Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 201842 Í sumar og haust komu út skýrslur um umsvif afurðafyrirtækja í mjólkuriðnaði í heiminum árið 2017, í þeim er stærstu fyrirtækjum heimsins raðað upp bæði eftir veltu og magni innveginnar mjólkur. Þessar skýrslur er gefnar út af tveimur ólíkum aðilum og út frá ólíkum forsendum, en gefa einstaka sýn á þá stöðu og þróun sem á sér stað í heiminum á þessu sviði. Önnur skýrslan, sem tekur mið af veltu fyrirtækjanna, er gefin út af hollenska samvinnubankanum Rabobank, en hann er án nokkurs vafa sérhæfðasta fjármálafyrirtæki í heimi á sviði landbúnaðarmála og er með rekstur í mörgum löndum. Hin skýrslan, sem horfir til umsvifa fyrirtækjanna með tilliti til innveginnar mjólkur, er tekin saman af IFCN (International Farm Comparison Network) samtökunum en það eru alþjóðleg samtök sem fylgjast með ýmsu því sem snýr að mjólkurframleiðslunni í heiminum. Nestlé með langmesta veltu Þegar skýrsla Rabobank er skoðuð kemur þar fátt á óvart, þ.e. fyrir þá sem hafa fylgst með þróun afurðavinnslu í mjólkuriðnaðinum í heiminum undanfarin ár. Í efsta sæti listans (sjá töflu 1) yfir veltumestu fyrirtækin í mjólkuriðnaði er svissneski risinn Nestlé en það fyrirtæki hefur verið langstærsta fyrirtækið í áraraðir og ber í raun höfuð og herðar yfir önnur fyrirtæki á þessu sviði enda stærsta matvælafyrirtæki í heimi. Árið 2017 nam heildarvelta þess af viðskiptum með mjólkurvörur eingöngu, 24,2 milljörðum bandaríkjadollara, sem svarar til um 2.800 milljarða króna! Til þess að setja þessa veltutölu í samhengi má geta þess að verg landsframleiðsla Íslands árið 2017 var 2.555 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands. Mjólkurafurðahluti Nestlé, sem fyrirtækið var upphaflega stofnað í kringum, er innan við þriðjungur af umvifum fyrirtækisins í dag. 4 af 10 efstu samvinnufélög Sé litið neðar á listann má sjá að í öðru og þriðja sæti eru frönsku fyrirtækin Lactalis og Danone en bæði eru einkafyrirtæki, í fjórða sæti er síðan hið bandaríska Dairy farmers of America, sem er samvinnufélag líkt og næstu fyrirtæki á listanum: Fonterra, sem er í eigu bænda á Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Tuttugu stærstu afurðafyrirtæki heims Röð Nafn Höfuðstöðvar Innvegið magn mjólkur, milljarðar kg. Hlutfall af heimsframleiðslunni 1 Dairy Farmers of America Bandaríkin 29,2 3,5% 2 Fonterra Nýja-Sjáland 23,7 2,8% 3 Lactalis Frakkland 19,6 2,4% 4 Arla Foods Danmörk 13,9 1,7% 5 Nestlé Sviss 13,7 1,6% 6 FrieslandCampina * Holland 13,6 1,6% 7 Saputo * Kanada 9,8 1,2% 8 Dean Foods Bandaríkin 9,4 1,1% 9 Amul Indland 9,3 1,1% 10 Danone Frakkland 8,6 1,0% 11 DMK * Þýskaland 8,1 1,0% 12 California Dairies Bandaríkin 7,7 0,9% 13 Yili * Kína 7,2 0,9% 14 Glanbia Írland 6,5 0,8% 15 Mengniu Kína 6,4 0,8% 16 Agropur Kanada 6,3 0,8% 17 Sodiaal Frakkland 4,9 0,6% 18 Müller * Þýskaland 4,6 0,6% 19 Schreiber Foods Bandaríkin 4,5 0,5% 20 Bongrain/Sacencia Frakkland 4,1 0,5% *Byggt á áætlun IFCN 20 stærstu afurðafyrirtæki heims með 25% mjólkurinnar Velta tuttugu stærstu afurðafyrirtækja heims Röð Nafn Höfuðstöðvar Velta milljarðar USD Velta milljarðar ÍSK 1 Nestlé Sviss 24,2 2.807 2 Lactalis Frakkland 19,9 2.308 3 Danone Frakkland 17,6 2.042 4 Dairy Farmers of America Bandaríkin 14,7 1.705 5 Fonterra Nýja-Sjáland 13,7 1.589 6 FrieslandCampina Holland 13,6 1.578 7 Arla Foods Danmörk 11,7 1.357 8 Saputo Kanada 10,8 1.253 9 Yili Kína 9,9 1.148 10 Mengniu Kína 8,8 1.021 11 Dean Foods Bandaríkin 7,5 870 12 Unilever * Holland 7,0 812 13 DMK Þýskaland 6,5 754 14 Kraft Heinz