Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2018 21 Bændablaðið óskaði eftir svörum frá Guðmundi Inga Guðbrands syni umhverfis- og auðlindar áðherra þann 24. ágúst um afstöðu hans til sölu íslenskra orkufyrirtækja á hreinleikavottorðum. Svar barst 16. október og þar segir: „Þetta kann að virka vel í Evrópu þar sem raforka getur flætt frá einu landi til annars, og skapað hvata fyrir endurnýjanlega orku. Hérlendis orkar þetta hins vegar mjög svo tvímælis, enda alveg ljóst að við framleiðum t.d. ekki kjarnorku – og því kemur mjög spánskt fyrir sjónir að rafmagnsreikningurinn sýni eitthvað slíkt. Hér á landi heyrir málið undir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sem lét vinna skýrslu árið 2016 um upprunaábyrgðir raforku í íslensku samhengi. Í henni er meðal annars bent á að sala upprunaábyrgða úr landi geti skaðað ímynd Íslands, þ.e. þá ímynd að orkuframleiðsla landsins sé hrein og endurnýjanleg (og þar með orkunotkun). Undir þetta tek ég. Ég er sammála því sem kom fram þegar skýrslan var kynnt að ef markmið stjórnvalda er að tryggja ímynd Íslands og að framsetning á raforkusölu á Íslandi sé með þeim hætti að hér sé eingöngu framleidd og seld endurnýjanleg raforka, þá virðist sala orkufyrirtækja á upprunaábyrgðum úr landi ekki samræmast því markmiði.“ Til að bókhaldið gangi upp þurfum við að bæta menguninni við okkar bókhald – Er eðlilegt að íslensk orkufyrirtæki stuðli að rekstri erlendra orkuvera sem ýmist eru kynnt með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku og gefi þeim hreinleikastimpil með því að selja þeim vottorð með ávísun í íslenska orku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum? „Íslenskir orkuframleiðendur geta selt upprunaábyrgðir til orkusölufyrirtækja í Evrópu. Þær upprunaábyrgðir raforku sem seldar eru erlendis þarf að draga frá hér á landi til að tryggja að þær séu ekki taldar fram tvisvar. Til að bókhaldið gangi upp þurfum við síðan að bæta kjarnorku, gasi og öðru slíku erlendis frá við bókhaldið hjá okkur. Þetta er gert til að koma í veg fyrir tvítalningu en fyrir vikið gerist það einkennilega að kjarnorka, sem dæmi, verður hluti af framsetningu á uppruna raforku á Íslandi. Líkt og Bændablaðið benti á í umfjöllun sinni í sumar var 87% af raforku á Íslandi sögð framleidd með kjarnorku, kolum, olíu og gasi árið 2017. Þetta er augljóslega afar sérkennilegt. Vert er að hafa í huga að þótt íslenska ríkinu sé skylt samkvæmt EES-samningnum að gefa raforkusölum hérlendis kost á að fá útgefnar upprunaábyrgðir og taka þátt í viðskiptum með þær, þá er þátttaka orkufyrirtækja og orkunotenda í kerfi með upprunaábyrgðir hins vegar valfrjáls. Orkufyrirtækjum er með öðrum orðum hvorki skylt að sækja um upprunaábyrgðir vegna framleiðslu sinnar né að taka þátt í viðskiptum með upprunaábyrgðir. Óeðlilegt að Íslendingar taki á sig ómælda mengun á pappírunum – Er eðlilegt að Íslendingar taki á sig ómælda mengun á pappírunum vegna sölu hreinleikavottorða, á sama tíma og íslensk stjórnvöld hafa það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? „Það þykir mér ekki. – Rétt er þó að undirstrika að þetta breytir engu um okkar alþjóðlegu skuldbindingar í loftslagsmálum, hvorki hvað varðar hlutfall endurnýjanlegrar orku né loftslagsbókhald, enda byggir bókhald okkar þar á raunframleiðslu íslenskrar raforku. Sala hérlendra orkufyrirtækja á upprunaábyrgðum þýðir þannig til dæmis ekki að Ísland fái bókfærða losun frá kolaorkuverum í Evrópu. Þetta tengist alþjóðlegum skuldbindingum okkar í loftslags- málum m.