Bændablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018
Matreiðslumaðurinn Hinrik Örn Lárusson,
sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu, vann
silfurverðlaun í Norðurlandamótinu Nordic
Junior Chefs sem fór fram í Herning í
Danmörku síðastliðinn þriðjudag.
Samhliða þeirri keppni var keppnin Nordic
Chef of the Year og framreiðslukeppnin Nordic
Waiter of the Year. Hafsteinn Ólafsson frá
Sumac Grill + Drinks, sem bar sigur úr býtum
í keppninni Kokkur ársins 2017, keppti í
matreiðslukeppninni og í framreiðslunni
keppti Lúðvík Kristinsson frá Grillinu. Þeir
komust ekki á verðlaunapall.
Mótshald samhliða Foodexpo
Sænski keppandinn bar sigur úr býtum í Nordic
Chef Junior og sá finnski varð í þriðja sæti.
Klúbbur matreiðslumeistara sendi þessa
þrjá keppendur til leiks og rekur klúbburinn
afreksstarf í matreiðslu og keppnisstarf
ungra matreiðslumanna í Kokkalandsliðinu
og keppnina Kokkur ársins ásamt þátttöku
í alþjólegum keppnum eins og hér um
ræðir. Skipulag keppninnar er í höndum
Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara
og fer keppnin fram í Herning samhliða
matvælasýningunni Foodexpo.
„Mystery basket“-fyrirkomulag
Í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara
kemur fram að fyrirkomulag
matreiðslukeppninnar hafi verið með
svokölluðu „mystery basket“-sniði þar sem
keppendur fá að sjá skylduhráefnin degi fyrir
keppni og skila síðan af sér þriggja rétta
matseðli fyrir 12 gesti á keppnisdegi.
Framreiðslumaðurinn vinnur með
matreiðslumönnum við þjónustu á
keppnismatnum og þarf einnig í keppninni
að sýna fagleg vinnubrögð í sínum aðgerðum
við pörun á vínum við réttina og að útbúa
kokkteila.
Þjálfari Hafsteins og dómari í
matreiðsluhluta keppninnar var Þráinn
Freyr Vigfússon frá Sumac Grill + Drinks.
Þjálfari Hinriks var Sigurður Laufdal,
yfirmatreiðslumaður á Grillinu.
Thelma Björk Hlynsdóttir, frá Grillinu,
þjálfaði Lúðvík og dæmdi jafnframt í
framreiðslukeppninni. /smh
Kjötiðnaðarmenn SS sýndu frábæra
frammistöðu í fagkeppni Meistarafélags
kjötiðnaðarmanna og besta skinka
Íslands 2018 sem fór nýlega fram.
Oddur Árnason, fagmálastjóri SS,
varð kjötmeistari Íslands árið 2018. Hann
fékk auk þess verðlaun fyrir bestu vöruna
úr nautakjöti, einnig fyrir reykgrafið
Landnámsnaut, auk þess að fá Lambaorðuna
fyrir Tindfjallahangikjet og verðlaun
fyrir athyglisverðustu nýjungina fyrir
Sveitakonfekt. Jónas Pálmar Björnsson,
verkstjóri hjá SS, fékk verðlaun fyrir bestu
vöruna úr hrossa/folaldakjöti fyrir grafið
lakkrísfolald.
Fagmenn SS sendu inn 31 vöru í
keppnina og hlutu 30 vörur verðlaun, þar af
19 gullverðlaun. Þess má geta að Göngubiti
og Lukkubiti, sem eru nýjar þurrverkaðar
snakkpylsur á markaði, fengu báðar
gullverðlaun. Auk þess var Hunangsskinkan
frá SS kosin besta skinkan 2018. Forkeppnin
fór fram á haustdögum þar sem dómnefnd
Meistarafélags kjötiðnaðarmanna valdi
þrjár bestu skinkurnar úr fjölda innsendra
vara, þar átti SS tvær af þremur bestu
skinkunum. Aðalkeppnin fór fram í febrúar
í Kringlunni þar sem almenningur dæmdi
á milli og bar Hunangsskinkan sigur úr
býtum. /MHH
Sigursælir kjötiðnaðarmenn hjá SS
MÆLT AF
MUNNI FRAM
Á einkar björtum morgni sit ég einn ganginn enn við vísnaþáttargerð fyrir Bændablaðið. Það örlar
á vorkomunni, farið að svía ögn um á
Svalbarðsströnd, og örsmátt flugnamor
vaknað af dvala, tifandi ráðaleysislega á
rúðum stofunnar. Merki vorsins munu sjást
víðar, þó hvergi eins óræk og í Langadal
Einars Kolbeinssonar í Bólstaðarhlíð:
Vorið færist vinur nær,
vaknar líf um dalinn,
enda komnar álftir tvær
aftur í Langadalinn.
