Bændablaðið - 22.03.2018, Page 50

Bændablaðið - 22.03.2018, Page 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 Hið árlega fagþing nautgripa- ræktarinnar í Danmörku var haldið um síðustu mánaðamót og sem fyrr var þetta tveggja daga viðburður og einskonar blanda af aðalfundi nautgriparæktarhluta dönsku Bændasamtakanna og fagráðstefnu. Undanfarin ár hafa þátttakendur ekki þurft að greiða fyrir þátttöku en stjórn nautgriparæktarhluta Bændasamtakanna ákvað að vegna stöðugt aukins áhuga á fagþinginu, sér í lagi erlendis frá, yrði að fara að rukka fyrir þátttökuna og var því búist við því að heldur færri myndu koma og hlýða á framsögur á aðalfundinum eða hin fróðlegu erindi fagþingsins. Á daginn kom að það að rukka fyrir aðgengið, samtals um 15.000 íslenskar krónur, hafði lítil sem engin áhrif á áhuga bæði bænda og fagfólks að sækja fagþingið, enda er það þekkt fyrir mikla faglega dýpt og er trúlega það sterkasta á sínu sviði í norðurhluta Evrópu. Alls keyptu 2.330 manns aðgöngumiða og er það einungis lítið eitt færri gestir en sóttu fagþingið árið 2017, en það ár var sem fyrr segir aðgengið ókeypis. Um helmingur gestanna voru bændur og þeirra starfsmenn. Vilja banna innflutning lífdýra Líkt og undanfarin ár skiptist dagskrá fagþingsins í tvo hluta. Fyrri hlutinn er aðalfundur nautgriparæktarhluta Bændasamtakanna með tilheyrandi umræðum um stjórnmál, ytra umhverfi greinarinnar og kosningum í stjórn og sá síðari er svo fagþingið sjálft með ótal fróðlegum erindum. Skipulag aðalfundarins hefur verið eins undanfarin ár og hefur alltaf hafist með sameiginlegu erindi formanns og framkvæmdastjóra sem skiptast á því að fara yfir liðið ár og það helsta sem gerst hefur varðandi búgreinina. Formaður samtakanna, Christian Lund, og framkvæmdastjóri, Gitte Grønbæk, sáu um framsöguna en margt afar áhugavert kom fram í máli þeirra. Þó stóð upp úr ný stefna varðandi flutninga á lífdýrum sem snýst um að reyna að stöðva alla flutninga á lífdýrum til Danmerkur til þess að vernda danska nautgriparækt gegn mögulegum sjúkdómum í búfé. Þetta er tillaga sem gengur þvert á stefnu Evrópusambandsins og gæti verið erfitt að hrinda í framkvæmd en nálgun dönsku bændasamtakanna er þó afar áhugaverð og snýst um að ná víðtækri sátt og samstöðu allra fyrirtækja sem vinna úr afurðum nautgripa, þ.e. bæði kjöti og mjólk. Með því að ná samstöðu allra sláturleyfishafa og allra aðila í mjólkurvinnslu um að þessir aðilar taki ekki við afurðum frá búum sem hafa flutt inn lifandi gripi til landsins þá lokast næstum því sjálfkrafa fyrir innflutninginn enda erfitt að búa ef enginn tekur við afurðunum! Christian sagði m.a. að áhættan væri allt of mikil og á hverju ári komi upp einstök sjúkdómatilfelli í landinu sem tengjast innflutningi lífdýra og þrátt fyrir að yfirvöldum hafi tekist að koma í veg fyrir að smit hafi dreifst um landið þá sé áhættan of mikil og því sé eina ráðið að koma í veg fyrir innflutninginn. Undanfarin ár hefur þessi innflutningur þó ekki verið mikill, eða um 200 nautgripir á ári. Í tillögunum er lagt til að áfram verði þó heimilt að flytja inn bæði fósturvísa og sæði til þess að halda áfram öflugum kynbótum, enda mun minni áhætta á smiti fólgin í slíkum innflutningi. Gott ár að baki Árið 2017 reyndist hagfellt fyrir danska nautgriparækt, það sýna bráðabirgðaniðurstöður fyrir hið liðna ár. Kúm í landinu fjölgaði um 4% og meðalnyt þeirra jókst um 1,5%. Þá jókst greiðslugeta greinarinnar um 10% miðað við árið 2016 og nýttist hinn aukni slagkraftur bæði til fjárfestinga í greininni sem og til aukinnar launagreiðslugetu. Skuldastaða danskra kúabúa í mjólkurframleiðslu hefur verið erfið undanfarin ár en á árinu bættist sú staða umtalsvert og lækkuðu meðalskuldir danskra kúabúa um rúmar 30 þúsund íslenskra króna á hverja árskú og stóðu kúabú landsins því umtalsvert betur í árslok 2017 en á sama tíma árið 2016. Þrátt fyrir þessar breytingar á árinu er talið að um fimmtungur kúabúa landsins eigi undir högg að sækja og eigi í fjárhagsörðugleikum. Sé horft til kúabúa í nautakjötsframleiðslu reyndist árið 2017 einnig hagfellt og jókst framleiðsla búanna um 13% frá árinu 2016. Þá hefur lífrænt