Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201942 A l þ j ó ð l e g u s a m t ö k i n International Dairy Federation (IDF), sem m.a. Samtök afurða- stöðva í mjólkuriðnaði eiga aðild að, standa á nokkurra ára fresti fyrir ráðstefnu um málefni tengd júgurbólgu og nýverið var sú sjöunda í röðinni haldin í Kaupmannahöfn í Danmörku. Ráðstefnan stóð yfir í tvo daga og voru þátttakendur hennar, sem komu víða að úr heiminum og m.a. frá Íslandi, nokkur hundruð enda mikill áhugi á þessu málefni sem veldur mestu fjárhagslegu tjóni við mjólkurframleiðsluna í heiminum öllum. Alls voru haldnar 11 ólíkar málstofur á ráðstefnunni og auðvitað fjöldi áhugaverðra erinda sem ógerningur er að gera ítarlega grein fyrir. Eins og gefur að skilja á ekki allt efni á svona ráðstefnu beint við um íslenskar aðstæður en annað þeim mun meira og fer hér á eftir stutt samantekt um nokkur erindanna sem svo á við um. Meðalkostnaðurinn rúmar 16.000 á hverja kú Í opnunarerindi ráðstefnunnar, sem var flutt af dr. Henk Hogeveen frá háskólanum í Wageningen í Hollandi, kom fram að við skoðun á 77 ritrýndum greinum um fjárhags- leg áhrif júgurbólgu í heiminum þá nemur meðalkostnaðurinn 116 evrum eða rúmlega 16.000 krónum á hverja kú óháð því hvort hún fái júgurbólgu eður ei! Ef þetta meðalverð er uppreiknað miðað við meðalbúið á Íslandi, eins og það var samkvæmt skýrsluhaldsupplýsingum í maí sl., þá gera það um 780 þúsund íslenskar krónur á hvert bú að jafnaði! Vissulega er hér um erlendar meðaltölur að ræða og líklegra en hitt að kostnaðurinn hér á landi sé umtalsvert hærri. Hver svo sem hinn raunverulegi kostnaður við júgurbólgu er hér hjá okkur þá er dagljóst að hann hleypur á hundruðum milljóna og því má kosta allmiklu til við að ná góðum tökum á vandanum. Júgurbólgugreining mjaltaþjóna verður betri Þrjú erindi sneru með einum eða öðrum hætti að færni mjaltaþjóna til að geta greint júgurbólgu og gefið kúabóndanum réttar og góðar upplýsingar. Segja má að sammerkt hafi verið með öllum framsögumönnum að tæknin sem mjaltaþjónaframleiðendur styðjast við í dag er orðin nokkuð góð í því að finna réttar kýr, en þó gerist það enn að kýr sem eru með júgurbólgu finnast ekki. Búnaðurinn til þess að meta mjólkina um leið og kýrin er mjólkuð er þó allaf að verða betri og betri auk þess sem algóritmarnir sem hugbúnaðurinn notast við verður einnig fullkomnari með hverjum deginum. Það megi því vænta þess að mjaltaþjónar framtíðarinnar verði enn betri til að finna kýr með júgurbólgu og sérstaklega kýr með dulda júgurbólgu sem reynist þeim erfitt í dag. Hægt að draga úr lyfjanotkun Ein málstofa ráðstefnunnar sneri sérstaklega að lyfjanotkun og m.a. að því hvort og þá hvernig mætti draga úr notkun lyfja vegna júgurbólgu. Í dag er lyfjanotkun víða í heiminum afar mikil í tengslum við júgurheilbrigði og t.d. er enn þann dag í dag mjög algengt að bændur geldstöðumeðhöndli allar kýr þrátt fyrir að fyrir liggi að það er hrein sóun á lyfjum og getur ýtt undir lyfjaónæmi baktería sem talið er ein mesta ógnin sem steðjar að heiminum um þessar mundir. Þá er einnig allt of algengt að notuð séu svokölluð þriðju- eða fjórðukynslóðar lyf gegn bakteríum, þrátt fyrir að ekkert kalli í raun á slíka notkun. Notkun slíkra lyfja, sem vinna oftar en ekki á bakteríum sem hefðbundið penisillín gerir ekki, er litið hornauga víða í heiminum enda óttast margir að ef notkun lyfjanna verður almenn þá geti orðið til enn eitt