ö.o. ekkert en er á hinn bóginn til dæmis ímyndarmál. Og sem slíkt tel ég það slæmt.“ Bundin af löggjöf Evrópusambandsins – Hyggst ráðherra beita sér fyrir breytingu á þessu fyrirkomulagi, eða afnámi heimilda til sölu á slíkum hreinleikavottorðum? „Reglur um upprunaábyrgðir voru innleiddar hér á landi með lögum nr. 30/2008 um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl. Þau heyra undir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ísland er síðan bundið af löggjöf Evrópusambandsins um upprunaábyrgðir vegna aðildar sinnar að Samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Ég sé ekki hvernig við ættum á auðveldan hátt að fara út úr þessu en bendi aftur á framangreint svar um að orkufyrirtækin þurfa ekki að taka þátt í þessu. Þeirra er valið. Enn fremur er mikilvægt að í eigendastefnu þeirra orkufyrirtækja sem eru í eigu hins opinbera verði lögð áhersla á að standa vörð um þá ímynd að á hér á landi sé eingöngu framleidd og seld endurnýjanleg orka,“ segir Guðmundar Ingi Guðbrandsson í svari sínu. /HKr. ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR, FATASKÁPAR & RENNIHURÐIR HÁGÆÐA DANSKAR STYRKUR - ENDING - GÆÐI OPIÐ: ÚRVAL INNRÉTTINGAVIÐ HÖNNUM OG TEIKNUM VÖNDUÐ GÆÐAVARAGOTT SKIPULAG þessum blekkingarleik sé virkilega þess virði. Hrópandi þversagnir Þá segir einnig í svari Lands- virkjunar til Bændablaðsins að öll sala Landsvirkjunar inn á heildsölumarkað sé vottuð sem endurnýjanleg með samevrópska upprunaábyrgðakerfinu fyrir árin 2016 og 2017. Þetta samstarf við sölufyrirtæki rafmagns var tilkynnt í maí 2017. Samt segir í gögnum Orkustofnunar að einungis 13% orkuframleiðslunnar eigi uppruna sinn í endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta virðist vart benda til annars en að samevrópska upprunaábyrgðakerfið sé hreinlega búið til sem peningamaskína í blekkingarskyni. Í rökum Landsvirkjunar um þetta atriði segir: „Upprunaábyrgðir eru sjálfstæð söluvara, óháð afhendingu á raforkunni sjálfri. Tilgangur upprunaábyrgðakerfisins er að auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku í Evrópu með því að gera raforkukaupendum kost á að styðja sérstaklega við endurnýjanlega framleiðslu. Það skapar aukinn fjárhagslegan hvata til slíkrar framleiðslu.“ Erfitt er að sjá hvernig kaup kolaorkuvera í Evrópu á upprunaábyrgðum frá Íslandi til að segjast selja hreina orku, styður þessa skýringu. Hins vegar er augljóslega auðvelt að nota kaup á hreinleikavottorðum til að búa til falleg rök til að hækka orkuverð þó orkan sé áfram framleidd með kolum. Enda segir Landsvirkjun beinlínis að slík vottun geti opnað markaðstækifæri fyrir fyrirtæki í alþjóðlegri markaðssetningu. Viðskiptakerfið njörvað við innleiðingu upprunavottorða Greinilega er búið að tryggja þetta viðskiptakerfi í bak og fyrir og samkvæmt svari Landsvirkjunar er eingöngu hægt að segjast nota 100% endurnýjanlega orku með því að flagga upprunaábyrgðum. Þannig er verið að festa það í sessi að orkukaupendur eins og garðyrkjan verði að hafa upprunavottorð til að geta sagst framleiða sitt grænmeti með hreinni orku. Um þetta segir í svari Landsvirkjunar: „Ef ekki er stuðst við uppruna- ábyrgðir er raforkukaupanda eingöngu heimilt að vísa til meðalsamsetningar orkugjafa í Evrópu sem er að stærstum hluta jarðefnaeldsneyti og kjarnorka. Þetta endurspeglast í tölum Orkustofnunar.