vottuð framleiðsla bæði á mjólk og nautakjöti aukist verulega og er litið á þá þróun sem afar jákvæða í Danmörku. Enn sem komið er, eru hinar lífrænt vottuðu vörur þó mest seldar á heimamarkaðnum en vaxandi eftirspurn erlendis eftir lífrænt vottuðum afurðum nautgripabúa er eitthvað sem danskar afurðastöðvar horfa í auknum mæli til. Meðal framleiðslukostnaðurinn 39 kr./kg Þrátt fyrir að árið hafi reynst gott fyrir nautgriparæktina í Danmörku þá hækkaði meðal framleiðslukostnaður mjólkur á árinu og var hann 2,37 danskar krónur að jafnaði eða um 39 íslenskar krónur á hvert kíló framleiddrar mjólkur. Þetta er hækkun um 9 danska aura frá árinu Fyrsta námið í svæðisbundnum matvælum á Norðurlöndunum Fyrsta menntunarbraut á Norðurlöndunum í svæðis- bundnum matvælum hefst næstkomandi haust í Ulvik í Harðangursfirði í Noregi. Fagið mun heita svæðisbundnar matarhefðir og fá 25 nemendur inngöngu í námið. Þetta er fyrsta starfsnámið í svæðisbundnum matvælum á Norðurlöndunum. „Þetta er mjög stórt fyrir Ulvik og fyrir matvælafylkið Hörðaland þar sem rík áhersla er lögð á svæðisbundin matvæli. Það var alveg kominn tími á að slíkt nám myndi hefjast hér í Noregi. Við höfum bæði þörf og eftirspurn og það er mikilvægt fyrir matreiðslumenn og aðra sem vinna með svæðisbundin matvæli að fá meiri kunnáttu og menntun á þessu sviði,“ segir Andrid Solaas, sem ber faglega ábyrgð á náminu. Í byrjun verður um þriggja ára fjarnám að ræða þar sem nemendur hittast í Ulvik í sex lotum á hverju skólaári. Lögð verður áhersla á framleiðslu og ferla sem tengjast hráefni og hvernig það hefur áhrif á gæði og bragð á vörunum. Farið verður yfir öll svið matar og drykkjar, bæði kjöt, fisk, osta, grænmeti og ávexti. /ehg - Nationen Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Fækkun fugla og apa dregur úr dreifingu fræja Fuglar og apar eru duglegir við að dreifa fræjum og eru víða órjúfanlegur hluti viðhalds náttúrulegra vistkerfa. Afleiðing ofveiða á öpum og fuglum er minni útbreiðsla á fræjum margra harðviðategunda. Apar og fuglar í hitabeltinu sem borða stór aldin með mörgum litlum eða fáum stórum fræjum eru afkastamiklir frædreifarar þegar dýrin skila fræjunum af sér á ferðalagi sínu milli svæða. Eftir á vaxa upp tré á við og dreif um skóginn en ekki eingöngu í kringum móðurtréð og á þetta við um ýmsar eftirsóttar trjátegundir sem unninn er úr harðviður. Í hitabeltisskógum þar sem fækkun apa og fugla hefur verið mest hefur einnig dregið sýnilega úr nývexti harðviðartrjáa. /VH Fuglar og apar eru duglegir við að dreifa fræjum og eru víða órjúfanlegur hluti viðhalds náttúrulegra vistkerfa. Hlýnun jarðar: Milli 50 og 60% lífríkis skóga í hættu Samkvæmt nýrri úttekt WWF, Alþjóðasjóðs villtra dýra, um lífríki skóga í heiminum kemur fram að allt að 60% gróður og 50% dýralífs í þeim geti dáið út fyrir næstu aldamót. Samkvæmt skýrslunni bendir flest til útdauða gríðarmargra lífvera í skógum Um allan heim hækki lofthiti jarðar um 1,5 gráður á Celsius. Svo gæti farið að meira en helmingur allar dýra- og plöntutegunda í skóginum heimsins deyi út ef ekkert verður að gert til að stemma stigu við hlýnuninni. Notað var reiknilíkan til að spá fyrir hvaða áhrif það mundi á lífríki skóga ef lofthiti jarðar hækkaði um tvær gráður, sem eru efri mörk Parísarsamkomulagsins frá 2014, þrjár og hálf og fjórar og hálfa gráðu. Sé útkoma líkansins rétt gætu 35% af plöntu- og dýrategunda í skógum heims dáið út náist að standi við efrimörk Parísarsamkomulagsins. Verði aftur á móti ekkert gert verður prósentutalan mun hærri. /VH Hætta er á að búsvæði tígisdýra á Indlandi fari á kaf í vatn hækki lofthiti jarðar mikið umfram spár. Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku 2018 – fyrsti hluti: Afar vel sótt fagþing nautgripa- ræktarinnar í Danmörku Árlegt fagþing nautgripa ræktarinnar sem haldið var í Herning í Danmörku var mjög vel sótt, þrátt fyrir að nú væri rukkað fyrir aðgengið, sem ekki var gert síðast. Þarna komu fram miklar áhyggjur bænda af því að verið væri að Myndir / SAGES Christiab Lund, formaður Landbrug & Fødevarer Kvæg, og Gitte Grønbæk hjá SEGES.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.