Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201922 TÆKNI&VÍSINDI UTAN ÚR HEIMI Milljónaborgir á Indlandi berjast nú við vatnsskort: Dæmi um rán á vatnsflutningabílum og slagsmál nágranna út af vatnsdropa – Búist við að 100 milljónir manna fari að flýja frá sumum stórborgum þar sem ekkert grunnvatn er lengur að hafa Í mörg ár hafa vísindamenn bent á hættuna af gengdarlausum uppdælingum á grunnvatni til ræktunar sem hafi þær afleiðingar að jarðlögin falla saman og hætta að geta safnað í sig vatni. Svartar spár vísindamanna virðast nú vera að rætast á Indlandi þar sem milljónaborgir eru að verða vatnslausar með öllu. Fréttastöð CNN fjallaði um skelfilegt ástand í borginni Chennai sem er sjötta stærsta borg Indlands með um 4,6 milljónir íbúa. Þar er búið að tæma uppistöðulón sem nýtt hefur verið sem neysluvatn og íbúar verða að reiða sig á aðflutt vatn sem mikill fjöldi fólks hefur ekki efni á að kaupa. Um 600 milljónir manna á landsvísu glíma nú við óvenjumikinn vatnsskort á Indlandi. Einungis um fjórðungur þjóðarinnar hefur aðgang að rennandi drykkjarvatni á sínum heimilum. Um 200.000 manns deyja árlega vegna afleiðinga af neyslu mengaðs vatns samkvæmt frétt CNN. Blaðið India Express hefur líka fjallað ítrekað um vatnsvandann á Indlandi. Flótti að bresta á, tankbílum rænt og barist um hvern dropa Farið er að bera á aukinni spennu og átökum um vatnið á Indlandi. Tankbílum með vatni hefur verið rænt og átök hafa blossað upp á milli nágranna sem slást um hvern vatnsdropa. Búist er við að 100 milljónir manna, þar á meðal í borgum eins og Delí, Bangalore og Hyberabad muni fljótlega yfirgefa borgirnar vegna þess að þar er ekki lengur hægt að reiða sig á uppdælingu grunnvatns samkvæmt frétt NITI Aayog stofnunarinnar. Talið er að staðan eigi aðeins eftir að versna þar sem reiknað er með að Indverjum fjölgi um 300 milljónir fram til ársins 2025 og verði Indland þá orðið fjölmennasta ríki veraldar. Auk þess mun minnkandi grunnvatn að öllum líkindum lama landbúnaðarframleiðslu á stórum svæðum þar sem 80% vatnsnotkunarinnar hefur m.a. verið notað til að rækta hrísgrjón og sykurreyr. Uppdæling grunnvatns farin að valda hörmungum Þéttbýl svæði á Indlandi og mikilvæg ræktarlönd í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa m.a verið nefnd í sambandi við skefjalausa uppdælingu á grunnvatni. Ítarlega hefur verið fjallað um þessi mál í Bændablaðinu á undanförnum árum, en staðan virðist nú víða vera komin á hættulegt stig. Mörg önnur svæði eru líka í hættu, auk þess sem mjög hefur verið gengið á uppistöðulón eins og í Íran og á Indlandi. Þurrkatímabil eru árlegt fyrirbæri á Indlandi. Þar sem stöðugt meira hefur verið gengið á grunnvatnsbirgðir og vatnsleysi hefur verið samfara mikilli hitabylgju á landsvísu er staðan nú enn alvarlegri en ella. Uppistöðulón tæmast Í frétt CNN kemur fram að á botni Chembarambakkam- uppistöðu lónsins er nú aðeins að finna skraufþurran og sprunginn sólbakaðan leir. Þetta uppistöðulón, sem er í um 25 km fjarlægð frá miðborg Chennai, er meðal þriggja annarra uppistöðulóna sem öll eru þurrausin og hafa séð íbúum borgarinnar fyrir vatni. Srini Swaminathan, sem tók loftmynd af svæðinu þar sem Chembarambakkam -ónið var áður, segist hafa búið þarna síðan 1992. Hann hafi aldrei upplifað annað eins á þeim tíma. Auk þess sem þarna hefur ekki fallið rigningardropi úr lofti í langan tíma, þá er grunnvatnsstaðan orðin það lág að erfitt er orðið að dæla upp vatni. Hefur því verið gripið til þess ráðs að keyra með vatn til borgarbúa á tankbílum. Á