Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 201812 Dagur sauðkindarinnar verður haldinn í Rangárhöllinni á Hellu laugardaginn 20. október frá kl. 14.00 til 17.00. Fjáreigendur milli Þjórsár og Markarfljóts býðst að koma með allt að 10 kindur á sýninguna frá bæjum sínum. Fjölbreytni í litum er æskileg. Þá verða hrútar dæmdir og keppt verður um fallegustu gimbrina. Auk þess verður ræktunarbú ársins 2017 verðlaunað og þykkasta kótelettan (þykkasti bakvöðvinn) á sýningunni verður verðlaunaður svo eitthvað sé nefnt. /MHH FRÉTTIR Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína: Íslenskt lambakjöt á nú greiðari leið til Kína – eftir undirritun vegna sauðfjárhluta samninga milli landanna Rúm fimm ár eru liðin síðan skrifað var undir fríverslunar- samning milli Íslands og Kína en sauðfjárhluti hans var loks staðfestur í september. Þá undirrituðu Guðlaugur Þór og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, bókun við fríverslunarsamninginn um heilbrigðisvottun á íslensku lambakjöti. Í honum koma fram sérkröfur og skilyrði sem uppfylla þarf varðandi útflutning á lambakjöti til Kína. Matvælastofnun vinnur nú að gerð heilbrigðisvottorða sem byggja á samningnum og þurfa að fylgja hverri sendingu. Reikna má með því að að útflutningur geti hafist innan fárra mánaða. Einungis kjöt af riðulausum svæðum Samningurinn er afrakstur nokkurra ára vinnu Matvæla- stofnunar, atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytisins, utan- ríkis ráðu neytisins Lands samtaka slátur leyfishafa og markaðsstofunnar Icelandic Lamb. Síðasta haust kom hingað sendinefnd frá kínverskum stjórn- völdum sem heim sótti sláturhús og stofnanir. Mikilvægustu sérkröfur Kínverja varða riðu. Einungis má flytja til Kína kjöt af lömbum sem fædd eru og alin á riðulausum svæðum og jafnframt eiga sláturhús, kjötpökkunarstöðvar og frystigeymslur að vera á riðulausum svæðum. Þetta þýðir að Fjallalamb verður eina sláturhúsið sem getur flutt út lambakjöt til Kína til að byrja með. Stærsti markaður í heimi Með samningnum opnast afar stór markaður fyrir íslenskt lambakjöt en enn sem komið er verður hvorki leyfilegt að flytja út ærkjöt né innmat. Kínverjar eru um 1.400 milljónir og borða nærri 5 milljónir tonna af lambakjöti á ári. Markaðsstofan Icelandic Lamb hefur um nokkurt skeið unnið að undirbúningi á sölu á lambakjöti til Kína. Haldnir hafa verið fundir með íslenskum og kínverskum stjórnvöldum og unnin hefur verið ítarleg úttekt á kínverska kjötmarkaðnum. „Við erum í góðum viðræðum við tvo mögulega innflytjendur sem hafa sent fólk hingað,“ segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri og hugmyndasmiður markaðsstofunnar Icelandic Lamb. Merki Icelandic Lamb í Kína Í fyrra var sótt um skráningu á merki Icelandic Lamb í Kína. Merkið er þegar skráð og lögverndað á Íslandi og unnið er að sams konar skráningu um allan heim. Kínversk yfirvöld hafa nú samþykkt umsókn Icelandic Lamb og merkið er nú skráð og verndað í Kína. „Í þessu felast mikil verðmæti og eins og staðan er núna lítur þetta vel út en við verðum að gæta okkar á því að fara með réttum hætti inn á þennan markað og horfa fyrst og fremst á efstu markaðshilluna,“ segir Svavar. „Ef við stöndum okkur er líklegt að við getum búið til mikilvægan markað í Kína sem getur skilað góðu verði til íslenskra bænda um langa framtíð.