Bændablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 10

Bændablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 Matvælastofnun gerði út leiðangur 10. mars síðastliðinn til að fella fé í Loðmundarfirði sem þar hefur gengið laust, án eftirlits og fóðrunar. Tuttugu og níu kindur fundust sem allar voru felldar. Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að 18 þessara kinda hafi verið frá einum bæ, ein kind frá öðrum en tíu hafi verið ómerktar. Margsinnis hafi stofnunin þurft að hafa afskipti af öðru búinu á undanförnum árum. „Kröfur stofnunarinnar um úrbætur hafa ekki verið virtar að fullu og hefur fé frá bænum fundist í Loðmundarfirði að vetrarlagi. Umráðamanni dýranna var veittur frestur til 1. febrúar sl. til að endurheimta fé sitt úr firðinum, sem hann gerði að hluta.“ Matvælastofnun sinnir eftirliti með velferð dýra en ábyrgð á fjallskilum liggur hjá sveitarfélögum. Í tilkynningu stofnunarinnar kemur fram að það hafi verið mat viðstaddra að ómögulegt væri að sækja féð og var það því fellt á grundvelli 7. gr. laga um velferð dýra. Í reglugerð um velferð sauðfjár segir m.a. að: • óheimilt sé að hafa fé á útigangi á vetrum þar sem ekki verði komið við fóðrun og eðlilegu reglubundnu eftirliti. • umráðamanni sauðfjár eða geitfjár beri að tryggja gott aðgengi eftirlitsaðila að öllum dýrum og öllum þeim stöðum þar sem þau er haldin. • tryggja skuli velferð allra dýra með því að líta reglulega til með þeim og bæta úr því sem ábótavant er. • daglegt eftirlit skal haft með sauðfé og geitfé á húsi. Sérstakt og tíðara eftirlit skal haft með nýfæddu, sjúku og slösuðu fé. Sama á við um ær og huðnur nálægt burði. Fé sem haldið er úti yfir vetur skal haft í fjárheldum girðingum þannig að eftirlit sé framkvæmanlegt fram yfir sauðburð. • fé skuli haldið hreinu og það rúið a.m.k. einu sinni á ári. Þegar fé er rúið að vetri til skal það hýst í skjólgóðri byggingu, þess gætt að það ofkælist ekki og skal einnig tryggt að fóðrun þess sé góð. /smh Fé fellt í Loðmundarfirði Á vefnum Samráðsgátt (samrads- gatt.island.is) liggja nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð um starfsemi innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar er atvinnutengd starfsemi innan þjóðgarðsins skilgreind og kveðið á um málsmeðferð, samningsgerð við Vatnajökulsþjóðgarð og eftirlit með slíkri starfsemi. Atvinnutengd starfsemi er þjónusta sem aðrir en þjóðgarðurinn sjálfur bjóða gegn þóknun innan marka þjóðgarðsins. Nýting eignarréttinda innan þjóðgarðsins telst ekki atvinnutengd starfsemi. Samkvæmt drögunum verður atvinnutengd starfsemi óheimil án samnings við Vatnajökulsþjóðgarð um slíka starfsemi. „Stjórn þjóðgarðsins mótar skilyrði fyrir atvinnutengdri starfsemi innan þjóðgarðsins, þar með talið um þá starfsemi sem getur verið heimil innan þjóðgarðsins og þau svæði sem um ræðir. Slík skilyrði eru sett fram eftir atvikum í atvinnustefnu eða stjórnunar- og verndaráætlun,“ segir meðal annars í 31. grein a-liðar. Þá er greinarmunur gerður á milli starfsemi sem nauðsynlegt er að takmarka að umfangi innan þjóðgarðsins og starfsemi sem ekki er nauðsynlegt að takmarka að umfangi. Með reglugerðinni er verið að fylgja eftir breytingum á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð sem gerðar voru árið 2016. Jafnframt er kveðið á um að í samningum sem gerðir eru við Vatnajökulsþjóðgarð skuli setja þau skilyrði fyrir starfseminni sem talin er þörf á, meðal annars vegna verndarmarkmiða þjóðgarðsins. Umsögnum um drögin má skila á Samráðsgátt Stjórnarráðsins til 9. apríl næstkomandi. /smh Vatnajökulsþjóðgarður: Drög lögð að breytingu á reglu gerð um atvinnustarfsemi Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga (KKS), í samstarfi við utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í París, stóð á dögunum fyrir lambakjötskynningu í sendiherrabústaðnum í París. Friðrik Sigurðsson, yfir- matreiðslumaður hjá utanríkis- ráðuneytinu, hafði frumkvæðið að kynningunni ásamt Óla Viðari Andréssyni, sölustjóra KKS, og Kristjáni Andra Stefánssyni, sendiherra Íslands í Frakklandi. „Hvatinn að þessari kynningu var að sendiherra Íslands í París, sem er mikil áhugamaður um að leggja íslenskum framleiðendum lið í að koma vörum sínum á framfæri í