Bændablaðið - 22.03.2018, Side 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018
Fiskeldisstöðin Fjallableikja
ehf. hefur verið starfandi á
Hallkelshólum í Grímsnesi
síðan 2009. Reksturinn er í
eigu Guðmundar Adólfssonar
og Jónasar Stefánssonar,
en byggingarnar eru í eigu
Gísla Hendrikssonar bónda á
Hallkelshólum og eiginkonu hans
Rannveigar B. Albertsdóttur.
Stöðin hefur náð mjög góðum
árangri í bleikjueldi og er
framleiðslan stöðug í um 100
tonnum af bleikju á ári.
Guðmundur, sem flestir þekkja
trúlega sem smið og eiganda
Trésmiðjunnar Gosa í Hafnarfirði,
segir gott gengi byggja á mikilli
vinnu og þrautseigju. Þá hafi
reksturinn verið byggður upp á
eigin fé og mikilli vinnu, en enginn
opinber stuðningur sé þarna á bak
við. Því sé staðan góð í dag og
fyrirtækið hafi skapað sér gott orð
fyrir vönduð vinnubrögð og mikil
gæði.
Stöðin á Hallkelshólum var
upphaflega byggð 1986 sem
seiðaeldisstöð fyrir lax og þótti
mjög fullkomin. Fyrirtækið á bak
við þann rekstur hét Fjallalax og
var komið á fót í samvinnu við
Norðmenn, sem áttu þá 49% hlut í
stöðinni á móti Gísla Hendrikssyni.
Var meiningin að ala laxaseiði upp
í stöðinni til áframeldis í Noregi.
Deilur milli eldisfyrirtækja í
Noregi leiddu þó til þess að
slíkur innflutningur var bannaður
með lögum. Var skipi með fyrsta
seiðafarminn þá meinað að koma að
landi í Noregi. Það kippti fótunum
snarlega undan rekstri Fjallalax, sem
varð gjaldþrota. Tilraun var gerð til
að endurreisa reksturinn en hann fór
aftur í þrot nokkrum árum seinna.
Stofnfiskur var svo með seiðaeldi
á Hallkelshólum um tíma en síðan
stóð stöðin tóm í tvö ár, þar til
Fjallableikja hóf þar rekstur 2009.
Alið frá grunni
af hrognum frá Hólum
Um 300 þúsund seiði eru að jafnaði í
stöðinni sem alin eru upp af hrognum
sem keypt eru frá Hólum í Hjaltadal.
Er þar um að ræða bleikjustofn
sem er íslenskur að uppruna.
Auk þess að rækta bleikjuna upp
í sláturstærð hefur Fjallableikja
selt seiði til áframeldis til annarra
fiskeldisfyrirtækja. Annað er alið
upp í sláturstærð samkvæmt kröfum
markaðarins. Tekur um tvo til þrjú
ár að ala hana upp í þá sláturþyngd
sem óskað er eftir.
Ágúst Friðmar Backman er
starfsmaður í eldisstöð Fjallableikju.
Hann er garðyrkjufræðingur að
mennt auk þess sem hann nam
fiskeldisfræðin í fiskeldis- og
fiskalíffræðideild Háskólans á
Hólum.
Hann segir að sjúkdómar hafi
verið til lítilla vandræða hjá þeim
í Fjallableikju. Telur hann að
ein skýringin á því sé að þeir ali
fiskinn upp við frekar lágt hitastig,
4-6 gráður. Það þýði að þeir losni
við ýmsa óværu sem lifi í heitara
vatni og hefur oft skapað alvarlegan
vanda í fiskeldi. Á móti komi að
vöxturinn verði heldur hægari.
Bleikja sem er 2 kg að þyngd
þykir mjög ákjósanleg til slátrunar
og segir Ágúst að tveggja kílóa
fiskur sé mjög flottur og í uppáhaldi
hjá sér.
Aukinn áhugi á stærri bleikju
„Mér finnst samt hafa verið aukinn
áhugi fyrir sífellt stærri bleikju á
markaðnum undanfarin ár. Jafnvel
mjög stórri bleikju, en okkur hefur
tekist að ala einstaka fiska allt upp
í 4 kíló að þyngd.“
Skýringuna á áhuga markaðarins
Fjall Myndir/HKr.
MATVÆLI&MARKAÐSMÁL
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Fjallableikja ehf. á Hallkelshólum framleiðir um 100 tonn af bleikju á ári:
Hefur náð góðum árangri í
gæðum og fóðurnýtingu
– selur stærstan hluta framleiðslunnar innanlands og er í viðskiptum við öfluga matvælaframleiðendur og gullverðlaunahafa
klukkutímunum í sólarhringnum. Hér er hann klár í enn eina ferðina og