“ /HKr. Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic Lamb ásamt Yuan Younghui, deildarstjóra innkaupadeildar kínverska risafyrir- tækisins Huahong Group, sem er annar þeirra aðila sem til greina koma sem innflytjandi á íslensku lambakjöti til Kína. Viltu verða betri hænsnaeigandi? – Námskeið um ræktun landnámshænsna Sunnudaginn 28. október verður haldið stutt námskeið, „Hænur og hamingja“, á vegum Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna um helstu atriði sem gera hænsna- haldið auðveldara og tryggir gott sambýli hænsna og eigenda þeirra. Námskeiðið er stutt og hnitmiðað, það er sniðið að þörfum þeirra sem halda hænur sér til ánægju og miðað við að hænsnabúið sé fremur smátt í sniðum og hænsnin haldin í lausagöngu til sveita eða í þéttbýli. Á námskeiðinu verður fjallað um aðbúnað og umhirðu hænsna á öllum aldri, hvernig eigi að búa svo að hænsnunum að þeim líði vel, verpi vel og séu heilbrigð. Fjallað verður um helstu lög og reglur sem gilda um hænsnahald og bent á leiðir til að gera hænsnahaldið sem auðveldast og hagkvæmast fyrir eigendurna. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Jóhanna Harðardóttir, blaðamaður og ræktandi og Ólafur Dýrmundsson búvísindamaður. Námskeiðið er haldið í húsnæði Ásatrúarfélagsins í Síðumúla 15, Reykjavík og hefst klukkan 10. Dagskrá námskeiðsins er þessi: Kl. 10.00–12.00 Aðbúnaður og húskostur Fóðrun og umhirða Sjúkdómar og heilsugæsla Hænsnahald, lög og reglur 12.00 Hádegishlé með léttum veitingum 12.30–16.00 Egg og útungun Ungaeldi – kyngreining Ræktunarstarf Erfðabrunnur landnámshænunnar og „slow food“ verkefnið Hænsnahópurinn okkar Spurningar og svör Enn er pláss fyrir nokkra þátttakendur á námskeiðinu og þátttökugjaldi er haldið í lágmarki, félagsmenn greiða aðeins 5.000 krónur en utanfélagsmenn 7.500 krónur. Hægt er að skrá sig á netfangið johanna@ hlesey.is eða í síma 566 7326. Dagur sauðkindarinnar haldinn á Hellu Sveitarfélagið Ölfus tekur forystu í róbótavæðingu stjórnsýslunnar Sveitarfélagið Ölfus er fyrst allra sveitarfélaga á landinu til þess að róbótavæða hluta stjórn- sýslunnar sem snýr að tæknisviði Ölfuss. Ástæðan er sú að á dögunum tók sveitarfélagið í notkun hugbúnaðarlausnina „OneLandRobot“, sem er ný sjálfvirk útgáfa frá OneSystems. Hugbúnaðarlausnin vinnur alfarið á rafrænum samskiptum milli sveitarfélagsins og umsækjanda byggingaráforma og byggingarleyfa, hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara. „Þetta er hluti af því að auka rafræna stjórnsýslu, bæta aðgengi að gögnum og auka þjónustu við byggingaraðila.“ Þetta muni spara um 40% af vinnu hjá tæknisviði Ölfuss sem fer í pappírsvinnu, skjölun og frágang, segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Hægt er að komast inn á OneLandRobot á íbúagátt Ölfuss á olfus.is /MHH Allir eru velkomnir á Dag sauð kind- ar innar í Rangárhöllinni á Hellu laugardaginn 20. október. Mynd / MHH Ingimar Arndal, framkvæmdastjóri OneSystems og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, þegar nýja kerfið var tekið í notkun. Mynd / MHH Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, við undirritun bókunar við fríverslunarsamning Íslands og Kína í síðasta mánuði um heilbrigðisvottun á íslensku lambakjöti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.