Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 20192 FRÉTTIR Þjóðin deilir áhyggjum með garðyrkjubændum yfir mögulegu framsali á valdi í orkumálum landsins: Meirihluti Íslendinga, eða 61%, vill ekki orkupakka 3 – Einungis 10,7% mjög harðir fylgjendur innleiðingar orkupakkans en 26,2% eitilharðir andstæðingar Könnun sem Maskína gerði fyrir Heimssýn og birt var 18. júní um viðhorf Íslendinga til orkupakka 3 og innflutnings á ófrosnu kjöti, kemur fram hörð andstaða þjóðarinnar við áformum ríkisstjórnarinnar í báðum þessum málum. Könnunin fór fram á netinu dagana 12.–18. júní 2019. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá eða það sem stundum er kallað slembiúrtak. Svarendur voru af báðum kynjum á aldrinum 18 ára og eldri af öllu landinu. Send var áminning tvisvar sinnum á þá sem ekki höfðu svarað. Svarendur voru 793 og voru gögnin vegin með tilliti til kyns, aldurs og búsetu í samræmi við upplýsingar úr Þjóðskrá. Spurt var: „Ert þú fylgjandi eða andvíg(ur) því að Ísland verði undanþegið orkulöggjöf Evrópusambandsins?“ Þessari spurningu svöruðu 708 og var svarhlutfallið því mjög gott, eða 89,3%. Gefnir voru fimm svarmöguleikar. Mjög fylgjandi, fremur fylgjandi, í meðallagi, fremur andvíg(ur) og mjög andvíg(ur). Einungis 10,7% harðir fylgismenn innleiðingar á orkupakka 3 Það vekur athygli hversu fáir voru mjög andvígir því að Ísland verði undanþegið orkulöggjöf ESB og vilji þar með innleiða orkupakka 3. Þeir reyndust einungis vera 76, eða 10,7%. Þeir sem voru fremur andvígir reyndust vera 110 sem er 15,5% hlutfall. Ansi margir tóku ekki ákveðna afstöðu til málsins, eða 228, sem er 32,2% hlutfall. Það er hins vegar afgerandi hversu stór hópur er mjög fylgjandi því að Ísland verði undanþegið orkulöggjöf ESB og vilja því ekki innleiða orkupakka 3. Þeir reyndust vera 185, eða 26,2%. Þá voru þeir sem eru fremur fylgjandi því að Ísland innleiði ekki orkupakka 3 109, eða 15,4%. 61% Íslendinga á móti orkupakka 3 Þegar skoðuð er afstaða þeirra sem tóku afstöðu í málinu fer vart á milli mála hvaða ályktun má draga af könnuninni um vilja þjóðarinnar. Þar voru 61,3% þátttakenda í könnuninni á móti innleiðingu á orkupakka 3 og fylgjandi því að Ísland verði undanþegið orkulöggjöf ESB. Einungis 38,8% voru fylgjandi innleiðingu á orkupakka 3 og á móti því að Ísland verði undanþegið orkulöggjöf ESB. Skýr skilaboð Skilaboðin til ríkisstjórnar flokkanna og Alþingis geta vart verið mikið skýrari en þetta. Jafnframt má túlka þetta sem afgerandi stuðning við sjónarmið Sambands garðyrkjubænda og formanns þess, Gunnars Þorgeirssonar, sem gengið hefur hnarreistur fram fyrir skjöldu í baráttu gegn innleiðingu á orkupakka 3. Meirihluti stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna eru á móti orkupakkanum Í könnuninni kom líka fram að meirihluti fylgjenda Framsóknar­ flokksins, eða 68,4%, er á móti innleiðingu orkupakka 3, en aðeins 6,9% fylgjandi innleiðingu. Þá eru 48,7% fylgjenda Sjálfstæðisflokks á móti orkupakkanum, en einungis 19,9% vilja innleiða hann. Meðal fylgjenda Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs (VG) voru 40% á móti orkupakka 3, en einungis 24,3% fylgjandi. Það hlýtur að teljast afar athyglisvert að hlutfallslega er mestur stuðningur við innleiðingu orkupakka 3 meðal kjósenda VG af öllum stuðningsmönnum ríkisstjórnarflokkanna. Það er þrátt fyrir að komið hafi fram að það séu fyrst og fremst peningalegir hagsmunir fjárfesta og ESB sem knýja þetta mál áfram. Mest er andstaðan við orkupakka 3 meðal fylgjenda Miðflokksins, eða 82,5%, og hjá Flokki fólksins, 73,9%. Þá