Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 201830
Karlakór
Kjal nesingagerði stormandi lukku við opnunsýning arinnar.
Jóna Björg Hlöðversdóttir
frá Björgum í Þingeyjarsýslu
og formaður Samtaka ungra
bænda hélt kraftmikla ræðu
við opnun sýningarinnar.
Dóra Stefánsdóttir stóð vaktina
á bás Matís í Laugardalshöllinni
fyrir Eydísi Magnúsdóttur frænku
sína og Rúnar Mána Gunnarsson,
sauðfjárbændur í Sölvanesi í
Skagafirði.
„Við erum hér að bjóða upp
á ærkjöt og lambakjöt. Það hefur
gengið mjög vel að kynna vörur
úr ærkjöti. Mest hefur þar selst af
hryggvöðva. Margir sem koma til
okkar segja að ærkjöt fáist ekki í
búðum, en það langi til að prufa
þetta.“
Ærkjötið er bragðmikið og gott
„Ærkjötið er mjög bragðmikið og
gott. Þau Eydís og Rúnar Máni
hafa verið að prófa sig áfram með
þetta í gegnum Matarsmiðjuna á
Skagaströnd. Þar eru öll nauðsynleg
tæki og tól fyrir svona vinnslu
með öllum tilskildum leyfum og
vottunum sem þau geta fengið
aðgengi að. Ærkjötið hefur komið
rosalega vel út.
Þau hafa líka verið að prófa að
búa til ærkjötsfars sem komið hefur
vel út og margir eru til í að prófa.
Þegar ég var krakki borðaði maður
oft kjötfars en einhvern veginn hefur
það horfið af matseðlinum,“ segir
Dóra.
„Hvað varðar t.d. hangikjöt þá er
mikið betra ef kjötið er af fullorðnu
fé. Svo ég tali ekki um sauðakjöt –
það er það albesta.
Það eru margir sem segjast aldrei
hafa séð ærkjöt á boðstólum fyrr.
Samt hugsa ég að í tilbúnum réttum
í verslunum geti oft verið um að
ræða ærkjöt þó að á umbúðunum
standi bara kindakjöt. Þar sem kjötið
er mun bragðmeira, þá ímynda ég
mér að það þurfi líka minna af því í
tilbúna rétti. “
Hægt að ná góðum virðisauka
með vöruþróun úr ærkjöti
Dóra segist telja að í ærkjötinu
sé einmitt hægt að búa til mun
meiri virðisauka en hægt er í
lambakjötinu með þróunarvinnu
eins og þau hafi verið að stunda í
Sölvanesi. Vissulega sé þó hægt að
gera ýmislegt með lambakjötið líka,
eins og að bjóða það í minni bitum
en gert hefur verið. Það henti t.d.
illa fyrir einstakling eða hjón sem
orðin eru ein að þurfa að kaupa heilu
hryggina eða lærin. Það brengli líka
allt verðskyn hjá fólki. Fólki finnist
lambakjöt dýrt þegar það horfir á
stórt læri, en þegar kílóverðið er
borið saman við t.d. kjúklingakjöt
eða pitsu, þá sé það í raun mjög
ódýrt.
„Svona litlir bitar eins og við
erum með hér henta t.d. okkur
hjónum mjög vel. Ef maður er að
kaupa heilt læri þarf maður eiginlega
að halda stóra veislu,“ sagði Dóra
Stefánsdóttir. /HKr.
ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018
Geitakjöt, kindakjöt, fiðuband og
geitaskinn frá Stórhóli í Skagafirði
Bændur á Stórhóli í Skaga firði
buðu gestum á landbúnaðar-
sýningunni í Laugardalshöll upp á
geitakjöt í neytendapakkningum,
ásamt öðrum afurðum af geitum,
eins og band úr fiðu og sútuð
skinn.
Geitakjötið rauk út og fengu færri
en vildu af sumum bitunum, enda
ekki nema 1.200 geitur á landinu
og heildarframboðið því lítið. Þau
voru því líka með á boðstólum
lambakjöt og ærkjöt sem gerði líka
mikla lukku.
Flottar viðtökur
„Við höfum fengið mjög flottar
viðtökur og alls ekkert hægt að
kvarta yfir því,“ sagði Sigrún Helga
Indriðadóttir.
„Það er gaman að kynna
kiðlingakjötið fyrir fólki, enda er þetta
vara sem fæst ekki í búðum. Bændur
eru yfirleitt að selja þetta sjálfir.
Kiðlingakjöt er nýtt á markaðnum,
en fólk er mjög áhugasamt um að
fræðast um þetta og tilbúið að prófa.“
Með 30 geitur og gengur vel
Sigrún segir að geitabúskapurinn
gangi vel.
„Við erum með 30 geitur. Sumar
eru uppátækjasamari en aðrar, en
þetta eru mjög skemmtileg dýr og
mannelskar. Kiðlingar sem maður er
að eiga við verða mjög mannelskir og
þeir gleyma því ekkert þótt þeir fari
á fjall, ólíkt lömbunum hjá sauðfénu.
Svo er ég er líka með gallerý og
húsdýraheimsóknir.“
– Eruð þið að nýta fiðuna [ullina]
af geitunum líka?
„Já, við gerum það. Ég kembdi
í fyrsta skipti af einhverju viti í
vor og sendi fiðuna í Uppspuna –
Smáspunaverksmiðju á Hellu. Hún
spann þetta fyrir mig.“
Sigrún segir mikinn mun eftir
að verksmiðja Uppspuna var sett á
fót. Áður þurfti að senda alla fiðu til
Noregs sem var mikil fyrirhöfn og
kostnaðarsamt.
Skinnin sútuð á Sauðárkróki
„Nú svo læt ég súta skinnin fyrir
mig líka og sel þá stykki í handverk
eða bara skinn í heilu lagi. Karl
Bjarnason, sútari á Sauðárkróki,
sútar fyrir okkur,“ segir Sigrún.
/HKr.
Ærkjötið frá Sölvanesbændum
vakti mikla athygli
Guðni Ágústsson,
fyrrverandi
landbúnaðar ráðherra
var ekkert að skafa
utan af gæðum
og krafti íslensks
landbúnaðar og
hvatti bændur til
frekari dáða.
Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri „Íslensks landbúnaðar 2018“,
bauð gesti velkomna í Laugardalshöll. Ljóst er að sýningin fór jafnvel fram
úr hans björtustu vonum, enda öll pláss uppseld og metaðsókn varð á
sýningunni sem laðaði að um 80 til 100 þúsund gesti víðs vegar að af landinu.
Myndir / HKr.
Dóra Stefánsdóttir og Máni Baldur Mánason frá Sölvanesi. Dóra er ömmusystir
Mána. Mynd / HKr.
Mynd / HKr.
Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, opnaði sýninguna
formlega með því að klippa á borða í anddyri Laugardalshallarinnar.
Það var jafnan margt um manninn á bás Bændasamtaka Íslands, en þar var
boðið upp á margháttaðar kræsingar úr jurta- og dýraríkinu.