hverjum degi bíða borgarbúar í röðum með vatnsskjólur sínar í hundruða þúsunda vís. Þar mega þeir standa klukkustundunum saman og bíða eftir að fá vatn í brúsa. Hótel- og veitingaþjónusta leggst af vegna vatnsleysis Ástandið veldur margvíslegum vanda fyrir atvinnulíf borgarinnar og hafa hótel átt í vandræðum með að fá vatn fyrir sína gesti og til matreiðslu. Þá eru flutningar með vatn til borgarinnar farnir að verða stopulli og þar sem áður voru daglegar ferðir sjást tankbílar oft ekki nema á þriggja til fjögurra daga fresti. Hóteleigandinn M. Senthilsara- vanan í Chennai-borg segir að hótel og veitingastaðir hafi neyðst til að loka hver af öðrum vegna vatnsskorts. Hann býr sjálfur í úthverfi borgarinnar og þarf að greiða um 6.000 rupees á hverjum degi fyrir vatn úr tankbíl fyrir hótelið. Það samsvarar um 86 dollurum, eða 10.600 íslenskum krónum. Það þykir ef til vill ekki ýkja hátt á íslenskan mælikvarða en er sannarlega stórfé á láglaunasvæði eins og Chennai. Íbúar fá oft aðeins brot af daglegri vatnsþörf Vatnsflutningabílarnir, sem eru einkareknir, koma með vatn frá Tamil Nadu-svæðinu þar sem enn er nægt vatn að fá. Eftirspurnin er bara orðin svo mikil að þeir anna ekki flutningunum. Vegna ástandsins hafa efnameiri fjölskyldur í Chennai reitt sig á kaup á dýru vatni af einkafyrirtækjum. Meirihluti borgarbúa býr þó við svo lágar tekjur að þeir hafa engan veginn efni á slíkum munaði. Þeir verða að stíla á vatnsflutninga á vegum yfirvalda sem kannski er að vænta eftir mánuð eða svo. Sem dæmi þá hefur heil fjölskylda í einu af fátækrahverfum Chennai þurft að reiða sig á 30–40 lítra af vatni á dag. Til samanburðar er bandarísk meðalfjölskylda talin þurfa um 1.370 lítra á dag (300 gallon) að mati Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna. Stjórnvöld tengdu 650.510 heimili við vatnsveitukerfi. Í gegnum það átti að tryggja hverju húsi um 120 lítra af vatni á dag. Á þurrkatímum hefur það verið minnkað niður í 70 lítra. Þá er einkarekin vatnsþjónusta alls ekki aðgengileg fyrir um 820.000 manns sem lifa í fátækrahverfum borgarinnar. /HKr. Íbúar í Tamil Nadu sækja sér vatn sem dælt er upp úr jarðlögum, en það fer þó stöðugt minnkandi. Mynd / India Express Gervihnattamyndir af Chembarambakkam-uppistöðulóninu við Chennai-borg þar sem íbúar eru 4,6 milljónir. Efri myndin var tekin 15. júní 2018 og neðri myndin 15. júní 2019. Myndir / Maxar Technologies Kort sem sýnir þau svæði í heiminum sem búa við mestu hættuna á vatnsskorti. Á dökkrauðu svæðunum er hættan mest. Mynd / World Resources Institude Í indverskum borgum er það ekki Bjössi á mjólkurbílnum sem er vinsælasti gaurinn heldur miklu frekar nafnar hans á vatnsbílunum. Reyndar eiga þeir stundum fótum sínum fjör að launa því komið hefur fyrir að fólk í neyð vegna vatnsleysis hefur hreinlega rænt slíkum tankbílum. Mynd / India News Fjórgengis, eins cylindra, 495 cc, 38 hestöfl/6800rpm. Rafmagnstýri, bein innspýting, spil. Dráttarkrókur, hátt og lágt drif með læsingu.18 l. bensíntankur, vökvabremsur, 12” álfelgur. Þyngd: 375 kg. tveggja manna, traktorsskráð. Litir: Svartur eða appelsínugulur. CFORCE 600 Verð 1.649.000,- Án vsk. 1.389.839,- CFORCE 1000 2.190.000,- 1.766.129,- án vsk. CFORCE 520 1.289.000,- 1.039.526,- án vsk. 30 ára afmælis- útgáfa ÁRGERÐ 2019 Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi Sími 557 4848 / www.nitro.is Glerárgötu 36 / 600 Akureyri Sími 415-6415 / hesja.is Lyngás 13 / 700 Egilsstaðir Sími 471-2299 / ab.is Tilboðsverð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.