Bændablaðið - 22.03.2018, Side 26

Bændablaðið - 22.03.2018, Side 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 Ingebjørg G. Wold og Per Ivar Wold i Nærbø í Rogaland-fylki í Noregi reka rabarbarastaðinn Köhler Paviljongen. Þar rækta þau nokkrar tegundir af rabarbara yfir sumartímann utandyra en auk þess stunda þau vetrarræktun á rabarbara í niðamyrkum kjallara þar sem plantan vex án nokkurrar ljóstillífunar, eingöngu við kertaljós. Ég sá sjónvarpsþátt á National Geographic-sjónvarpsstöðinni um fyrirbæri sem kallað var „þvingaður rabarbari“ sem er ræktaður yfir vetrartímann og mér fannst þetta strax áhugavert. Ég ákvað því að afla mér meiri upplýsinga og fór til Englands á Yorkshiresvæðið árið 2014 til að læra meira um ræktunina,“ segir Per Ivar en þessi ræktunaraðferð á rabarbara á uppruna sinn á Englandi í byrjun 19. aldar og í dag er hann ræktaður í stórum gróðurhúsum þar við þessar aðstæður en hann er sætari og með fallegri lit en venjulegur rabarbari. Plöntupynting í kjallaranum Hjónin voru einmitt með myrkvaðan kjallara undir sílói sem ekki var í notkun og ákváðu að slá til og prófa að framleiða vetrarrabarbara. „Við byrjuðum með 12 rabarbararætur í kjallaranum og stuttu síðar fór plantan að vaxa upp. Maður er á vissan hátt að pynta plöntuna því það sem gerist er að maður platar plöntuna sem trúir því að vorið sé komið vegna hitabreytinganna sem eiga sér stað. Við plötum rabarbarann á þann hátt að hann heldur að hann sé í skugganum og að hann verði að teygja sig upp í átt að ljósinu. Við höfum mælt að hann getur vaxið allt að fjóra sentímetra á dag. Í Englandi segja ræktendur þar að hægt sé að heyra plöntuna vaxa í stóru gróðurhúsunum,“ segir Ingebjørg en vegna þess hversu lítil framleiðslan er selja þau eingöngu enn sem komið er til veitingastaða. „Vegna þess hversu hraður vöxturinn er verður stöngulinn alveg sérstakur og er mjög vinsæll – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 760 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar Rækta vetrarrabarbara við kertaljós í myrkum kjallara UTAN ÚR HEIMI Hjónin Ingebjørg G. Wold og Per Iv ar Wold i Nærbø í Rogaland-fylki í N oregi reka rabarbarasta ðinn Köhler Pavilj ongen þar sem þa u rækta nokkrar te gundir af rabarbara og m eðal annars hófu þau nýlega ræktu n á vetrarrabarba ra. Myndir/Úr einkasafni Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Það er greinilegt að hægt er að rækta rabarbara við kertaljós í dimmum kjallara. Aðferðin við að rækta vetrarrabarbara á rætur að rekja til Englands í byrjun 19. aldar en þessi tegund er rauðari og sætari en hefðbundinn rabarbari.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.