Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201912 FRÉTTIR Kerfill er gróskumikil og dugleg planta sem vex víða við þjóðveginn. Þar sem mest er af kerfli getur hann orðið til vandræða. Tíu ára barátta bar fyrst árangur þegar stráð var salti á plönturnar snemma að vori. Sigurbjörn Hjaltason að Kiðafelli í Mosfellsbæ segir að líkt og margir aðrir hafi hann verið að glíma við ágang kerfils í tíu ár. „Kerfillinn var orðinn talsvert dreifður hér meðfram vegum þegar ákveðið var að fara að vinna á honum fyrir um tíu árum. Það er mikill kerfill á Kjalarnesi og þar er hann búinn að eyðileggja mikið land og svo er greinilegt að plantan dreifist með vegum og það voru líka komnir öflugir brúskar inn með Hvalfirði.“ Fimmtán kílómetra hreinn kafli „Í fyrstu stóð hreppurinn fyrir átaki til að eyða kerflinum en það gekk fremur illa að ráða niðurlögum hans. Ég tók við verkefninu eftir að ég hætti í sveitarstjórn og hef unnið að því síðan og mér hefur tekist að halda kaflanum frá munni Hvalfjarðarganganna og inn að Laxá í Kjós hreinum, eða um 15 kílómetra vegkafla.“ Sigurbjörn segir baráttuna við kerfilinn búna að vera mikið streð síðastliðin tíu ár og að hann hafi nánast reynt hvað sem er til að halda honum niðri. „Ég hef skorið af henni fræin áður en þau hafa þroskast í mörg ár og eitrað með Round up en hætti því fljótlega vegna þess að eitrið réði hreinlega ekki við kerfilinn.“ Saltið gagnar best „Það var ekki fyrr en ég fékk salt hjá Tryggva Magnússyni í Kötlu á síðasta ári sem eitthvað fór að ganga. Saltið virkar mjög vel og ég er loksins farinn að ná tökum á kerflinum og hér sést hann varla á stórum kafla. Best er að henda saltinu yfir plönturnar snemma á vorin á meðan þær eru litlar og setja um hnefafylli af salti, eða um 250 grömm, á hvern brúsk sem síðan seytla niður að rótinni og steindrepur hana. Að sjálfsögðu verður fólk að gæta þess að það fari ekki salt á plöntur sem það vill ekki drepa og mér sýnist að ef varlega sé farið smiti saltið ekki mikið út frá sér og brenni mest þar sem það lendir. Salt er náttúrulegt efni sem skolar burt og ólíklegt að það valdi einhverjum óæskilegum áhrifum í náttúrunni til lengri tíma.“ /VH Kerfillinn yfirtekur land þar sem lúpínan hefur myndað næringarríkan jarðveg. Fátt virðist geta yfirunnið kerfilinn nema hávaxnari plöntur eins og tré. Salt gott til að eyða kerfli Best er að henda saltinu yfir plönturnar snemma á vorin á meðan þær eru litlar og setja um hnefafylli af salti, eða um 250 grömm, á hvern brúsk sem síðan seytla niður að rótinni og steindrepur hana. Anna Jónsdóttir ásamt hörpuleikara við Tjarnargíg í Lakagígum. Sópransöngkonan Anna Jónsdóttir: Lætur kvikmynda tónleikaferð á sex magnaða staði á landinu Anna Jónsdóttir sópransöngkona verður á faraldsfæti í júlí og mun halda þjóðlagatónleika á 6 mögnuðum stöðum víða um land, í Tjarnargíg í Lakagígum, Akranesvita, lýsistanki í Djúpa­ vík, Stefánshelli í Hallmundar ­ hrauni, Botnstjörn í Ásbyrgi og á Emelíuklöppum í Grímsey. Hluti af verkefninu er að kvikmynda þessa tónleikaferð og til að fjármagna það hefur verið hafin söfnun á Karolina fund á slóðinni https://www.karolinafund.com/ project/view/2502. Djúpavík var þúfan sem velti hlassinu Anna sagði í samtali við Bænda­ blaðið að hugmyndin að þessu hafi þróast út frá kynningu sem hún hélt í Bandaríkjunum þar sem hún var gistilistamaður. Í framhaldinu var hún beðin um að halda tónleika í lýsistanki í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík á Ströndum. „Eftir þessa tónleika fór ég eina hvítasunnuhelgi með upptökumann og græjur og tók upp efni á hljómdisk í þessum tanki. Má því segja að þetta ævintýri hafi byrjað þar og það hafi verið þúfan sem velti hlassinu fyrir alvöru. Ég náði reyndar