Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2018 7 LÍF&STARF F yrr en fram er haldið þessum vísnaþætti, þá er brýnt að koma fram leiðréttingu á höfundi vísu sem birtist í síðasta þætti. Og hver annar en fræðabúntið Dagbjartur Dagbjartsson á Hrísum vissi þar betur á málum skil. Ég skráði höfund að vísunni „Taumar leika mér í mund“ Eyjólf Jóhannsson í Sveinatungu. Dagbjartur vissi vísuna eftir sr. Jakob Guðmundsson á Sauðafelli, og þegar gjör var gáð, reyndist það hárrétt hjá Dagbjarti. Þakkir vil ég færa honum fyrir vökult auga og ólaunað eftirlit með misfellum mínum. En órækur höfundur næstu hestavísu er Ingólfur Ómar Ármannsson, en vísuna orti hann á landsmóti hestamanna í Víðidal sl. sumar: Tilþrif sýnir tölt og skeið, tifar létt um völlinn. Yndi vekja gripin greið, glymja hófasköllin. En að öðru efnisvali. Sigurður Draumland orti um útkomna atómljóðabók: Hneig frá risi háttur ljóðs, hrundi að dysjargrunni. Skröltir visinn skotspónn hnjóðs skálds í kisumunni. Sr. Sigurður Norland í Hindisvík orti háðslega til atómskálda í næstu tveimur vísum: Þeir sem geta ekkert ort af því rímið þvingar, ættu að stunda annað sport eða hugrenningar. Rímlaust kvæði að réttum sið ritgerð fyrr var kallað, en sem kvæði álitið ákaflega gallað. Næsta haustvísa er eftir Valdimar Hólm Hallstað: Dimmir yfir dagsins för, dregur senn að hausti. Ei er fært að ýta úr vör, ólgar brim í nausti. Benjamín Ólafsson, grenjaskytta á Brúará í Kaldraneshreppi, orti næstu vísur tvær um atvinnu sína: Minni liðnu ævi á eg sem skotið hefi tvöhundruð og tvenna þrjá telja máttu refi. Fjórtán tíma muna má miður þá við góða kosti í skothúsi úti lá í átján stiga hörðu frosti. Títtnefndur Jóhann Eyjólfsson, alþingism. í Sveinatungu, kvað um sr. Gísla Einarsson í Hvammi: Þunnt er orðið inn að beini á Einars nið, því hann étur ýsu eina og ekkert við. Og um hryssu sína Rottu kvað Jóhann: Henni Rottu úr réttunum ríð ég hrottalega, bjórinn totta á bæjunum, ber mig flott í selskapnum. Að endingu langar mig að leggja hér fyrir velvakandi vininn, Dagbjart á Hrísum, hver muni höfundur þessarar borgfirsku vísu? Frjálst er í Flókadal framsóknarmanna val, það er nú þjóðlegur staður. Enginn af öðrum ber, efalaust þaðan fer til andskotans annar hver maður. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Bændur bera saman bækur sínar á hrúta- og gimbrasýningum Mikil spenna er á meðal sauðfjárbænda þegar þeir mæta með hrútana sína og gimbrar á sýningar til að fá dóm á gripi sína. Eftir að tölurnar liggja ljósar fyrir bera bændur saman bækur sínar og fagna niðurstöðunum eða klóra sér í höfðinu yfir tölunum í þeirri von að þær hefðu verið hærri. Nýlega var haldin sýning á bænum Þjóðhólfshaga II í Holta- og Landsveit þar sem fallegt fé var dæmt af ráðunautunum Guðrúnu Hildi Gunnarsdóttur og Pétri Halldórssyni frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. /MHH Guðrún Hildur að dæma í fjárhúsinu í Þjóðhólfshaga. Ritarinn er klár að skrifa niður tölurnar og þarna má líka sjá Pétur ómskoða hrút. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson ráðunautarnir gáfu fénu þeirra. Féð var mjög fallegt sem kom á sýninguna og sáust margar háar tölur í dómunum. fyrrverandi oddviti Rangárþings ytra og Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu. Krakkarnir í Skarði létu sig ekk i vanta á sýninguna, hér eru systkinin Sum arliði og Helga Fjóla Erlendsbörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.