Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2018 37 mikils árangurs. Árið 1850 voru flutt fræ frá Síle til Kaliforníu og eftir það jókst ræktunin hratt. Nytja Alfalfa er langmest notað í fóður og þurrkað sem hey eða verkað í súrhey. Uppskerumagn á hektara er mikið og plantan þykir bæði næringarrík og gott fóður fyrir mjólkurkýr. Auk þess sem það er sagt gott fyrir kanínur til kjöteldis. Til manneldis þykja alfalfaspírur góðar í salat og á samlokur og eru með vægum hnetukeim. Þurrkað alfalfa er selt sem te og í töflu- og duftformi sem megrunarvara. Líkt og í búfé getur alfalfa valdið þembu í fólki. Ræktun Erlendis þar sem alfalfaræktun er mest er fræjum plöntunnar sáð bæði vor og haust. Plantan er mislanglíf í ræktun eftir veðurfari og getur enst frá tveimur og upp í tuttugu ár. Þar sem best lætur gefur plantan nokkrar, allt upp í tólf, uppskerur á ári. Hæfilegt sáðmagn er 13 til 20 kíló á hektara Plantan kýs sólríkan stað og vel framræstan jarðveg með pH 6,8 til 7,5. Refasmári dafnar best í fosfór- og kalíríkum jarðvegi en vinnur sjálfur nitur úr andrúmsloftinu með hjálp jarðvegsgerla. Líkt og í annarri stórræktun leggst margs konar óværa á refasmára og getur hún ráðist á hvort sem er stöngla, lauf eða rætur. Talsverður kokteill af mishollum varnarefnum fer því í að verja uppskeruna. Eftir slátt er heyið bundið í bagga eða rúllað í rúllur og geymt og flutt þannig. Afbrigði og erfðabreytingar Fjöldi afbrigða og yrkja að refasmára er í ræktun. Af eldri yrkjum má nefna 'Vernal' sem hefur verið í ræktun í áratugi og telst klassískt. Undanfarin ár hafa komið á markað ný yrki sem eru betur aðlöguð að ákveðunum ræktunarsvæðum. Má þar nefna yrkið 'Nondormant' sem er kuldaþolið og getur haldið áfram að vaxa yfir vetrarmánuðina í mörgum suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem önnur yrki leggjast í dvala. Eins og með flestar nytjaplöntur hefur talsvert verið fitlað við erfðavísa alfalfa. Mikið af erfðabreytingunum hafa verið til að auka þol og hreysti plöntunnar gegn kulda og auka uppskeru. Einnig hefur með kynbótum tekist að ná fram auknum fjölda laufa á hverri plöntu sem veldur bæði hraðari vexti og meiri uppskeru. Á markaði eru yrki sem eru það sem kallast Roundup Ready og því ónæm fyrir glyphsate sem er eitt mest notaða plöntueitur í heimi. Refasmári til manneldis Alfalfaspírur eru próteinríkar og sagðar ríkar af karótíni, kalsíum, steinefnum, járni og vítamínum. Þær eru sagðar góðar til að draga úr háu kólesteróli í blóði og krankleika í nýrum og þvagblöðru og draga úr einkennum sykursýki, astma og liðagigt. Plantan er þekkt í bæði kínverskum og vestrænum alþýðulækningum. Ekki er mælt með að fólk neyti mikið að alfalfa-fræi eða laufblöðum ekki frekar en að borða hey. Refasmári á Íslandi Í tímaritinu Leifur, 3. árgangur 1885–1886, sem var gefið út í Winnipeg í Kanada á íslensku fyrir Vestur-Íslendinga, er að finna undir lið sem kallast Ýmislegt umfjöllun um nýja grastegund og vitnað til reynslu á því vestanhafs í Dakota. „Alfalfa eða Chilian. grasteg., er fyrir mjög skömmu orðin kunn almenningi, er á stuttum tíma hefir rutt sjer mjög mikið til rúms hjer norðvestra. Það er vonandi, að hinir íslenzku bændur einnig gefi hinni nýju grastegund athygli. Mr. J. R. Lowe, bóndi í Dakota, segir svo: „Fyrir fimm árum síðan var mjer sent frá búnaðarfjelagi nokkru litið eitt af „Alfalfa“-fræi, sem jeg þegar sáði í akurblett, er var tveggja ára gamall. Hið fyrsta ár hafði illgresið yfirhönd, og þar er jeg hirti ekkert um blettinn, fór svo á sömu leið í 3 ár, en samt sem áður jókst hið nýja gras ár frá ári, og vorið 1885 náði það algjörlega yfirhönd, og var farið að gróa þrem vikum á undan öllu öðru grasi, áður en naut gátu lifað úti á hinu villta grasi, var hið áðurnefnda orðið 6 þuml. hátt“. Enn fremur segir hann : „Alfalfa" er ein hin bezta fóður tegund fyrir allan kvikfjenað; það er engu síðra til holda og mjólkur en maiskorn. Og er það von mín, að þegar þessi hin nýja grastegund verður orðin almenn hjer i Dakota, að vjer ekki munum lita neinum öfundar augum til hinna bylgjandi maískornakra annarra fylkja. Því einn kostur þess er, að ekki þurfum vjer að vera hræddir um það á akrinum fyrir hagli, frosti nje þerri. það er óhult fyrir öllu þessu. Maískorn er bezt allra korntegunda til gripaeldis, en sakir veðráttu hjer norðvestra er það mjög erfitt til ræktunar. og þar er „Alfalfa“ er jafnt því að kostum, þá ættu hinir vestlenzku bændur að setja það í sæti þess, og fría sig þannig við kostnað og fyrirhöfn.“ Refasmára er getið í 33. árgangi, 1963 til 1964, Náttúru- fræðingsins í slæðingaskrá Ingólfs Davíðssonar. Í Morgunblaðinu sunnudaginn 14. ágúst 1949 er viðtal við Olaf S. Aamodt, sem sagður er vera einn fremsti búfræðingur Bandaríkjanna. Í viðtalinu segist Aamodt hafa kynnt sér búnaðarsögu Íslands og skoðað búnaðarhætti og skýrslur. „Hefi jeg borið þetta saman við kynni mín af búnaði í löndum þar sem svipuð skilyrði eru og hjer á landi. Sjerstaklega hafa komið mjer að gagni fyrri rannsóknir mínar í Alaska.“ Þegar Aamodt er spurður hvort hægt sé að rækta alfalfa hér á landi segir hann: „Það er til alfalfa tegund, kölluð gulblóma alfalfa [Medicago falcata], sem ættuð er frá Síberíu. Fyrir fjörutíu árum var hún flutt til Alaska. Þar hefir hún dafnað ágætlega við svipuð skilyrði og hjer, og hefir orðið mikill búhnykkur að henni. Jeg tel, að nauðsynlegt sje að gera tilraunir með ræktun gulblóma alfalfa hjer á íslandi, því að hún er mjög góð fóðurjurt.“ Upp úr 1990 fer að bera talsvert á alfalfa, eða refasmára, í mataruppskriftum á síðum dagblaða og tímarita og segja má að alfalfaspírur hafi verið í tísku á þeim tíma. Alfalfaræktun í Kalaharíeyðimörkinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.