eru 31,5% fylgjenda Pírata á móti orkupakkanum og 23% fylgjenda Samfylkingarinnar, en einungis 11,9% fylgjenda Viðreisnar. Reyndar eru fylgjendur Viðreisnar þeir einu sem eru að meirihluta fylgjandi innleiðingu á orkupakka 3, eða 63,2%. Í engum hinna flokkanna á Alþingi er meirihlutastuðningur við innleiðingu orkupakkans meðal stuðningsmanna, ekki einu sinni í Samfylkingunni þar sem fylgið við innleiðingu er 42,%. Þjóðin fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu Í spurningum um orkupakkann var líka spurt um hvort fólk vildi að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um málið. Ef einungis eru teknir þeir sem tóku afstöðu voru 53% fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu en 47% á móti. Spurt var, ert þú fylgjandi eða andvíg(ur) því að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um innleiðingu 3. orkupakkans? Gefnir voru fimm svarmöguleikar og var niðurstaðan þessi: Mjög fylgjandi 26,8%. Fremur fylgjandi 13,7%. Í meðallagi (taka ekki beina afstöðu) 23,6%. Fremur andvíg(ur) 17,2%. Mjög andvígur 18,7%. /HKr. 61,3% 38,8% Orkulöggjöf Evrópusambandsins Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að Ísland verði undanþegið orkulöggjöf ESB? Fylgjandi Andvíg(ur) Heimild: Maskína - Hlutfall þeirra sem taka afstöðu Viðhorfskönnun gerð fyrir Heimsýn í júní 2019 Svarendur 708, gild svör 89,3% Formaður Sambands garðyrkjubænda óttast frekari hækkanir á orkukostnaði við innleiðingu orkupakka 3 – Nefnir dæmi um þreföldun á flutningskostnaði raforku á milli ára vegna innleiðingar á orkupökkum 1 og 2 Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, hefur ítrekað greint frá andstöðu garðyrkjumanna við innleiðingu orkupakka 3. Hann óttast um afdrif greinarinnar verði þetta samþykkt á Alþingi. Í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni 4. júní síðastliðinn benti hann m.a. á að þótt bara sé búið að innleiða orkupakka 1 og 2 þá hafi það þegar leitt til verulega aukins kostnaðar garðyrkjunnar vegna tilskipana ESB um aðskilnað flutnings og framleiðslu á raforku. Garðyrkjubændur hafi því eðlilega verulegar áhyggjur af afleiðingum þriðja og fjórða orkupakkans. 270–323% kostnaðarhækkun á orkuflutningi milli ára Hann nefndi sem dæmi að í febrúar 2017 hafi ein garðyrkjustöð sem notaði 40–50 þúsund kílówattstundir af raforku verið að greiða 43 þúsund krónur í flutning á orkunni fyrir einn mánuð. Í febrúar 2018 hafi sama garðyrkjustöð verið að greiða um 139 þúsund krónur fyrir sama orkumagn. Hækkunin nemur því um 323%. Önnur garðyrkjustöð sem væri að nota um 200 til 210 kílówattstundir hafi borgað 162 þúsund krónur í febrúar 2017 en 437 þúsund á mánuði í febrúar 2018. Þetta er nærri 270% hækkun á einu ári. Þá á eftir að reikna verðið fyrir raforkuna sjálfa. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessu. Ég bið menn og konur sem sitja á Alþingi að tryggja það að við förum ekki í einhverja tóma vitleysu í þessu máli,“ sagði Gunnar. Hærra flutningsverð til landsbyggðarnotenda Hann benti líka á þá gríðarlegu mismunun sem felst í staðsetningu orkukaupenda á landinu. Þar væri flutningskostnaður til neytenda í dreifbýli umtalsvert hærri en til íbúa í þéttbýli. Oft eru notendur í dreifbýlinu samt mun nær orkuverunum sem framleiða raforkuna en notendur í þéttbýli. Styrkir sem kæmu á móti væru auk þess í krónutölu þannig að vægi þeirra styrkja minnkaði hratt í takt við hlutfallslega aukningu á notkun. Orkugjald hækkar um 47% Þá benti hann einnig á að við inn­ leiðingu á orkupakka 3 ætti Orku­ stofnun að verða sjálfstæðari og væri það þegar að koma fram í því að orkugjald stofnunarinnar hækki um 47%. „Það talar enginn um þetta. Nú, hvað á Orkustofnun að gera? Jú, hún á að sinna eftirlitsskyldu og sanngjarnara raforkuverði til neytenda. Ég bíð bara spenntur eftir því að sjá það á reikningnum áður en maður hrópar húrra. [...] Ég velti því fyrir mér, hversu íþyngjandi verður orkupakki þrjú á þessum grunni?