Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2018 31 EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is SENDUM HVERT Á LAND SEM ER! JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður NÝR DEKKJAVEFUR! www.jeppadekk.is Galdrasmyrslin að vestan Fjölskyldufyrirtækið Villimey slf. á Tálknafirði er orðið vel þekkt sem framleiðandi á há gæða húðvörum hér á landi. Á landbúnaðarsýningunni í Laug- ar dal voru þær Lív Braga- dóttir og Aðalbjörg Þor steins- dóttir að kynna vörur fyrir- tækisins þegar blaðamann Bændablaðsins bar að garði. „Ég er búin að vera með þessar vörur og þróa í 15 ár, fyrst fyrir fjölskylduna áður en við settum vörurnar á markað fyrir 13 árum,“ segir Aðalbjörg Þorsteinsdóttir. „Upphaflega var þetta bara ætlað fyrir okkur sjálf, en svo fór fólk að falast eftir þessu út um allt land þegar það heyrði af virkninni.“ Smyrslin frá Villimey eru lífrænt vottuð af vottunarstofunni Túni og unnin úr margvíslegum jurtum sem tínd eru í Tálknafirði og Arnarfirði. „Salan á þessum vörum hefur gengið vel og þær auglýsa sig svolítið sjálfar með virkninni. Við erum líka búin að láta Matís rannsaka allar okkar vörur með tilliti til virkni efnanna. Þar höfum við fengið staðfestingu á að þær virka eins og við höfum verið að segja. Þetta eru því ekki bara okkar fullyrðingar, heldur getum við stutt þær með rannsóknum.“ Sannkallað fjölskyldufyrirtæki – Eru þið mörg að vinna í kringum þessa framleiðslu? „Það er bara fjölskyldan. Ég á fjórar dætur og síðan fjölgar í kringum okkur svo þetta er orðið öflugt lið.“ Aðalbjörg segist hafa leitað sér upplýsinga í gamlar heimildir og reynslu fólks af virkni jurta. Smám saman hafi hún fundið réttu blöndurnar til að fást við ýmiss konar mein, eins og bólgur, brunasár og annað. Vörutegundirnar eru nú fjölmargar eins og Vöðva- og Liða Galdur, Fóta galdur, Vara galdur, Munnangurs Galdur, Hvannar galdur, Berja galdur og Birkigaldur og hver með sína virkni. „Það skiptir mjög miklu máli hvenær á vaxtarskeiðinu maður tínir jurtirnar upp á virknina að gera. Það skiptir máli upp á kraftinn sem felst í jurtunum. Einnig skiptir máli hvaða hluta jurtanna maður er að nota. Þá nota ég ýmist blöð, blóm eða rætur, allt eftir því hvaða virkni ég er að sækjast eftir. Maður sér það á vaxtarstiginu hvernig jurtirnar koma til með að virka.“ Veðurfarið hefur mikil áhrif – Skiptir þá veðurfarið ekki líka miklu máli? Jú, algjörlega. Ég hef aldrei lent í öðru eins ástandi og í sumar. Oft hef ég fengið köld vor þar sem fyrstu jurtirnar lifna frekar seint, en þær sem eiga að vakna til lífsins í júní og júlí eru þá yfirleitt á réttum tíma. Í sumar voru hins vegar allar jurtir seint á ferðinni. Annars eru jurtirnar hér á Íslandi mjög kraftmiklar, þær vaxa hratt þegar þær taka við sér og hafa stuttan vaxtartíma vegna okkar stutta sumars. Að því leyti erum við mjög heppin og svo er svæðið sem við erum að tína jurtirnar á mjög hreint. /HKr. Það var mikið spjallað og spurt á básnum hjá Villimey. Lív mátti hafa sig alla við að sinna for- vitnum sýningargestum. Lív Bragadóttir og Aðalbjörg Þorsteinsdóttir kynntu margvísleg galdrasmyrsl Myndir / HKr. Gylfafl öt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is Frostagata 2a 600 Akureyri Við þökkum þeim fjölmörgu gestum sem heimsóttu okkur á sýninguna Íslenskur landbúnaður 2018. Takk fyrir frábærar stundir. – VERKIN TALA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.