Bandaríkin 6,2 719 15 Meiji Japan 5,8 673 16 Sodiaal Frakkland 5,8 673 17 Savencia Frakkland 5,5 638 18 Müller * Þýskaland 5,1 592 19 Agropur Kanada 5,1 592 20 Schreiber Foods * Bandaríkin 5,0 580 *Byggt á áætlun Rabobank Geigvænleg fækkun skordýra Samkvæmt nýrri rannsókn í Þýskalandi hefur skordýrum þar í landi fækkað um þrjá fjórðu á síðustu 25 árum. Svo mikil fækkun hefur alvarlegar afleiðingar fyrir lífkerfið í heild. Skordýr af öllum stærðum og gerðum eru nauðsynlegur hluti af vistkerfinu hvort sem það eru frjóberar eða fæða fyrir fugla og önnur dýr. Nýleg rannsókn á fjölda skordýra í Þýskalandi sýnir að fjöldi þeirra hefur dregist saman um allt að ¾ á síðustu 26 árum. Reikna má með að tölur um fækkun skordýra í öðrum löndum séu svipaðar. Helsta orsök fækkunarinnar er sögð vera notkun á skordýraeitri og breytingar í veðri af völdum hlýnunar jarðar. Aukinn landbúnaður, sem óhjákvæmilega dregur úr líffræðilegri fjölbreytni, er einnig sagður drjúg ástæða fyrir fækkun skordýra. Skordýrafræðingar víða um heim hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir fækkun skordýra í heiminum og segja að ef fækkun þeirra haldi áfram verði afleiðingarnar geigvænlegar. Þeir segja að til að rétta hlut skordýra verði að friða stór landsvæði fyrir þau og helst að gera landbúnaðarland fjölbreyttara með fjölbreyttari ræktun. Það sem gerir niðurstöðu rannsóknarinnar enn ógnvænlegri er að hún fór að mestu fram á náttúruverndarsvæðum og friðlandi þar sem búast má við að finna meira af skordýrum en í borgum og á landi sem notað er undir landbúnað og ræktun. /VH ESB vill draga úr eftirliti á kjúklingakjöti Ef hugmyndir sem nú eru á sveimi innan reglugerðafargans Evrópusambandsins verða að veruleika má búast við að reglur um eftirlit með kjúklingakjöti verði rýmkaðar og að dregið verði úr eftirlitinu. Sérfræðingar segja óhjákvæmilegt annað en að matareitrunum muni fjölga í kjölfarið. Samkvæmt núverandi reglum Evrópusambandsins er skylt að skoða alla kjúklinga sem er slátrað fyrir hugsanlegu smiti eða merkjum um smit áður en þeir fara á markað. Nú eru uppi hugmyndir um að draga úr eftirlitinu. Sérfræðingar segja að minna eftirlit muni óhjákvæmilega leiða til aukinnar tíðni matareitrana. Vilja draga úr eftirliti Innan Evrópusambandsins eru uppi hugmyndir um að draga úr opinberu eftirliti með slátrun og heilbrigði kjúklinga sem fara á markað. Samkvæmt tillögum sem verið er að skoða er gert ráð fyrir því að í staðinn fyrir að hver einasti fugl verði skoðaður verði hér eftir einungis teknar stikkprufur til athugunar. Nýju reglurnar eiga aðallega að gilda um kjúklingaframleiðendur og afurðastöðvar sem standast opinberar kröfur um hreinlæti og sjúkdómavarnir. Rök fyrir minna eftirliti byggja á þeirri röksemd að öll meðferð á matvælum í dag sé betri en þegar fyrri reglur voru settar og að dregið hafi úr hættu á sýkingum. Aukin hætta á smiti Eftirlitsaðilar og talsmenn ýmissa neytendasamtaka segja aftur á móti að strangt eftirlit með kjúklingaslátrun og kjúklingakjöti sem fer á markað sé nauðsynlegt til að tryggja neytendum ósýkta vöru og benda á að kampýlóbakter sýking sé algengasta orsök matareitrunar í Evrópu. Fjöldi skráðra tilfella matareitrunar af völdum kampýlóbakter í Evrópu er um níu milljón á ári og fer vaxandi. Flest dæmin eru vegna smits úr kjúklingakjöti. /VH Uppi eru hugmyndir um að draga úr eftirliti á kjúklingakjöti innan Evrópu- sambandsins. Nýleg rannsókn á fjölda skordýra í Þýskalandi sýnir að fjöldi þeirra hefur dregist saman um allt að ¾.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.