Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 201814
Á hverju sumri gerist
ýmislegt í veiðinni hjá
veiði mönnum, stórir
lax ar, litlir laxar eða
bara margir laxar. Hann
Ómar Gunnarsson var
á veiðislóð í sumar og
veiddi lax rétt yfir 100
sentímetra í Aðal daln-
um.
„Ég náði í sumar, í
annað skiptið, að landa
fiski rétt yfir 100 cm í
Nesi í Laxá í Aðaldal,
nánar tiltekið í Beygjunni.
Þessi lax var minn stærsti
í sumar en samt ekki sá
eftirminnilegasti. Ég
fór tvær ferðir í sumar í
Ormarsá á Melrakkasléttu
og þar eru nú aldeilis flottir
„hits“ veiðistaðir, eins og
t.d. Efri-Hvannamýri og
Þrepin, sem ég fer alltaf yfir með
„hitsið“.
Ég var einmitt á sk. Mið-Þrepi
núna í ágúst, það var logn en sterk
sól á móti mér sem blindaði mig
þannig ég hélt rétt að „hits“ væri
ekki málið. Rétt þegar ég kemst á
tökustað þá fer sólin úr
andlitinu á mér og ég sé
vatnið mjög vel. Undir
er „einkrækju míkró-
hits“ og í fyrsta rennslinu
kemur lax upp úr en
tekur ekki. Vá, fullkomið
segi ég við sjálfan mig.
Í sömu sporum og með
nákvæmlega sömu línu
tek ég rennsli númer tvö og
aftur kemur fiskurinn upp
á eftir „hitsinu“. Aftur vá,
æðislegt, segi ég við mig
aftur og hugsa, sama er
mér þó ég nái ekki þessum,
ég er búinn að ná tvisvar
„kontakti“ við fiskinn og
allt annað er risaplús hér
eftir. Í þriðja rennslinu
kemur fiskurinn upp úr
tvisvar áður en hann neglir
„hitsið“. Eftir mild átök við
fiskinn landa ég ca 70 cm hæng,
aðferð og augnablik sem maður
gleymir aldrei,“ sagði Ómar í lokin.
Það hafa nokkrir veiðimenn
fengið maríulaxinn sinn í sumar
og við höfum greint frá nokkrum
vöskum veiðimönnum. Og þeir eru
ennþá að setja í hann því það er
enn klakveiði í sumum ánum og
henni var að ljúka.
Matthías Kári, fimm ára, fór
með pabba sínum, Jóhanni Davíð
Snorrasyni, að veiða í klak í Laxá
í Kjós. Matthías var ekki lengi að
setja í sinn fyrsta lax og landaði hann
alveg sjálfur 10 punda glæsilegri
hrygnu eftir mikið reiptog. Matthías
veiddi svo tvo til viðbótar og er
því með sanni strax orðinn stór
veiðimaður.
Laxá í Kjós endaði í kringum
1.000 laxa og hellingur veiddist af
sjóbirtingi, sumum vel vænum.
„Við fengum flotta birtinga í
lokin og þá rest í Káranesfljótinu,
flotta fiska, bolta suma,“ sagði
veiðimaður sem veiddi í Kjósinni
undir lokin.
Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is
KLEFAR
Kæli- & frystiklefar
í miklu úrvali.
Vottaðir gæðaklefar með
mikla reynslu á Íslandi.
Einfaldir í uppsetningu.
HILLUR
fyrir kæli- & frystiklefa.
Mikið úrval og auðvelt að setja saman.
Sérhannaðar fyrir matvæli.
KÆLI & FRYSTI
BÚNAÐUR
Hafðu samband í síma 587 1300
og við sérsníðum lausn sem hentar þér!
HLUNNINDI&VEIÐI
Mynd / María Gunnarsdóttir
Hvenær mun Andakílsá
detta inn aftur?
„Þetta er bara sorglegt með
Andakílsá, þarna veiddi maður
á hverju sumri, oft stundum og
veiddi vel, þetta slys var sorglegt,“
sagði veiðimaður sem saknar
Andakílsá, sem ekkert hefur verið
hægt að veiða núna síðustu tvö
sumur eftir slysið sem þar var.
„Já, maður veiddi bæði lax og
vænar bleikjur stundum. Það var
sérstakur stofn í ánni, stuttur og
sver lax, hann er örugglega alveg
horfinn eftir þetta sorglega slys,
svona er þetta bara, vonandi fær
maður að veiða aftur í ánni,“ sagði
veiðimaðurinn.
Dregið var á í ánni núna í sumar
og eitthvað náðist af laxi, eins og
fyrir ári síðan, en áin á ennþá langt
í land. Og alls ekki er vitað hvenær
verður veitt í henni aftur, ekki næsta
sumar, kannski þarnæsta. Það veit
bara enginn.
Fleiri maríulaxar á land
Gunnar Bender
gunnarbender@gmail.com
Eftirminnilegasti lax sumarsins
Endaði sumarið með stæl
„Já. við voru í Eystri-Rangá, ég
og Dagur bróðir, og fengum flotta
veiði,“ sagði Sigurður Garðarsson
sem veiddi 100 sentímetra lax í
veiðitúr fyrir austan fjall.
„Laxinn tók „Thunder and
Lighting Longtail“ á Hofsstaða-
breiðunni og þetta var slagur í 40
mínútur. Fiskurinn fór síðan beinustu
leið í klakkistuna, eftir að honum var
landað. Þetta var skemmtilegt og við
fengum 50 laxa,“ sagði Sigurður í
lokin.
Ytri- og Eystri-Rangárnar tróna
á toppnum eftir þetta sumar og
veiðin er að enda í þeim á allra
næstu dögum. Síðan kemur Þverá
í Borgarfirði, sem var feiknarlega
góð í sumar.
Senn hefst rjúpnaveiðin
Rjúpnaveiðimenn bíða nú spennt-
ir eftir að veiðitímabilið hefjist,
fyrsta helgin í rjúpu er 26. til 28.
október.
Síðan má veiða 2. til 4. nóvember,
svo 9. til 11. nóvember og lokahelgin
er 16. til 18. nóvember.
„Það er allt klárt fyrir rjúpuna
hérna,“ sagði Súddi stórgæd í
Breiðdal á Facebook-síðunni sinni
fyrir skömmu. Klykkti hann síðan út
með að sýna vídeó út um gluggann
á veiðihúsinu í Breiðdal þar sem
nokkrar rjúpur voru í dauðafæri. En
það mátti bara horfa á þær en ekki
gera neitt annað strax. Mynd / María Gunnarsdóttir.
Mynd / Dagur