Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 201832 LÍF&STARF Sjóferðir Hafsteins og Kiddýar á Ísafirði er fyrirmyndarfyrirtæki Creditinfo árið 2018: Hélt uppi póstflutningum til bænda við Djúp en nú vega farþegar skemmtiferðaskipa þyngst Sjóferðir Hafsteins og Kiddýar hafa verið með farþegasiglingar frá Ísafirði í rúm 30 ár, en fyrirtækið eiga og reka þau hjón, Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri og Hafsteinn Ingólfsson skipstjóri. Þau hjón hafa reyndar verið í farþegasiglingum og í þjónustu við bændur við Ísafjarðardjúp í vel yfir 30 ár og þá framan af á kennitölu Hafsteins. Þann 22. desember 1998 var fyrirtækið Sjóferðir Hafsteins og Kiddýar ehf. hins vegar skráð formlega sem einkahlutafélag hjá firmaskrá á Ísafirði og á það því 20 ára afmæli nú í desember. Nýverið bárust þeim þau gleðitíðindi frá Creditinfo að fyrirtækið væri á meðal 2% fyrirtækja í landinu sem hlytu nafnbótina fyrirmyndarfyrirtæki 2018. Verður það væntanlega tilkynnt formlega við athöfn í Hörpunni 14. nóvember næstkomandi. Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, eða Kiddý, eins og heimamenn kalla hana, segir að besta sumarið þeirra hafi verið 2016. Þá hafi þau verið að flytja um 15 þúsund ferðamenn. Þar af kom drjúgur hluti af skemmtiferðaskipum. Nú hafi þau horft fram á fækkun ferðamanna tvö ár í röð þrátt fyrir að komum skemmtiferðaskipa hafi frekar fjölgað en hitt. Veruleg fækkun ferðamanna út á land „Við erum nú farin að finna verulega fyrir því hvað Ísland er talið dýrt ferðamannaland. Það hefur spurst út og erfitt getur reynst að vinda ofan af þeirri ímynd. Við erum fræg fyrir það, Íslendingar, að jarða okkur sjálf þegar allir ætla að verða ríkir á augabragði í þessari grein og fara á botnlaust fjárhagsfyllirí. Það er okrað á ferðamönnum í gistingu og veitingum og þess vegna stoppa þeir skemur á Íslandi og kaupa síður sérferðir en áður. Ekki má heldur gleyma háu gengi krónunnar. Nú stoppa flestir ferðamenn kannski ekki nema þrjá daga og halda þá aðallega til á Suðvesturlandinu. Það þýðir að færri fara út á landsbyggðina. Hjá okkur var fækkun farþega um 20% árið 2017 og aftur um 17% fækkun nú í sumar.“ Án skemmtiferðaskipanna væri staðan döpur „Svo erum við enn í því fari að búa við óboðlegar samgöngur. Hér er ekki hægt að treysta á flug og hingað er ekki hægt að fljúga á kvöldin vegna lélegra flugaðstæðna. Þá hefur lítið sem ekkert verið gert í vegamálum í áratugi, en það er sú samgönguleið sem fólk verður að treysta á. Vegna þessa þá afskrifa ferðamenn bara Vestfirði. Ef við hefðum ekki farþegana af skemmtiferðaskipunum, þá gætum við gleymt því að reyna að halda úti þessum rekstri eins og hann er með þrem bátum í dag,“ segir Kiddý. Sjóferðir Hafsteins og Kiddýar eru með tíu manns í vinnu en hafa samt látið Vesturferðir í Edinborgarhúsinu á Ísafirði um að annast sölu farmiða og eru þau þar líka hluthafar. Telja þau hjón það mikilvægan hlekk til að hægt sé að halda uppi fjölbreyttri ferðaþjónustu á svæðinu. Úr köfunarþjónustu yfir í farþegaflutninga Hafsteinn hóf reyndar siglingar á Flugfisk hraðbát árið 1984, eða fyrir 34 árum á eigin kennitölu. Stundaði hann þá m.a. köfun og kom þá mörgum skipum til bjargar fyrir utan Vestfirði sem höfðu fengið troll eða netadræsur í skrúfuna. 