innan ættkvíslarinnar eru lágvaxnar að alfalfa undanskilinni. Refasmári þykir gott fóður fyrir búfé, hvort sem það eru nautgripir, hross, sauðfé eða geitur. Þar sem refasmári er niturbindandi er hann einnig ræktaður til að bæta jarðveg og í samplöntun til að auka uppskeru. Plantan er með öfluga stólparót, með mörgum hliðarrótum, sem á fullvöxnum plöntum getur teygt sig rúma sex metra niður í jörðina í leit að vatni. Dæmi er um að hliðarrót refasmára hafi teygt sig 15 metra frá meginrótinni. Stöngullinn sléttur viðkomu, 30 til 100 sentímetra hár og með mörgum greinum. Blöðin þrífingruð, smáblöðin ílöng og lengdin þrisvar til fjórum sinnum breidd þeirra og saxtennt í endann. Blómin blá, 10 til 20 saman í hnapp. Fræbelgirnir spírallaga, grænir í fyrstu en verða brúnir með þroska, hver með 10 til 20 fræjum. Nafnaspeki Í Bandaríkjum Norður-Ameríku kallast refasmári alfalfa og er talið að heitið sé þangað komið frá Íran, aspastor eða ispist, eftir margs konar framburðarbreytingar, með Spánverjum sem kölluðu plöntuna fyrst alfalfez eða al-fisfisa og síðan alfalfa. Heitið buffalóagras þekkist einnig í Norður-Ameríku. Á Bretlandseyjum og í Danmörku kallast plantan lucerne, á sænsku lusern og á frönsku og þýsku luzerne. Á íslensku eru heitin refasmári og alfalfa algengust en heitið lúserna þekkist einnig. Heitið lucerna mun komið í latínu og táknar ljóshring. Lucerna er algengt kvenmannsheiti á rómönskum tungumálum. Latneska ættkvíslarheitið Medicago er upprunnið úr grísku median og tengist Medesum sem lifðu í Íran eða Persíu á áttundu öld fyrir upphaf okkar tímatals. Tegundaheitið sativa þýðir að plantan sé ræktuð. Á kínversku kallast refasmári zi mu. Saga Talið er að uppruna refasmára sé að finna í suðurhluta Mið-Asíu og að hann hafi fyrst verið ræktaður í Íran til forna. Samkvæmt gríska sagnamanninum Pliny sem var uppi á fyrstu öld eftir Krist kynntust Grikkir ræktun á refasmára 490 fyrir Krist þegar Persar hertóku grísk landsvæði og ræktuðu plöntuna þar. Í bókinni Opus Agricultura eftir fimmtu aldar rithöfundinn Palladius segir að refasmári gefi uppskeru í tíu ár eftir að honum er sáð og að það sé óhætt að slá hann fjórum til sex sinnum á ári. Þar segir að refasmári sé gott fóður fyrir hesta og nautgripi en að nautgripir eigi til að fá þembu éti þeir mikið af honum. Bæði Pliny og Palladius nefndu plöntuna medica og vísa þannig til Medesa í Persíu. Sagt er frá alfalfa fræjum og spírum í fornum indverskum lækningaritum og sagt að hvoru tveggja sé næringarríkt og gott til að bæta blóðflæði líkamans. Samkvæmt Máranum Ibn al-'Awwam ræktuðu Spánverjar al-fisfisa eða alfalfa sem skepnufóður á 16. öld. Plantan barst með spænskum landnemum vestur um haf til nýja heimsins á 16. öld sem fóður fyrir hesta. Ræktun plöntunnar hófst vestanhafs á austurströnd Bandaríkja Norður-Ameríku á 18. öld en án HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Gulblóma alfalfa, Medicago falcata, hefur reynst vel í ræktun í Alaska. Heimsframleiðsla á alfalfa er um 450 milljón tonn á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.