Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201910 FRÉTTIR Nú er lokið framkvæmdum við þrjá af tólf hellum í landi bæjarins Ægissíðu við Hellu. Þar hefur áhersla hefur verið lögð á að vernda hellana gegn veðrun og öðrum skemmdum. Verkið hefur verið unnið í samvinnu við Minjavernd. Ætlunin er að opna hellana fyrir ferðamenn og segja þeim sögu þeirra og leyfa þeim um leið að upplifa þessi merku mannvirki. Í túninu á Ægissíðu, sem er í í Rangárþingi ytra og rétt við vesturenda brúarinnar yfir Ytri- Rangá hjá Hellu, eru 12 misstórir hellar gerðir af manna höndum. Hellarnir voru m.a. notaðir sem gripahús fyrir bændur, hlöður og grænmetisgeymslur. „Þórhallur Ægir Þorgilsson, pabbi minn og bóndi, er með þrjá hella í sínu landi og svo erum við í samstarfi við frænda okkar sem er með nokkra á sinni spildu. Undanfarin þrjú ár erum við búin að vera að vinna að endurgerð hellanna, lagfæra og tryggja varðveislu þeirra,“ segir Ólöf Þórhallsdóttir á Ægissíðu og einn umsjónarmanna verkefnisins. Ristur í veggjum og loftum sumra hellanna gefa vísbendingar um að papar hafi búið í hellunum. Mikil vinna hefur verið að koma hellunum þremur í gott stand þannig að þar sé hægt að fara með hópa inn í þá. Þá er búið að koma upp sjö skiltum á íslensku um sögu hellanna á Ægissíðu í Hlöðuhelli og sams konar skilti verða sett upp á fleiri tungumálum. /MHH Hellarnir við Ægissíðu hjá Hellu opnaðir ferðamönnum Hellarnir eru skammt frá miðbænum á Hellu. Ólöf Þórhallsdóttir og Árni Freyr Magnússon, sem eru meðal þeirra sem hafa yfirumsjón með hellunum og hafa unnið að endurgerð þeirra síðustu ár með sínu fólki. Verkefnið er með Facbook-síðu sem heitir „Hellarnir við Ægissíðu“. Hópar hafa mjög gaman af því að skoða hellana, hér eru samstarfsráðherrrar Norðurlanda og þeirra embættismenn. Myndir / MHH Landssamband smábátaeigenda: Vilja að þorskveiðikvótinn verði aukinn í 289.000 tonn Landssamband smá­ báta eigenda hefur sent Kristjáni Þór Júlíussyni sjávar­ útvegs­ og land búnað­ ar ráðherra til lögu um leyfilegan heild arafla í þorski. Ráðherra er þar hvattur til að heimila 289 þúsund tonna afla á næsta fiskveiðiári sem 6% meira en Hafrannsóknastofnun ráðleggur. Landssambandið byggir tillögu sína á að veiðistofn á árinu 2018 hafi mælst hærri en spáð var á síðasta ári. Ráðlagður heildarafli á árinu hefði því verið lægri en 20% aflaregla reiknaði. Hér væri því um leiðréttingu að ræða sem ráðherra bæri að taka tillit til þegar hann ákveður leyfilegan heildarafla. Í bréfi LS til ráðherra er tæpt á mörgum þáttum sem styðja tillögu LS og þar meðal annars komið inn á mikilvægi þess fyrir þjóðarbúið. „Í þeim ólgusjó sem blasir við í þjóðarbúinu munar um allt sem gefur því auknar tekjur. Velta þarf við hverjum steini. Ákvörðun um leyfilegan heildarafla í þorski varðar gríðarlega hagsmuni. Þorskurinn trónir yfir aðrar tegundir í aflaverðmætum, 49% á síðasta ári, og er undirstaða sjávarútvegs á Íslandi.