“ Með öðrum orðum, garðyrkjustöð eða önnur matvælaframleiðsla sem ekki hefur upprunavottorð frá orkufyrirtækjunum getur ekki sagt annað en að orkan sem það notar sé haugskítug. Þannig hafi raforkan sem notuð var í fyrra verið 87% skítug og að 58% hluta framleidd með jarðefnaeldsneyti og 29% hluta með kjarnorku. Ímyndarlega mikilvægt Einungis um 15% af raforkusölu Landsvirkjunar eru til heildsölunnar sem selur áfram til endanotenda (fyrirtækja og heimila). Landsvirkjun segir að slík vottun „auðveldi fyrirtækjum á Íslandi að uppfylla skilyrði fjölda alþjóðlegra umhverfismerkja og getur slík vottun opnað markaðstækifæri fyrir fyrirtæki í alþjóðlegri markaðssetningu á vörum og þjónustu.“ – Skrítið, – þetta gátu fyrirtækin sjálf sem kaupa orkuna kinnroðalaust fullyrt með góðri samvisku á Íslandi og staðið við það, áður en viðskiptakerfi upprunaábyrgðanna var fundið upp. Væntanlega hljóta menn að spyrja um leið hvort upprunavottorðin séu í raun ókeypis eða muni í framtíðinni verða falin inni í hærra orkuverði eða skilgreind sérstaklega á orkureikningum. Neyðast til að láta upprunavottorð fylgja orkunni á Íslandi Landsvirkjun segist frá árinu 2016 hafa látið upprunaábyrgðir fylgja með allri raforku í heildsölu. „Öll sala Landsvirkjunar inn á heildsölumarkað [15%] er vottuð sem endurnýjanleg með samevrópska uppruna- ábyrgðakerfinu fyrir árin 2016 og 2017. Þetta samstarf við sölufyrirtæki rafmagns var tilkynnt í maí 2017,“ segir Landsvirkjun. Það þýðir að öll raforka sem keypt er í heildsölu af Landsvirkjun er vottuð að komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Ekkert kemur hins vegar fram um hvort þetta hafi breytt raforkuverðinu til hækkunar nú þegar, eða muni gera það í framtíðinni. Rétt er að benda á að uppruna- ábyrgðir voru ekki látnar fylgja til íslenskra orkukaupenda fyrr en eftir uppnám sem varð í kjölfar þess að Bændablaðið birti fyrst fréttir um þessi mál sumarið 2015. Þar lýsti þáverandi formaður Sambands garðyrkjubænda því þegar stilla átti garðyrkjubændum upp við vegg og neyða þá til að kaupa upprunavottorð fyrir ákveðna upphæð á kílóvattstund til að geta sagst nota hreina orku. Stórnotendur ekki inni í myndinni Álver og önnur stóriðjuver á Íslandi hafa ekki óskað þess að vera inni í samevrópska upprunaábyrgðakerfinu. „Stórnotendur, sem kaupa um og yfir 80% af rafmagnsvinnslu Landsvirkjunar, hafa ekki óskað eftir slíku samstarfi, en við höfum lýst okkur reiðubúin til þess,“ segir í svari Landsvirkjunar til Bændablaðsins. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hafa öll álverin á Íslandi flaggað því óspart að sú „hreina“ orka sem þau nota dragi úr loftmengun sem annars yrði ef álið væri framleitt með raforku frá kola-, olíu- eða gasorkuverum. Velta má fyrir sér hvort næsta skref Landsvirkjunar verði þá ekki að senda álverunum reikning fyrir hreinleikavottorð sem þau hafa ekki viljað kaupa til þessa. Ráðherra segir sölu orkufyrirtækja á upprunaábyrgðum vera slæmt ímyndarmál fyrir Ísland – Ísland bundið af löggjöf Evrópusambandsins og sér ráðherra ekki hvernig við ættum á auðveldan hátt að geta farið út úr þessu Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.