“ Hann segir augljóst að svona hækkanir á orkukostnaði hljóti að skila sér út í verðlagningu á framleiðslu garðyrkjubænda. Ef ekki væri svo mikill ákafi opinberra fyrirtækja í að hækka álögur á greinina þá gæti grænmetið verið ódýrara og meira af íslensku grænmeti á markaðnum og meiri fjölbreytni. Í dag væru íslenskir grænmetisbændur vart að anna nema um 50% markaðshlutdeild. „Ég er alveg sannfærður um að við sæjum meiri framleiðslu á tómötum. Ég held að við séum ekki að anna nema um 40% af tómatasölunni á Íslandi í dag. Ef við fengjum hagstæðari kjör á raforku og meiri fyrirsjáanleika í verði orkunnar þannig að flutningskostnaður þrefaldist ekki á einu ári, og við hefðum sirka 10 ára framtíðarsýn, þá hefðu menn einhverjar forsendur til að leggjast í fjárfestingar. Meðan staðan er eins og hún er þá leggja menn ekkert í alvöru fjárfestingar í greininni.“ Gunnar sagði að sóknarfærin í garðyrkjunni væru gríðarleg, m.a. í framleiðslu á jarðarberjum – ef rétt væri haldið á spöðum. Hann sagðist einnig í samtali við Bændablaðið ekki skilja þá heift sem væri í málinu af hálfu stuðningsfólks innleiðingar orkupakka 3. Gert væri lítið úr fólki sem efaðist, en engin haldbær rök hafi verið lögð fram um af hverju Íslendingar ættu að innleiða þetta. /HKr. Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og bóndi í Gróðrarstöðinni Ártanga. Vöruskipti óhagstæð Árið 2018 voru fluttar út vörur fyrir 602,1 milljarð króna og inn fyrir 779,6 milljarða króna fob. Vöruviðskiptin 2018, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 177,5 milljarða króna. Vöruviðskiptahallinn 2018 var einum milljarði króna meiri en árið 2017 þegar vöruviðskiptin voru óhagstæð um 176,5 milljarða króna á gengi hvors árs. Vöruviðskiptahallinn 2018 án skipa og flugvéla nam 162,4 milljörðum króna samanborið við 161,7 milljarða króna halla árið 2017. Útflutningur Á heimasíðu Hagstofunnar segir að árið 2018 hafi verðmæti vöruútflutnings verið 82,5 milljörðum króna hærra samanborið við árið 2017, eða 15,9% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 53,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 14,7% hærra en á sama tíma árið áður. Útflutningur á áli og álafurðum átti stærstu hlutdeild í útflutningi á iðnaðarvörum árið 2018, eða 38,2% af heildarútflutningi. Sjávarafurðir voru 39,8% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 21,7% hærra en árið áður. Hækkun var í öllum undirliðum sjávarafurða. Stærstu hlutdeild í útflutningi sjávarafurða árið 2018 áttu ferskur fiskur (9,9% af heildarútflutningi) og fryst flök (9,3% af heildarútflutningi). Stærstu viðskiptalönd í vöruútflutningi árið 2018 voru Holland, Bretland og Spánn en 71,8% alls útflutnings fór til ríkja ESB. Innflutningur Árið 2018 var verðmæti vöruinn­ flutnings 83,5 milljörðum króna hærra en árið 2017, eða 12% á gengi hvors árs. Mestu munaði um innflutning á eldsneyti og smurolíum og á hrávörum og rekstrarvörum. Stærstu hlutdeild í innflutningi áttu hrá­ og rekstrarvörur (28,5%) og fjárfestingarvörur (20,5%). Stærstu viðskiptalönd í vöruinnflutningi árið 2018 voru Noregur, Þýskaland, Kína og Bandaríkin en 49% alls innflutnings kom frá ríkjum ESB. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.