Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201928 Fyrstu trén komin í fyrirhugaðan hundrað og fimmtíu trjáa aldingarð á Sólheimum: Ræktuð verða lífrænt vottuð epli í úrvalsflokki – Reiknað með að uppskeran verði tvö til þrjú tonn árlega af ávöxtum og verður hluti af aukinni matjurtaræktun á staðnum Skógræktarstöðin Ölur á Sól­ heimum fékk nýverið milljón króna styrk úr atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytinu til eplatrjáaræktar á Sólheimum. Guðmundur Steinsson, deildar­ stjóri Ölurs, segir að hugmyndin sé að rækta nálægt 150 epla­ og ávaxtatré í tæplega 700 fermetra gróðurhúsi sem stendur milli Ölurs og garðyrkjustöðvarinnar Sunnu. „Ég sé fyrir mér að verkefnið nái til tveggja til þriggja ára og það er meiningin að þá verði búið að fylla þetta hús af ávaxtatrjám – aðallega eplum, en líka perum og plómum. Það væri jafnvel gaman að prófa eitthvað alveg nýtt eins og appelsínutré,“ segir Guðmundur, sem tók við starfi deildarstjóra Ölurs í febrúar. Hann bætir við að áður hafi húsið verið notað fyrir uppeldi trjáplantna en þjóni nú ýmiss konar tilraunastarfsemi í matjurtaræktun. Þar eru einnig ræktaðar jurtir sem síðan eru notaðar við sápugerð og húðvörur sem framleiddar eru á Sólheimum. Markmiðið að rækta ávexti í úrvalsflokki „Markmiðið er í raun tvíþætt hjá okkur; í fyrsta lagi felst í þessu verkefni eitthvað sem hefur aldrei verið gert hér á Íslandi – og örugglega þótt víðar væri leitað – að gera aldingarð í svona stóru gróðurhúsi og síðan en ekki síst að framleiða ávexti í algjörum úrvalsflokki sem væru lífrænt vottaðir. Ég ímynda mér að við gætum fengið út úr þessu húsi um tvö til þrjú tonn árlega, sem væri auðvitað ekki nærri nóg til að metta neinn markað en þetta gæti verið gott innlegg og fín fyrirmynd fyrir aðra og hvatning til að gera svipaða hluti. Ávextirnir yrðu þá bara seldir í áskrift héðan. Vextinum stýrt Að sögn Guðmundar er ekki þörf á svo miklu rými fyrir plönturnar og tveggja metra lofthæð er alveg næg. „Þetta verður stýrð ræktun, plönturnar mótaðar og klipptar eins og þörf er á. Svo snýst þetta um að stilla af áburðargjöf, vökvun og stýra hitastigi eins og hægt er. Gróðurhúsið er hægt að hita þegar þess þarf og einnig að skrúfa fyrir hita og opna glugga, hliðar og gafla þegar heitt er í veðri og sól skín. Það er örlítil óvissa með þau tímabil ef ekki verður nógu kalt á vetrum til að plönturnar fá sína vetrarhvíld. Á móti kemur að við losnum örugglega við þær umhleypingar sem geta leikið ávaxtatré mjög grátt. Ég hef Jón Guðmundsson á Akranesi mér til halds og trausts – til að velja yrki og veita ráðgjöf, en hann er auðvitað mjög vel kunnur fyrir þekkingu sína á eplarækt og öðrum ávaxtatrjám. Fyrstu trén eru komin og ég vonast til að geta fengið Jón hingað til mín til að fara yfir málin.“ Matjurtaræktun verður aukin Starfsemin hjá Ölri hefur verið í lægð á síðustu árum, en landið er að rísa og sér Guðmundur fram á betri tíð. „Við gerðum nýlega samning við Skógræktina til tveggja ára um að framleiða 50 þúsund aspir á ári hér í landi Sólheima. Svo reikna ég með frekara samstarfi við garðyrkjustöðina Sunnu, um aukna breidd í matjurtaræktuninni, þannig að hér verði almennilegir ætigarðar. Við erum þegar byrjuð á þessari útvíkkun hér hjá Ölri; til dæmis í ræktun jarðarberja og á kuldaþolnum sjaldgæfum tómatayrkjum í köldum gróðurhúsum hér hjá okkur. Einnig ætlum við að vera með ýmsar rófutegundir, kál og salat í útiræktun svo ég nefni dæmi.