ekki öllu í Djúpavík sem ég ætlaði að gera svo ég kláraði það í Akranesvita. Síðan hefur þetta smám saman verið að hlaða utan á sig. Ég fór svo í aðra ferð 2015 þar sem það kviknaði löngun til að kvikmynda tónleikana, þar sem mér fannst það svo mikil upplifun að syngja á þessum fallegu stöðum. Ég hef verið að leita að umhverfi sem fangar það sem ég er að gera og röddin hverfur ekki út í tómið,“ segir Anna. „Þegar maður hugsar út í það, þá er svo eðlilegt að syngja á svona stöðum að maður furðar sig á að hafa ekki dottið þetta í hug fyrr. Það er magnað að syngja úti og í umhverfi sem er ekki bara hlý og fín hús. Maður er bara hluti af náttúrunni líkt og í móðurkviði og þetta kveikir á svo ótrúlega mörgum nemum.“ Hún segir að það hafi tekið svolítinn tíma að finna rétta fólkið til að fara með sér í þetta ferðalag og finna réttu tímasetninguna. „Nú er ákveðið að farin verður tveggja vikna ferð í júlí og verða tónleikarnir teknir upp.“ Með mögnuðu föruneyti Með Önnu í för verða Dragos Alexandrescu, kvikmyndatökumaður og myndlistarmaður, og Árni Gylfason, hljóðmaður og kvikmyndatökumaður. Afurðirnar verða svo tónleikamynd ætluð fyrir sjónvarp, innsetningar sem verða notaðar á tónleikum erlendis og jafnvel hérlendis, sjálfstæð listaverk og tónlistarmyndbönd. Tónleikarnir verða á eftirtöldum stöðum: Tjarnargígur í Lakagígum – 11. júlí klukkan 16.00 Akranesviti – 12. júlí klukkan 20.30 Stefánshellir í Hallmundarhrauni – 14. júlí klukkan 16.00 Lýsistankur í Djúpavík – 16. júlí klukkan 20.30 Botnstjörn í Ásbyrgi – 18. júlí klukkan 16.00 Emelíuklappir í Grímsey – 20. júlí klukkan 15.00 Með sterka landsbyggðartengingu Önnu þykir greinilega vænt um landsbyggðina, enda sjálf ættuð úr Önundarfirði, Skagafirði og af Reykjanesi. „Ég er því í aðra röndina sveitastelpa þó ég hafi eiginlega alltaf búið í borg. Ég tengi þó mest við Fljótin og Siglufjörð en taugin er líka römm við Önundarfjörðinn,“ segir Anna Jónsdóttir. /HKr. Anna syngur í gömlum lýsistanki í Djúpavík. Djúpavík á Ströndum var þúfan sem velti hlassinu og ýtti undir tónleikaferð Önnu Jónsdóttur á sex áhugaverða staði á landinu. Jurtir og skynjun á Skyggnissteini Á Skyggnissteini nyrst í Tung unum sýsla Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar, Sigurður Jónsson, með gróður jarðar í anda líf­ rænnar ræktunar og vistræktar (permakúltúr) og gera tilraunir til að bæta sig. Í sumar halda þau nokkur námskeið um þessi hugðarefni sín og er það fyrsta laugardaginn 29. júní og fjallar um jurtir og skynjun. Þann 20. júlí verður námskeið um jurtir og skógarnytjar og 27. júlí verður fjallað um jurtir og jóga. Síðasta námskeiðið verður svo haldið 24. ágúst og fjallar um jurtir og vinnslu. Laugardaginn 29. júní er fólki boðið að fræðast, njóta náttúrunnar og tengja hana við myndlistina. Með þeim Dagnýju og Sigurði á laugardaginn verður Hildur Bjarnadóttir myndlistarmaður sem í verkum sínum hefur verið að skoða plöntur og tengsl þeirra við þann stað sem þær vaxa á. Hún mun ræða um eiginleika plantna til að tjá sig, tala saman, færa sig úr stað, verja sig og gera ýmislegt sem vanalega er talið til mannlegra eiginleika. Hún mun einnig sýna verk nokkurra myndlistarmanna í tengslum við viðfangsefnið. Dagný sýnir þar ræktunina, segir frá hvernig hún nýtir villtar jurtir og ræktaðar. Gestir fá síðan góða máltíð beint úr garðinum og smakka það sem verið er að gera á staðnum. Dagskráin byrjar kl. 10 að morgni á Skyggnissteini sem er í um 3 km fjarlægð frá Geysi. Gera ábúendur ráð fyrir að vera búin kl. 16. Verðið er 15.000 krónur og skráning fer fram í síma 847 0946 eða í dagny@dagny.is. Dagný Guðmundsdóttir og Sigurður Jónsson á Skyggnisteini í Tungunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.