afbrigðið af ofurbakteríu sem engin lyf ná að vinna á. Fram kom að Norðurlöndin eru leiðandi á þessu sviði enda hefur lyfjanotkun vegna meðhöndlunar á júgurbólgu verið afar hófleg og bundin miklum takmörkunum. Þannig hefur t.d. júgurbólgumeðhöndlun verið svotil eingöngu framkvæmd af dýralæknum og sérhæfð geldstöðumeðhöndlun verið í notkun um árabil. Þá hefur sú aðferð að gel- d stöðumeðhöndla allar kýr, hvort sem þær eru með júgursýkingu eða ekki, ekki verið stunduð svo nokkru nemi ólíkt því sem þekkist víða annarsstaðar. Þrátt fyrir góða stöðu í samanburði við mörg önnur lönd þarf að gera enn betur og lykillinn að góðum árangri í því sambandi felst fyrst og fremst í forvörnum. Að koma í veg fyrir að kýrin komist í þá aðstöðu að júgurheilbrigði hennar sé ógnað er lang áhrifaríkasta aðferðin til að draga úr notkun á lyfjum eða með öðrum orðum að draga úr þörfinni fyrir lyfjagjöf. Þá kom einnig fram að mikil þörf væri á fræðslu bæði til dýralækna og bændanna sjálfra um lyfjanotkun og mögulega neikvæð áhrif af rangri lyfjanotkun. Spenadýfurnar virka! Á ráðstefnunni var greint frá áhugaverðri írskri rannsókn á virkni 6 ólíkra gerða af spenadýfum en allar höfðu það sameiginlegt að þær má nota bæði fyrir og eftir mjaltir. Rannsóknin byggði á því að mæla magn af þekktum júgurbólguvaldandi bakteríum á spenum kúa fyrir og eftir meðhöndlun spenanna með dýfunum og kom í ljós að dýfurnar drógu verulega úr fjölda bakteríanna. Að meðaltali fækkaði Staphylococcus bakteríum um 76% og Streptococcus bakteríum um 71% þegar dýfur voru notaðar. Niðurstöðurnar sýndu ennfremur að dýfur sem innihalda 0,5% chlorhexidine og 0,6% diamine höfðu mesta virkni á Staphylococcus bakteríur og dýfur sem innihalda Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Sjöunda alþjóðlega IDF júgurbólguráðstefnan Dr. Henk Hogeveen flutti opnunarerindi ráðstefnunnar og fjallaði þar um hin miklu fjárhagslegu áhrif sem júgurbólga hefur á mjólkurframleiðsluna um allan heim. LESENDABÁS Sala aflátsbréfa raforku Í Evrópu er stór hluti raforku framleidd með kjarnorku, kolum eða öðrum mengandi orkugjöfum. Evrópusambandið hefur sett sér reglur sem miða að því að skapa markaðsverð fyrir hreinleika raforku og eru viðskipti með upprunaábyrgðir raforku liður í þeirri viðleitni. Sala aflátsbréfa Fyrirtæki sem framleiða raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum eins og fallvötnum geta selt slík vottorð innan sambandsins algjörlega óháð því hvort raforkan sé afhent sem slík. Sú staðreynd hefur orðið til þess að ábyrgðirnar eru stundum nefndar aflátsbréf. Fyrirtæki geta með því móti framvísað þessum vottorðum til viðskiptavina sinna og þar með sannað stuðning sinn við hreina orkuframleiðslu. Markmið kerfisins er að auka hlut endurnýjanlega orkugjafa og örva orkuframleiðendur til dáða á grundvelli tekjumöguleika. Hreinleiki orkunnar verður þannig að sjálfstæðri auðlind. Hreinleiki orku er sjálfstæð auðlind Með tilskipun EB nr. 77 frá 2001 og lögum nr. 30 frá 2008 voru innleidd í íslenskan rétt ákvæði sem ganga út á að skapa skilyrði á öllu svæðinu fyrir viðskipti á upprunaábyrgðum raforku sem framleiddar eru með endurnýjanlegum orkugjöfum. Var hreinleiki orku þannig skilgreind sem sjálfstæð auðlind. Níföld aukning á sex árum Í svari ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn greinarhöfundar sem barst í lok apríl koma fram upplýsingar um sölu upprunaábyrgða raforku. Þar kemur fram