“ /VH Smábátar í höfn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Landssamband smábátaeigenda hvetur sjávarútvegsráðherra til að heimila 289 þúsund tonna þorskafla á næsta fiskveiðiári, sem er 6% meira en Hafrannsóknastofnun leggur til. Mynd / HKr. Eldneytisnotkun Isavia kolefnisjöfnuð Sveinbjörn Indriðason, starf­ andi forstjóri Isavia, Reynir Kristinsson, stjórnarformaður kolefnissjóðsins Kolviðs og Eyþór Eðvarðsson, stjórnarformaður Votlendissjóðs, undirrituðu nýlega samning um kolefnisjöfnun allrar eldsneytisnotkunar Isavia. Eldsneytisnotkun vegur þyngst í kolefnisspori Isavia. Stærsta hluta þessarar notkunar má rekja til þjónustu og viðhalds á flugbrautum og athafnasvæðum flugvalla og er sú þjónusta að miklu leyti háð veðri. Á síðasta ári var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna eldsneytis í starfsemi Isavia 2.694 t CO2e. Um er að ræða beina losun í starfsemi Isavia og er sá þáttur þar sem félagið hefur mest tækifæri til úrbóta. Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda „Isavia hefur á síðustu árum lagt áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í starfseminni. Árið 2015 var sett markmið um að lækka losun gróðurhúsalofttegunda um 29% á hvern farþega fyrir árið 2030. Í dag hefur Isavia þegar minnkað losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri sínum um tæp 40 prósent á farþega. Markmiðið verður því endurskoðað. „Isavia er meðvitað um þá ábyrgð sem hvílir á fyrirtækinu varðandi loftslagsmál, við vinnum með virkum og skipulögðum hætti að aðgerðum til þess að minnka kolefnisspor félagsins,“ segir Sveinbjörn, starfandi forstjóri. Hlakka til samstarfsins „Við hjá Kolviði hlökkum mikið til samstarfsins við Isavia um kolefnisjöfnun á starfsemi þeirra,“ segir Reynir, stjórnarformaður Kolviðs. „Þetta sýnir einnig samfélagslega ábyrgð og gott framlag til að draga úr og kolefnisjafna losun sem tengist flugstarfsemi.“ Þakklát fyrir stuðninginn „Isavia gengur fram fyrir skjöldu af fyrirtækjum í eigu ríkisins með þessum samningum,“ segir Eyþór, stjórnarformaður Votlendissjóðs. „Við erum þakklát fyrir stuðninginn, sjóðurinn verður búinn að kolefnisjafna allt magnið sem keypt er strax á þessu ári, ávinningurinn er mikill. Til viðbótar við stöðvun á losun gróðurhúsalofttegunda, þá eru votlendisvistkerfin endurheimt og þannig stuðlað að líffræðilegum fjölbreytileika dýra, fiska og fugla í íslenskri náttúru.“ /MHH María Kjartansdóttir, verkefnastjóri umhverfismála hjá Isavia, Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Isavia, og Valur Klemensson, deildarstjóri umhverfisdeildar á Keflavíkurflugvelli, eru hæstnánægð með nýja samninginn. Mynd / isavia Handverksdagur gamalla hefða 2019 í Þingborg Víkingahópur Suðurlands, Gallery Flói og Ullarvinnslan bjóða fólki að koma í félagsheimilið Þingborg á Suðurlandi laugardaginn 29. júní og njóta gamalla hefða í handverki líkt og stunduð var á tímum víkinga. Þarna mun víkingahópurinn sýna gestum og gangandi hvernig þau unnu að handverki sínu. Meðal þess sem sýnt verður af handverki er glerperlugerð og jurtalitun ullar. Á staðnum verða íslenskar landnámshænur sem vert er að spjalla dálítið við um daginn og veðrið. Einnig verður á boðstólum súpa fyrir gesti og gangandi á meðan að endist. Viðburðurinn hefst klukkan 12 og stendur til kl. 15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.