50 ára köfunarafmæli Núna í sumar voru 50 ár liðin frá því Hafsteinn hóf sinn feril í köfunarþjónustu og er hann nú elsti atvinnukafari á landinu. Köfunarferil sinn hóf hann í Kristiansand í Noregi og við síldveiðar á Norðursjó árið 1968. Þegar hlutverk köfunar- og skipaþjónustu Hafsteins breyttist og farþega- og póstflutningar hans fóru að aukast kom Kiddý að útgerðinni með honum. Eigi að síður má enn finna Köfunarþjónustu Hafsteins Ingólfssonar í símaskránni. Fyrsti báturinn var einungis með leyfi fyrir 7 farþega Kiddý segir að þegar þau hófu farþegaflutninga á fyrsta farþegabátnum árið 1988 hafi þau verið með leyfi fyrir 7 farþega um borð. Báturinn var af gerðinni Sómi 800 og fékk nafnið Bliki ÍS. Á honum var farið með farþega í Aðalvík og fleiri víkur á Hornströndum. Hann var svo seldur og keyptur báturinn af gerðinni Sómi 900 og létu þau lengja hann um einn metra í Skipasmíðastöð Marsellíusar á Ísafirði. Þá var tegundarheitið orðið Sómi 1000 og fékkst leyfi fyrir 19 farþega um borð. Var þá m.a. siglt með póstvarning og fólk í Vigur, Æðey og Ögur. Sá Hafsteinn m.a. annars um að koma krökkum á þessum stöðum í skóla í Súðavík frá 1996. Eftir að siglingar M/S Fagraness lögðust af um Ísafjarðardjúp á níunda ártug síðustu aldar fóru þau Kiddý og Hafsteinn að huga að enn frekari stækkun á fyrirtækinu. Þá keyptu þau hjón Sóma 900 bát frá Húsavík. Tóku við hlutverki Djúpbátsins Í spjalli við tíðindamann Bænda- blaðsins í siglingu út í Vigur í sumar, sagði Hafsteinn að þau hafi í raun tekið við hlutverki Djúpbátsins Fagraness sem seldur var úr landi til Bandaríkjanna. Var gerður samningur við Vegagerðina um þá flutninga. Auk fólks-, pósts- og almennra vöruflutninga fólust þeir í mjólkur- og eldsneytisflutningum. Hafa látið smíða fjóra báta í Hafnarfirði Hafsteinn segir að þau hafi látið smíða fyrir sig fjóra plastbáta í Hafnarfirði, hjá Bátagerðinni Samtaki í Hafnarfirði og hjá Trefjum. Sá stærsti var smíðaður hjá Bátagerðinni Samtaki ehf. árið 2000 og ber nafnið Guðrún Kristjáns. „Þessi bátur var stærsti plastbátur sem smíðaður hafði verið á Íslandi fram að þeim tíma, eða 29,48 brúttórúmlestir. Hann er með leyfi fyrir 48 farþega, en í dag eru smíðaðir hér á landi mun stærri bátar.“ Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri og Hafsteinn Ingólfsson skipstjóri á leið í Æðey í júní 1994 að kynna þá leið sem vænlegan kost fyrir ferðamenn. Mynd / HKr. Hafsteinn Ingólfsson, skipstjóri hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýar, við stýrið um borð í Guðrúnu Kristjáns. „Þetta hefur allt gengið slysalaust alla tíð og við höfum verið mjög farsæl hvað það varðar. Við höfum aldrei misst mann í sjóinn eða neitt slíkt. Að vísu hef ég farið sjálfur í sjóinn nokkrum sinnum, en ég er vanur því.“ Mynd /HKr. Ferðir í gamla þorpið á Hesteyri í Jökulfjörðum hafa verið mjög vinsælar en búsetu var þar hætt árið 1952. Hér sést gamla læknishúsið. Bátur Sjóferða Hafsteins og Kiddýar á legunni í víkinni fyrir framan bæjarhúsin í Æðey í júní 1994 ásamt bát Jónasar heitins Helgasonar, bónda í Æðey. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.