Frakklandi. Hann fékk Friðrik Sigurðsson, matreiðslumeistara og bryta utanríkisráðuneytisins, í nokkra daga verkefni í París þar sem verið var að kynna afurðir úr íslensku sjávarfangi og þá kviknaði sú hugmynd að taka eina lambakjötskynningu í framhaldi af því. Friðrik, sem hefur unnið með okkur í nokkrum kynningum í Rússlandi, hafði samband við okkur og bauð okkur að vera með, sem við að sjálfsögðu þáðum,“ segir Óli Viðar. Áhrifafólki boðið Að sögn Óla Viðars var lagt upp úr því að bjóða áhrifafólki í matvæla- og veitingageiranum í Frakklandi á kynninguna. „Þetta voru til að mynda dreifingaraðilar, Michelin-kokkar, blaðamenn og veitingahúsaeigendur. Það sem við notuðum á kynningunni voru vöðvar úr framparti, læri og hrygg, einnig lifur og hangikjöt. Markmiðið með þessu er að ná inn á vel borgandi markaði og selja íslenska lambakjötið sem sérstaka vöru. Það gerum við með því að selja söguna með, það tekur tíma og mjakast hægt og rólega í rétta átt. Síðan verður tíminn að leiða það í ljós hvort við náum árangri á þessum markaði, en það er þakkarvert þegar utanríkisþjónusta Íslands er tilbúin að bakka okkur upp og hjálpa okkur með að opna á möguleika fyrir afurðir okkar á erlendir grundu. Því höfum við fengið að kynnast meðal annars í Rússlandi, Japan og núna Frakklandi og reyndar fleiri löndum,“ segir Óli Viðar. /smh KS kynnir íslenska lambakjötið í París Velferðarsjóður fyrir félagsmenn BÍ: Félagsgjöld BÍ árið 2018 FRÉTTIR Starfsmenn Matvælastofnunar skáru köggulinn úr ull kindarinnar og töldu Mynd / Davíð Samúelsson Laugardaginn 7. apríl verður Mýraeldahátíð haldin í sjötta sinn í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi og hefst hún klukkan 13. Hátíðin er haldin til að minnast hinna miklu sinuelda sem urðu á Mýrum í Borgarbyggð árið 2006. Fjölmörg fyrirtæki ásamt handverksfólki verða með kynningar á vörum sínum og þjónustu. Boðið verður upp á létt tónlistaratriði, hoppukastala fyrir börnin ásamt ýmsu góðgæti. Um kvöldið verður kvöldvaka ásamt dansleik í félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýrum. Þar munu þjóðþekktir tónlistarmenn stíga á stokk en söngvarinn Jógvan Hansen fer þar fremstur í flokki. Mýraeldahátíð 7. apríl Á næstu dögum verða sendir út greiðsluseðlar til félagsmanna BÍ vegna félagsgjalda þessa árs. Á nýafstöðnu Búnaðarþingi var samþykkt lítilsháttar hækkun á gjaldinu. Auk þess var samþykkt að innheimta framlag í nýjan Velferðarsjóð Bændasamtaka Íslands við sama tækifæri. Með samþykktinni er nú skilyrði að allir félagsmenn, sem eru með aðild sem tengd er við rekstur, leggi framlag í Velferðarsjóðinn. B-aðild að samtökunum er undanþegin, en sú aðild er ætluð ef fleiri en tveir einstaklingar standa fyrir búi. Árgjaldið 2018 • A-aðild er kr. 47.000. Þar af renna kr. 2.000 í Velferðarsjóð BÍ. • B-aðild er kr. 13.000. • C-aðild, þ.e. þeir sem sótt hafa um undaþágu vegna lágrar veltu, verður kr. 15.000. Þar af renna kr. 2.000 í í Velferðarsjóð BÍ. Ertu félagi? Aðeins þeir sem eru nú þegar í samtökunum fá send boð um áframhaldandi félagsaðild. Þeir sem ekki eru í BÍ, en óska eftir að gerast félagar, geta skráð sig á bondi.is eða haft samband við þjónustufulltrúa. Nánari upplýsingar um félagsgjaldið og uppbyggingu þess eru veittar í síma 563-0300 eða í netfangið bondi@bondi.is. Velferðarsjóður tekur til starfa Nýstofnaður Velferðarsjóður BÍ tekur bráðlega til starfa. Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja fjárhagslega við félagsmenn Bændasamtaka Íslands er þeir verða fyrir meiriháttar áföllum í búrekstri sínum, s.s. vegna veikinda og slysa. Sjóðurinn styður einnig forvarnarverkefni tengd vinnuvernd og slysavörnum eða önnur verkefni sem hafa það að markmiði að bæta velferð sjóðsfélaga. Miðað er við að félagsmenn geti sótt um í Velferðarsjóðinn síðar á árinu og ekki síðar en 1. júní næstkomandi. Starfstímabil sjóðsins verður frá 1. janúar 2018 þannig að hægt verður að sækja um stuðning vegna áfalla sem orðið hafa frá og með þeim tíma. Hægt er að kynna sér samþykktir sjóðsins og úthlutunarreglur á bondi. is, en það verður kynnt sérstaklega hvenær opnað verður fyrir umsóknir. Umsóknareyðublöð verða á félagsmannasíðu Bændatorgsins þegar þar að kemur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.