að sala íslenskra orkufyrirtækja á þessum aflátsbréfum hefur stóraukist á síðustu árum. Á árinu 2011 seldu fyrirtækin 2,06 TWst., en var komin í 18,43 TWst. 2017. Aukningin á þessum sex árum er níföld. Samsvarandi raforkunotkun innlands á árinu 2017 er 3,60 TWst., sem er tæp 20%, en ábyrgðir fyrir það sem eftir stendur eru seldar til erlendra kaupenda. Heildarverðmæti ábyrgða liggur ekki fyrir Þar kemur fram að heildarverðmæti seldra ábyrgða liggur ekki fyrir, en áætla má að verðmæti þeirra verði 800-850 milljónir á árinu 2018. Þannig er áætlað að Landsvirkjun hafi selt ábyrgðir fyrir 600 milljónir á því ári, Orka náttúrunnar fyrir 150 milljónir og restina selur HS orka, en fjórða fyrirtækið, Orkusalan selur ekki ábyrgðir en lætur þær fylgja fyrir allan sinn markað. Verðið á ábyrgðunum sveiflast mjög og á árabilinu 2011-17 hefur meðalverðið verið á bilinu 0,2-2 evrur á hverja MWst. Áhrif á raforkuverð Greinarhöfundur hefur velt upp þeirri spurningu hvort ekki sé hætta á að innlendir framleiðendur gætu lent í vandræðum ef þeir þyrftu að sanna hreinleika raforkukaupa sinna t.d. gagnvart erlendum viðskiptavinum. Þá þyrftu þeir í raun að kaupa vottorð í samkeppni við erlenda aðila. Slíkt gæti hækkað raforkuverð hér innanlands. Ráðherra telur að þessi hætta sé ekki fyrir hendi, því auknar tekjur innlendu raforkufyrirtækjanna ættu fremur að leiða til lækkunar á raforkuverði eða stuðla að nýjum fjárfestingum. Hreinleiki án endurgjalds Neytendur hér á landi hafa mátt líta svo að raforkan sem þeir kaupa sé upprunnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum, helst fallvötnum en einnig í auknum mæli jarðvarmaorku. Þeir telja það sanngirnismál að verðmætið sem felst í hreinleika raforkunnar sé afhent þeim án endurgjalds. Þessi staðreynd er okkur mikilvæg og að innlendar vörur séu framleiddar á þennan umhverfisvæna hátt. Mikilvægt er því að orkufyrirtækin geti á öllum tímum staðið við þessar væntingar og að ásýnd raforkuframleiðslu hér innanlands fái ekki á sig neitt það óorð sem geti bakað okkur tjón. Mest um vert í þessu samhengi öllu er að íslensku raforkufyrirtækin haldist áfram að vera í eigu þjóðarinnar eins og hingað til. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi kgauti@althingi.is Karl Gauti Hjaltason. Ræktunarjarðvegur eyðist hraðar en hann myndast Gróft ætlað vaxa um 95% af nytjajurtum heims í efsta jarð- vegslagi jarðarinnar, mold inni, og það gerir moldina að undirstöðu matvælaframleiðslu í heiminum. Talið er að vegna uppblásturs hafi um helmingur ræktunarjarðvegs heimsins tapast á síðustu 150 árum. Helsta ástæða uppblástursins er sögð vera hefðbundinn landbúnaður þar sem stunduð er nauðræktun og þar sem land er mikið plægt og moldin skilin eftir ber og óvarin fyrir veðri og vindi. Í Bandaríkjunum einum er sagt að góður ræktunarjarðvegur hverfi tíu sinnum hraðar en hann myndast. Að sögn fræðinga hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna tekur um eitt þúsund ár fyrir þrjá sentímetra af góðum yfirborðsjarðvegi að myndast við góðar aðstæður. Sérfræðingar við sömu stofnun segja einnig að flest bendi til að efsta jarðvegslagið í heiminum, moldin, verði að mestu horfin eftir hálfa öld eða svo. Samhliða skorti á ræktarlandi og minni matvælaframleiðslu mun jarðvegstap leiða til minni vatnsleiðni, aukinnar losunar koltvísýrings, hlýnunar jarðar og næringarminni afurða. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.