Bændablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 30

Bændablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 Fiskeldisstöðin Fjallableikja ehf. hefur verið starfandi á Hallkelshólum í Grímsnesi síðan 2009. Reksturinn er í eigu Guðmundar Adólfssonar og Jónasar Stefánssonar, en byggingarnar eru í eigu Gísla Hendrikssonar bónda á Hallkelshólum og eiginkonu hans Rannveigar B. Albertsdóttur. Stöðin hefur náð mjög góðum árangri í bleikjueldi og er framleiðslan stöðug í um 100 tonnum af bleikju á ári. Guðmundur, sem flestir þekkja trúlega sem smið og eiganda Trésmiðjunnar Gosa í Hafnarfirði, segir gott gengi byggja á mikilli vinnu og þrautseigju. Þá hafi reksturinn verið byggður upp á eigin fé og mikilli vinnu, en enginn opinber stuðningur sé þarna á bak við. Því sé staðan góð í dag og fyrirtækið hafi skapað sér gott orð fyrir vönduð vinnubrögð og mikil gæði. Stöðin á Hallkelshólum var upphaflega byggð 1986 sem seiðaeldisstöð fyrir lax og þótti mjög fullkomin. Fyrirtækið á bak við þann rekstur hét Fjallalax og var komið á fót í samvinnu við Norðmenn, sem áttu þá 49% hlut í stöðinni á móti Gísla Hendrikssyni. Var meiningin að ala laxaseiði upp í stöðinni til áframeldis í Noregi. Deilur milli eldisfyrirtækja í Noregi leiddu þó til þess að slíkur innflutningur var bannaður með lögum. Var skipi með fyrsta seiðafarminn þá meinað að koma að landi í Noregi. Það kippti fótunum snarlega undan rekstri Fjallalax, sem varð gjaldþrota. Tilraun var gerð til að endurreisa reksturinn en hann fór aftur í þrot nokkrum árum seinna. Stofnfiskur var svo með seiðaeldi á Hallkelshólum um tíma en síðan stóð stöðin tóm í tvö ár, þar til Fjallableikja hóf þar rekstur 2009. Alið frá grunni af hrognum frá Hólum Um 300 þúsund seiði eru að jafnaði í stöðinni sem alin eru upp af hrognum sem keypt eru frá Hólum í Hjaltadal. Er þar um að ræða bleikjustofn sem er íslenskur að uppruna. Auk þess að rækta bleikjuna upp í sláturstærð hefur Fjallableikja selt seiði til áframeldis til annarra fiskeldisfyrirtækja. Annað er alið upp í sláturstærð samkvæmt kröfum markaðarins. Tekur um tvo til þrjú ár að ala hana upp í þá sláturþyngd sem óskað er eftir. Ágúst Friðmar Backman er starfsmaður í eldisstöð Fjallableikju. Hann er garðyrkjufræðingur að mennt auk þess sem hann nam fiskeldisfræðin í fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Hann segir að sjúkdómar hafi verið til lítilla vandræða hjá þeim í Fjallableikju. Telur hann að ein skýringin á því sé að þeir ali fiskinn upp við frekar lágt hitastig, 4-6 gráður. Það þýði að þeir losni við ýmsa óværu sem lifi í heitara vatni og hefur oft skapað alvarlegan vanda í fiskeldi. Á móti komi að vöxturinn verði heldur hægari. Bleikja sem er 2 kg að þyngd þykir mjög ákjósanleg til slátrunar og segir Ágúst að tveggja kílóa fiskur sé mjög flottur og í uppáhaldi hjá sér. Aukinn áhugi á stærri bleikju „Mér finnst samt hafa verið aukinn áhugi fyrir sífellt stærri bleikju á markaðnum undanfarin ár. Jafnvel mjög stórri bleikju, en okkur hefur tekist að ala einstaka fiska allt upp í 4 kíló að þyngd.“ Skýringuna á áhuga markaðarins Fjall Myndir/HKr. MATVÆLI&MARKAÐSMÁL Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Fjallableikja ehf. á Hallkelshólum framleiðir um 100 tonn af bleikju á ári: Hefur náð góðum árangri í gæðum og fóðurnýtingu – selur stærstan hluta framleiðslunnar innanlands og er í viðskiptum við öfluga matvælaframleiðendur og gullverðlaunahafa klukkutímunum í sólarhringnum. Hér er hann klár í enn eina ferðina og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.