Bændablaðið - 22.03.2018, Síða 28

Bændablaðið - 22.03.2018, Síða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna: Kjötmeistari Íslands 2018 er Oddur Árnason hjá SS Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna var haldin 8. og 9. mars í Menntaskólanum í Kópavogi. Þar mátu dómarar 125 mismunandi vörur frá kjötiðnaðarmönnum víða af landinu. Stigahæsti kjötiðnaðar- maðurinn reyndist vera Oddur Árnason frá Sláturfélagi Suðurlands og hlaut hann um leið sæmdarheitið „Kjötmeistari Íslands“. Af 125 vörum sem sendar voru inn í keppnina fengu 105 verðlaun. Þar af fengu 54% innsendra vara gullverðlaun, 21% fengu silfurverðlaun og 9% fengu bronsverðlaun. Vörurnar voru dæmdar í húsnæði Matvælaskólans í Kópavogi og þar gafst gestum og gangandi tækifæri til að skoða og smakka innsendar vörur. Byrjað var að dæma um kl 14 á fimmtudeginum og voru úrslit kynnt á verðlaunaafhendingu á degi Meistarafélags kjöt- iðnaðarmanna á Hótel Natura (Hótel Loftleiðum) laugardaginn 10. mars. Yfirdómari keppninnar var Eðvald Sveinn Valgarðsson. Aðrir dómarar voru Árni Níelsson, Ingólfur Baldvinsson, Ómar B. Hauksson, Kristján Kristjánsson, Magnús Friðbergsson og Hreiðar Örn Stefánsson. Í fagkeppnisnefnd MFK voru Þorsteinn Þórhallsson sem var formaður og Sigurfinnur Garðarsson. Ingólfur Baldvinsson og Arnar Sverrisson. Aðstoð við fagkeppni veitti Erla Jóna Guð- jónsdóttir og Björk Guð brandsdóttir var ritari. Kristján Þór Júlíus son, ráðherra sjávarútvegs og land- búnaðar, heiðraði sam- komuna með nærveru sinni og aðstoðaði við verðlauna afhendingu . Búgreinafélögin hafa í gegnum tíðina verið okkar bestu sam starfsaðilar í þessari keppni og hafa komið að keppninni hvert með sínu lagi. Tindfjallahangikjet Landssamtök sauðfjárbænda veittu ,,Lambaorðuna“. Hún er veitt þeim kjötiðnaðarmanni sem á bestu einstöku vöruna úr lambakjöti í fagkeppninni. Þau verðlaun hlaut Oddur Árnason hjá Sláturfélagi Suðurlands fyrir vöru sem hann nefndi „Tindfjallahangikjet“. Landnámsnaut/reykgrafið Landssamband kúabænda veitti viðurkenningu þeim kjötiðnaðarmanni sem átti bestu vöruna unna úr nautakjöti. Þar er um að ræða farandverðlaunagrip og annan minni til eignar. Þessi verðlaun hlaut Oddur Árnason hjá SS fyrir réttinn „Landnámsnaut/ reykgrafið.“ Spægipylsa Svínaræktarfélag Íslands veitti viðurkenningu þeim kjötiðnaðarmanni sem átti bestu vöruna unna úr svínakjöti. Þar var einnig um að ræða farandverðlaunagrip og annan minni til eignar. Þar var Pétur Karlsson hjá Esju Gæðafæði hlutskarpastur með réttinn „Spægipylsa.“ Kjúklinga-ostapylsa Félag kjúklingabænda veitti MATVÆLI&MARKAÐSMÁL Mynd/HKr. Mynd/HKr. Mynd/Björk Guðbrandsdóttir.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.