Bændablaðið - 22.03.2018, Page 32

Bændablaðið - 22.03.2018, Page 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 Meðal góðra gesta á nýafstöðnu búnaðarþingi var Sigert Patursson, formaður Bóndafélags Føroya til fimm ára. Sigert er kúabóndi í Hoyvíksgarði á Straumey sem er skammt frá Hoyvík, auk þess sem hann er með 270 kindur. Í Hoyvik eru milli 130 og 140 nautgripir og þar af 60 mjólkurkýr í fjósi með einum mjaltaþjóni. Sigert segir að búið sé stórt á færeyska vísu og mjólkurframleiðendum hafi fjölgað í Færeyjum síðustu tvo áratugi. „Fyrir 15 árum voru mjólkurframleiðendur á eyjunum 68 en í dag eru þeir 25 og framleiða næga mjólk og mjólkurafurðir til að fullnægja innanlandsmarkaði.“ Að sögn Sigerts er þetta í fyrsta sinn sem hann kemur á Búnaðarþing og reyndar í fyrsta sinn sem fulltrúa færeysku bændasamtakanna er boðið að þing að þessu tagi. „Ég hef áður heimsótt Ísland en aldrei sótt svona þing áður og ég er óneitanlega mjög ánægður með þátttökuna og fræddist mikið á því að sitja þingið og vil nota tækifærið hér til að þakka fyrir mig.“ Sauðfjár- og nautgriparækt Sigert segir að í dag takmarkist búfjárhald í Færeyjum við nautgriparækt til mjólkur- og kjötframleiðslu og sauðfjárrækt og heimaræktun á gæsum, kjúklingum og eggjaframleiðslu til heimanota. Allt annað sé innflutt. „Framleiðsla á nautakjöti hefur dregist saman undanfarin ár en það er stefna landbúnaðarráðuneytisins að auka hana aftur með styrkjum til bænda.“ Í Færeyjum er að finna tvo stofna nautgripa. Sigert segist aðallega ala norska RNF nautgripi en að aðrir bændur séu með blöndu af RNF og dönskum Holstein-gripum eða eingöngu Holstein. „Sauðfé í Færeyjum er í kringum 70 þúsund og gengur úti svo til allt árið og kjötið því ódýrt í framleiðslu. Fénu er gefið á veturna og á vorin sé þess þörf fyrir burð. Vegna þessa bera ærna yfirleitt bara einu lambi og þar sem Færeyingar borða mikið af lambakjöti flytjum við mikið af því inn bæði frá Íslandi og Nýja-Sjálandi. Innflutningurinn á ári er svipaður að magni og við framleiðum í Færeyjum.“ Innflutningur á kjöti „Eitt af því sem gerir færeyskum bændum erfitt fyrir er innflutningur á kjöti, hvort sem það er ferskt eða frosið. Áður var bannað að flytja inn hrátt kjöt en vegna tollasamninga um útflutning á fiski var innflutningurinn á landbúnaðarvörum gefin frjáls fyrir nokkrum árum. Framleiðsla á landbúnaðarvörum er kostnaðarsöm í Færeyjum og því erfitt fyrir innlenda framleiðslu að keppa við innflutta. Staðan í dag er því þannig að bændur verða að reiða sig á stuðning frá ríkinu til að standa undir kostnaði og keppa við erlenda framleiðslu.“ Sigert segir að þrátt fyrir að verð á færeysku lambakjöti sé hærra en á innfluttu seljist innlend framleiðsla vel. „Færeyingar eru hrifnir af færeysku lambakjöti og flestir kjósa það fram yfir innflutt. Ég á því von á að það haldi áfram að seljast vel, auk þess sem ferðamannaiðnaður er vaxandi og ferðamenn vilja gjarnan smakka innlenda framleiðslu. Færeyski matsölustaðir og kokkar í Færeyjum sýna einnig aukin áhuga á að bjóða og matreiða úr innlendu hráefni alveg eins og mér skilst að sé í tísku á Íslandi.“ Garðyrkja og ræktun Að sögn Sigerts hefur innflutningur Nokkrir norrænir gestir heimsóttu Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands 2018 sem haldið var í byrjun marsmánaðar. Hér eru Thomas Snellman frá Finnlandi, lengst til vinstri, þá Eyðfinnur í Búðini frá Bóndafélagi Føroya og Sigert Patursson, formaður Bóndafélagsins, í heimsókn í gróðrarstöðina í Lambhaga. Mynd/TB Sigert Patursson, formaður Bónda­ félags Føroya. Mynd/smh Sigert er kúabóndi í Hoyvíksgarði sem er skammt frá þorpinu Hoyvík á Straumey. Mynd/SP Verið er að gera tilraunir með að rækta korn í Færeyjum. Mynd/SP Samhliða kúabúskap heldur Sigert sauðfé. Mynd/SP Formaður Bóndafélags Føroya í heimsókn á búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands 2018: Framtíð landbúnaðar í Færeyjum er björt

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.