“ /smh Hugmyndir Guðmundar Steinssonar fela í sér að á næstu tveimur til þremur árum fyllist þetta gróðurhús af ávaxtatrjám. Myndir / smh Guðmundur kíkir á fyrstu fullþroskuðu plómurnar. Vexti og hæð eplatrjánna verður stýrt, en það á ekki að draga úr framleiðslunni. Græna kannan á Sólheimum: Er nú vandaður veitingastaður fyrir íbúa og gesti Fyrir um ári síðan fluttist mötuneytið fyrir íbúa Sólheima í endurbætt húsnæði Grænu könnunnar, um leið og viðbygging við gamla húsið var formlega opnuð. Í eldri hluta hússins er Græna kannan enn starfrækt en hefur aukið umfang starfseminnar og er nú einnig vandaður heimilismatur í hádeginu fyrir gesti og gangandi, auk þess sem þar er áfram rekið kaffihús. Í nýbyggingunni er verslunin Vala, rúmgóður sýningarsalur með listagalleríi ásamt setustofu. Matreiðslumaðurinn Leifur Sveinn Ársælsson kom á Sólheima í maí í fyrra og flutti mötuneytið niður í húsnæði Grænu könnunnar og unir hag sínum vel á nýja staðnum. „Ég var einn og hálfan mánuð í Vigdísarhúsi með eldhúsið þar áður en við fluttum. Aðalástæða flutninganna var sú að brekkan hérna upp frá byggðinni að Vigdísarhúsi er nokkuð brött og getur verið erfið fyrir fótgangandi á veturna. Hér er auðvelt aðgengi og komast allir vel fyrir og það er opið frá tólf til sex. Við erum með hádegismat hér virka daga og yfir daginn seljum við kaffi, beyglur, kökur og sykurlausan ís. Yfir daginn erum við líka með lífræna tómatsúpu ásamt nýbökuðu brauði, sem hefur fallið vel í kramið hjá ferðafólki. Allt grænmeti sem er notað í Grænu könnunni er lífrænt ræktað og kemur úr garðyrkjustöðinni okkar, Sunnu,“ segir Leifur. Fyrsta flokks hráefni Að sögn Leifs er töluverð aukning í aðsókn í hádegismatinn og á kaffihúsið á Sólheimum, þar sé að skila sér mikill metnaður í eldhúsinu og unnið sé með fyrsta flokks hráefni frá Sólheimum. „Ég held að það sé ekkert á margra vitorði að það sé hér opið fyrir hádegismat alla virka daga, þar sem mikill metnaður er og gæði. Við höfum heldur ekki verið að auglýsa þetta neitt, þannig að afspurn skilar sér í aukningu. Við erum hins vegar með allt til alls hér á svæðinu sem ætti að geta höfðað til fólks að koma hingað til að njóta matar og umhverfis. Við erum til dæmis með gistiheimili hér og 200 manna veislusal. Við njótum þess að vera með þetta hreina og góða hráefni sem er framleitt hér á staðnum og það verður að segjast eins og er að það er draumur hvers kokks að vinna með slík gæði. Við erum með þennan hefðbundna heimilismat sem við reynum þó að lyfta upp á næsta stig. Við erum alltaf með tvo rétti í boði í hverju hádegi, annaðhvort fisk eða kjötrétt, og svo alltaf grænmetisrétt og salatbar. Það má segja til marks um þann metnað sem er á Grænu könnunni að þegar blaðamaður var þar staddur í hádeginu á dögunum hitti hann þar fyrir Dóru Svavarsdóttur matreiðslumeistara sem stóð yfir pottunum. Hún er kunn sem eigandi Culina – sem rak veisluþjónustu og stendur fyrir matreiðslunámskeiðahaldi – auk þess sem hún hefur verið virk í starfi Slow Food Reykjavík. Hún ætlar að elda á Grænu könnunni í sumar við hlið Leifs og koma matvinnslunni aftur af stað og búa til chutney, sultur og gómsætar kökur sem hægt verður að kaupa í versluninni Völu. /smh Leifur Sveinn á Grænu könnunni með páfagaukinn Emmu á öxlinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.