Nokkrum mínútum síðar tísti aftur í símann:
Loksins vetur langur senn
liggja mun í valnum.
Núna sá ég eina enn
álft í Langadalnum.
Jakob Ó. Pétursson ( 1907-1977)
kenndur við Hranastaði í Eyjafirði
var afburða ritfær maður og lipur
hagyrðingur. Hann var ritstjóri Íslendings,
blaðs sjálfstæðismanna á Akureyri, um
langa hríð. Enn fremur var Pétur mikill
vísnasafnari. Af ýmsu má ráða að Pétur
hafi ekki verið ákafur bindindismaður,
enda meðal vina kallaður „Peli“ og
kenndur við „Pelagerði“. Einhverju sinni
léði hann Sigurði Gíslasyni vísnasafn sitt
til einhverra nota. Sigurður skilar Pétri
safninu ásamt nokkrum stökum:
Ég á kafi alveg er
í því hafi vísna,
sem án vafa verður mér
vitaðsgjafi býsna.
Ekki mundi ég una því
öllum þessum vísum sleppa,
fyrst ég komst hér æti í,
úrvalsstökur margra greppa.
Sú er bót að ei sér á
af þótt tekið verði,
en öllu skila skal og má
skáldi í Pelagerði.
Brynjólfur Einarsson skipasmiður í
Vestmannaeyjum, f. 1903 í Lóni, var um
tíma búsettur á Eskifirði. Ölfús granni
Brynjólfs þurfti nauðsynlega áfengis
með og braut sér leið gegnum glerrúðu í
áfengisleit. Þá orti Brynjólfur:
Hverjir, sem um heilar rúður höfði stinga,
í hálsinum með glerbrot ganga,
glóðarauga og bláan vanga.
Eitt sinn, í ákafri norðan stórhríð á Eskifirði,
stóð Brynjólfur daglangt við að moka frá
útidyrum hússins, og hafði hvergi við:
Þegar afla á Íslandsmiðum þraut,
og atvinnan því dragast saman hlaut,
maðurinn sér maklegt verksvið fann:
-Að moka snjó í kapp við skaparann.
Svo ein heilræðavísa eftir Ágúst Jónsson
í Höskuldarkoti:
Mikilsvert er meðalhóf,
meðan varir lífsins þóf.
Of og van er einatt böl,
er eykur strit og sálarkvöl.
Vel er við hæfi, undir hótunum Kóreu-
ríkjanna undanfarið, að birta vísur sr.
Sigurðar Norland (gagaraljóðaháttur) sem
hann orti meðan hið eiginlega Kóreustríð
geisaði:
Þingið kannar þjóðarföng,
þvingar annir lands um hring,
kringum mann er klípitöng,
klingir bann og formæling.
Landi þjóðin bindur bönd,
blandast góðu ferlegt grand,
handaóður vindur vönd,
vandast róður, fer í strand.
Sjaldan bíða brekagjöld,
baldinn lýður heimtar völd,
kalda stríðið ógnar öld,
aldan ríður, fellur tjald.
198
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggð1@gmail.com
LÍF&STARF
Keppendur SS í fagkeppninni við verðlaunin sín. Frá vinstri: Jónas Pálmar Björnsson verkstjóri, Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri, Oddur
Árnason fagmálastjóri, Bjarki Sigurjónsson verkstjóri, Björgvin Bjarnason, gæðastjóri Reykjagarðs, Steinar Þórarinsson verkstjóri. Á myndina
vantar Hrafn Magnússon, Jónas Helgason og Hermann Bjarka Rúnarsson, en þeir tóku einnig þátt í keppninni. Mynd / Björk Guðbrandsdóttir
Hinrik á Grillinu fékk silfur á Norður-
landamótinu Nordic Chef Junior
Hafsteinn Ólafsson og Lúðvík Kristinsson.
Hinrik Örn Lárusson á Grillinu, silfurverðlauna-
Frá verðlaunaafhendingunni. Hinrik er þriðji frá vinstri. Myndir / Klúbbur matreiðslumeistara