Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2018 Auglýsinga- og áskriftarsími Bændablaðsins er 563-0300 480 5600 Landstólpi - Egilsstöðum Vélaval - Varmahlíð Verð kr. 8.328 Útsölustaðir: Hilltip Snowstriker VP Fjölplógur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa . Fáanlegir í 185–240 cm breidd. TIL SÖLU Hilltip Icestriker 120–200 L Salt og sanddreifari fyrir jeppa, pallbíla eða lyftara. Rafdrifin 12V. Hilltip Snowstriker SP Snjótennur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanlegar í 165–240 cm breidd. Hilltip Snowstriker SML Snjótennur fyrir minni vörubíla ca. 7,5 tonn. Fáanlegar í 260–300 cm breidd. Hilltip Rotating Sweeper Vökvadrifinn sópur fyrir pallbíla og minni vörubíla. Fáanlegur í 180-200-220 cm breiddum. A Wendel ehf. Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík, S: 551 5464 - wendel@wendel.is www.wendel.is Hilltip Icestriker 550–1600 L Salt og sanddreifarari í þremur stærðum, fyrir pallbíla sem og minni vörubíla. Rafdrifin 12V. Soffía Björg semur lögin í sveitinni Tónlistarkonan Soffía Björg Óðinsdóttir frá Einarsnesi í Borgarfirði spilaði nokkur vel valin lög á landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöll um síðustu helgi. Fjöldi gesta hlýddi á Soffíu Björgu á bás Bændasamtakanna en þar var búið að setja upp töðugjaldahátíð og leikmyndin minnti á hlöðu í íslenskri sveit. Fram undan eru tónleikar hjá Soffíu Björgu í Landnámssetrinu eftir viku. Soffía Björg, sem er búsett í Borgarfirði, er ein átta systkina frá bænum Einarsnesi sem er steinsnar frá Borgarnesi. Hún hefur sungið víða með hljómsveitinni Brother Grass og einnig samið kórverk. Fyrsta plata hennar kom út árið 2017. Síðustu misseri hefur Soffía Björg fylgt eftir sínu efni með tónleikahaldi en síðastliðið vor gaf hún út nýtt lag, „Þeir vaka yfir þér“, sem hefur fengið ágæta spilun á útvarpsstöðvum. Lögin hennar „I lie“ og „Back & back again“ hafa jafnframt notið mikilla vinsælda síðustu ár. Tónleikar í Landnámssetrinu fimmtudaginn 25. október Soffía Björg verður með tónleika í Landnámssetrinu í Borgarnesi þann 25. október næstkomandi fimmtudag. Tónleikarnir byrja klukkan 20.00 og er aðgangseyrir 2.000 krónur. Mynd / TB Hrúta- og sölusýning Fjárræktar- félagsins Neista í Hörgársveit Hrúta- og sölusýning Fjárræktar- félagsins Neista í Hörgársveit var haldin í Garðshorni á Þelamörk á dögunum. Keppt var í flokkunum, hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir. Dómarar voru þeir Birgir Arason í Gullbrekku og Steingrímur í Torfufelli. Þórður og Simmi á Möðruvöllum áttu besta hrútinn í flokki mislitra, Davíð í Kjarna varð í öðru sæti og Árni í Grjótgarði í því þriðja. Í flokki kollóttra varð hrútur Davíðs í Kjarna hlutskarpastur, Helgi á Syðri-Bægisá átti hrútinn sem varð í öðru sæti og Birna og Agnar í Garðshorni þann sem varð í þriðja sæti. Egill í Skriðu átti besta hrútinn í flokki hyrndra, Agnar og Birna í Garðshorni þann sem varð í öðru sæti og Helgi á Syðri-Bægisá þann sem varð í þriðja sæti. Besti hrútur sýningarinnar var valinn hrútur Egils í Skriðu, Helgi á Syðri-Bægisá var með best gerðu gimbrina. Tvær gimbrar kepptu um titilinn best skreytta gimbrin og unnu börnin í Garðshorni þann titil. /MMÞ Myndir / Birgitta Lúðvíksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.